Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Snærós Sindradóttir skrifar 23. maí 2017 07:00 Polar Nanoq var snúið við til hafnar eftir að grunur vaknaði um að um borð væri sá sem bæri ábyrgð á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. vísir/anton brink Í það minnsta tíu skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq verða kallaðir til Íslands til að bera vitni gegn Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar. Mennirnir voru allir samstarfsmenn Thomasar á skipinu og áttu í samskiptum við hann eftir laugardagsmorguninn 14. janúar, þegar Thomas er grunaður um að hafa framið ódæðisverkið. Grænlenska togaranum var snúið til Íslands um miðjan dag þriðjudaginn 17. janúar þegar grunur vaknaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að um borð væru menn sem bæru ábyrgð á hvarfi Birnu. Tveir skipverjar voru handteknir um hádegisbil þann 18. janúar og skipið kom til hafnar rétt fyrir miðnætti þann sama dag. Þriðji skipverjinn var handtekinn um kvöldið en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari.vísir/valliSamstarfsmenn Thomasar áttu sem sagt í samskiptum við hann í um það bil fjóra sólarhringa, frá því að hann fór um borð í togarann um hádegisbil á laugardegi og þar til hann var handtekinn um hádegisbil á miðvikudegi. Talið er að vitnisburður skipverjanna muni reynast saksóknara mikilvægur í málinu. Um borð í togaranum fundust skilríki Birnu og meðal annars mátti finna lífsýni á fatnaði hins grunaða. Skipverjunum ber lagaleg skylda til að bera vitni í málinu. Samkvæmt íslenskum lögum geta þeir krafist þess að íslenska ríkið greiði kostnað þeirra við ferðalagið hingað til lands. „Íslenska ríkið leggur sem sagt út fyrir þessu. En ef sakborningur verður sakfelldur þá er hann rukkaður um þetta. Ef við verðum heppin þá verður skipið akkúrat í höfn. Það er reynt að stilla þessu upp þannig að þetta verði sem þægilegast,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Samkvæmt heimasíðu Flugfélags Íslands kostar flugið fram og til baka frá Grænlandi á bilinu 80 til 100 þúsund krónur fyrir einstakling. Sá kostnaður gæti allur fallið á Thomas fari svo að ekki verði hægt að samræma ferðir skipsins og réttarhöldin, og ef hann verður sakfelldur. Í dag fer fram enn ein fyrirtakan í málinu, nú um seinni fyrirspurn verjanda til dómkvadds réttarmeinafræðings. Dómkvaddur bæklunarlæknir, sem hefur það hlutverk að fara yfir hvort Thomas hafi verið líkamlega fær um að bana Birnu, hefur til 16. júní að skila sinni niðurstöðu en Kolbrún gerir ráð fyrir að svör frá réttarmeinafræðingnum berist í fyrsta lagi í lok næsta mánaðar. Þá tekur sumarfrí við sem reynist erfiður tími til að kalla til vitni í málinu. Líklegt sé að aðalmeðferð í máli saksóknara gegn Thomas Møller Olsen fari fram í ágúst næstkomandi. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Lætur reyna á hvort Thomas hafi verið ófær um morðið á Birnu Verjandi Thomasar hefur farið fram á að leggja spurningar fyrir bæklunarlækni og réttarmeinafræðing. 10. maí 2017 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Í það minnsta tíu skipverjar af grænlenska togaranum Polar Nanoq verða kallaðir til Íslands til að bera vitni gegn Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur í janúar. Mennirnir voru allir samstarfsmenn Thomasar á skipinu og áttu í samskiptum við hann eftir laugardagsmorguninn 14. janúar, þegar Thomas er grunaður um að hafa framið ódæðisverkið. Grænlenska togaranum var snúið til Íslands um miðjan dag þriðjudaginn 17. janúar þegar grunur vaknaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um að um borð væru menn sem bæru ábyrgð á hvarfi Birnu. Tveir skipverjar voru handteknir um hádegisbil þann 18. janúar og skipið kom til hafnar rétt fyrir miðnætti þann sama dag. Þriðji skipverjinn var handtekinn um kvöldið en sleppt að lokinni yfirheyrslu. Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari.vísir/valliSamstarfsmenn Thomasar áttu sem sagt í samskiptum við hann í um það bil fjóra sólarhringa, frá því að hann fór um borð í togarann um hádegisbil á laugardegi og þar til hann var handtekinn um hádegisbil á miðvikudegi. Talið er að vitnisburður skipverjanna muni reynast saksóknara mikilvægur í málinu. Um borð í togaranum fundust skilríki Birnu og meðal annars mátti finna lífsýni á fatnaði hins grunaða. Skipverjunum ber lagaleg skylda til að bera vitni í málinu. Samkvæmt íslenskum lögum geta þeir krafist þess að íslenska ríkið greiði kostnað þeirra við ferðalagið hingað til lands. „Íslenska ríkið leggur sem sagt út fyrir þessu. En ef sakborningur verður sakfelldur þá er hann rukkaður um þetta. Ef við verðum heppin þá verður skipið akkúrat í höfn. Það er reynt að stilla þessu upp þannig að þetta verði sem þægilegast,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Samkvæmt heimasíðu Flugfélags Íslands kostar flugið fram og til baka frá Grænlandi á bilinu 80 til 100 þúsund krónur fyrir einstakling. Sá kostnaður gæti allur fallið á Thomas fari svo að ekki verði hægt að samræma ferðir skipsins og réttarhöldin, og ef hann verður sakfelldur. Í dag fer fram enn ein fyrirtakan í málinu, nú um seinni fyrirspurn verjanda til dómkvadds réttarmeinafræðings. Dómkvaddur bæklunarlæknir, sem hefur það hlutverk að fara yfir hvort Thomas hafi verið líkamlega fær um að bana Birnu, hefur til 16. júní að skila sinni niðurstöðu en Kolbrún gerir ráð fyrir að svör frá réttarmeinafræðingnum berist í fyrsta lagi í lok næsta mánaðar. Þá tekur sumarfrí við sem reynist erfiður tími til að kalla til vitni í málinu. Líklegt sé að aðalmeðferð í máli saksóknara gegn Thomas Møller Olsen fari fram í ágúst næstkomandi.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Lætur reyna á hvort Thomas hafi verið ófær um morðið á Birnu Verjandi Thomasar hefur farið fram á að leggja spurningar fyrir bæklunarlækni og réttarmeinafræðing. 10. maí 2017 07:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55
Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15
Lætur reyna á hvort Thomas hafi verið ófær um morðið á Birnu Verjandi Thomasar hefur farið fram á að leggja spurningar fyrir bæklunarlækni og réttarmeinafræðing. 10. maí 2017 07:00