Erlent

Átta ára stúlka lést í árásinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fórnarlambanna hefur verið minnst í Manchester-borg.
Fórnarlambanna hefur verið minnst í Manchester-borg. Vísir/EPA
Hin átta ára gamla Saffie Rose Roussos er meðal þeirra sem lést í hryðjuverkaárásinni í Manchester í gær.

Hún fór á tónleika Ariönu Grande í Manchester Arena höllinni og var þar í fylgd með móður sinni og systur. Þær særðust báðar í árásinni. Árásarmaðurinn sprengdi eina sprengju skömmu eftir að tónleikunum lauk. 22 létust og 59 særðust.

Roussos er annað fórnarlambið sem nafngreint hefur verið en hin átján ára gamla Georgina Callander lést einnig. Ljóst er að börn eru meðal hinna látnu enda voru fjölmörg börn á tónleikunum.

Lögregla telur sig vita hver framdi árásina auk þess sem að hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×