Betri byrjun hjá Valsmönnum en þegar þeir urðu síðast meistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2017 06:00 Sigurður Egill Lárusson hefur skorað í þremur leikjum í röð. Vísir/Eyþór Stjarnan og Valur eru í tveimur efstu sætum Pepsi-deildarinnar eftir fjórar umferðir. Bæði hafa unnið þrjá leiki og hafa enn ekki tapað leik í sumar. Stjörnumenn þekkja það vel að byrja mótið vel undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar en þetta er hinsvegar langbesta byrjun Ólafs Jóhannessonar með Valsliðið. Valur hefur unnið fleiri leiki í fyrstu fjórum umferðunum í ár (3) en samanlagt í fyrstu fjórum umferðunum á tveimur fyrstu tímabilum Ólafs með liðið (2). Valsmenn eru þannig sex sætum ofar í dag en þeir voru á sama tíma fyrir ári síðan. Stjarnan er fjórða árið í röð í öðru af tveimur efstu sætunum eftir fjórar umferðir en Valsmenn hafa ekki verið þar í áratug á þessum tíma. Sumarið 2007, síðasta tímabil Valsmanna inn á topp tvö eftir fjórar umferðir, var einmitt síðasta sumarið sem Hlíðarendapiltar unnu Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið í ár er þó að byrja betur en liðið sem vann titilinn fyrir tíu árum. Valsliðið 2007 vann „bara“ tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum og var því með tveimur stigum færra en Valsliðið í ár. Valsliðið 2017 hefur ennfremur skorað fjórum mörkum meira í fyrstu fjórum leikjum sínum en meistaraliðið frá 2007. Árið 1987 vann Valur einnig titilinn og þá var liðið með jafnmörg stig eftir fjóra leiki og nú. Stjörnumenn hafa unnið 11 af 16 leikjum og aldrei tapað í fyrstu fjórum umferðunum 2014-2017 en næsti hluti mótsins hefur aftur á móti reynst Stjörnumönnum skeinuhættur undanfarin sumur. Liðið hefur þannig ekki náð að fagna sigri í umferðum fimm til sjö síðustu tvö sumur (2 jafntefli, 4 töp). Nú reyndir því á Rúnar Pál og félagar að breyta þeirri hefð. Valsliðið er þegar búið að spila við bæði FH (1-1 jafntefli) og KR (2-1 sigur) á meðan að næstu tveir leikir Garðbæinganna eru á móti FH-bönunum í Fjölni og svo á móti FH. Næstu leikir Valsmanna gætu líka verið sýnd veiði en ekki gefin því þeir eru á móti liðum Fjölnis og ÍBV sem hafa bæði komið á óvart. Það þarf að fara tólf ár aftur í tímann til að finna betri byrjun hjá Valsliðinu en sumarið 2005 háði liðið harða baráttu um titilinn við FH. Þá dugði ekki Val að vinna fimm fyrstu leiki sumarsins því Ólafur Jóhannesson stýrði FH-liðinu þá til sigurs í fimmtán fyrstu leikjunum en þá var Íslandsmeistaratitilinn tryggður með sigri á Val.Sigurleikir Valsmanna í fyrstu fjórum umferðunum 2007 - 2 sigrar (0 töp) 2. sæti eftir fóra leiki 2008 - 2 (2) 5. sæti 2009 - 1 (2) 9. sæti 2010 - 1 (1) 8. sæti 2011 - 2 (2) 6. sæti 2012 - 2 (2) 5. sæti 2013 - 2 (0) 3. sæti 2014 - 2 (1) 5. sæti 2015 - 1 (2) 8. sæti 2017 - 3 (0) 2. sætiSigurleikir Stjörnumanna í fyrstu fjórum umferðunum 2009 - 3 sigrar (1 tap) 3. sæti eftir fóra leiki 2010 - 1 (1) 7. sæti 2011 - 2 (1) 3. sæti 2012 - 2 (0) 3. sæti 2013 - 2 (1) 5. sæti 2014 - 3 (0) 2. sæti 2015 - 2 (0) 2. sæti 2016 - 3 (0) 1. sæti 2017 - 3 (0) 1. sæti Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Stjarnan og Valur eru í tveimur efstu sætum Pepsi-deildarinnar eftir fjórar umferðir. Bæði hafa unnið þrjá leiki og hafa enn ekki tapað leik í sumar. Stjörnumenn þekkja það vel að byrja mótið vel undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar en þetta er hinsvegar langbesta byrjun Ólafs Jóhannessonar með Valsliðið. Valur hefur unnið fleiri leiki í fyrstu fjórum umferðunum í ár (3) en samanlagt í fyrstu fjórum umferðunum á tveimur fyrstu tímabilum Ólafs með liðið (2). Valsmenn eru þannig sex sætum ofar í dag en þeir voru á sama tíma fyrir ári síðan. Stjarnan er fjórða árið í röð í öðru af tveimur efstu sætunum eftir fjórar umferðir en Valsmenn hafa ekki verið þar í áratug á þessum tíma. Sumarið 2007, síðasta tímabil Valsmanna inn á topp tvö eftir fjórar umferðir, var einmitt síðasta sumarið sem Hlíðarendapiltar unnu Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið í ár er þó að byrja betur en liðið sem vann titilinn fyrir tíu árum. Valsliðið 2007 vann „bara“ tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum og var því með tveimur stigum færra en Valsliðið í ár. Valsliðið 2017 hefur ennfremur skorað fjórum mörkum meira í fyrstu fjórum leikjum sínum en meistaraliðið frá 2007. Árið 1987 vann Valur einnig titilinn og þá var liðið með jafnmörg stig eftir fjóra leiki og nú. Stjörnumenn hafa unnið 11 af 16 leikjum og aldrei tapað í fyrstu fjórum umferðunum 2014-2017 en næsti hluti mótsins hefur aftur á móti reynst Stjörnumönnum skeinuhættur undanfarin sumur. Liðið hefur þannig ekki náð að fagna sigri í umferðum fimm til sjö síðustu tvö sumur (2 jafntefli, 4 töp). Nú reyndir því á Rúnar Pál og félagar að breyta þeirri hefð. Valsliðið er þegar búið að spila við bæði FH (1-1 jafntefli) og KR (2-1 sigur) á meðan að næstu tveir leikir Garðbæinganna eru á móti FH-bönunum í Fjölni og svo á móti FH. Næstu leikir Valsmanna gætu líka verið sýnd veiði en ekki gefin því þeir eru á móti liðum Fjölnis og ÍBV sem hafa bæði komið á óvart. Það þarf að fara tólf ár aftur í tímann til að finna betri byrjun hjá Valsliðinu en sumarið 2005 háði liðið harða baráttu um titilinn við FH. Þá dugði ekki Val að vinna fimm fyrstu leiki sumarsins því Ólafur Jóhannesson stýrði FH-liðinu þá til sigurs í fimmtán fyrstu leikjunum en þá var Íslandsmeistaratitilinn tryggður með sigri á Val.Sigurleikir Valsmanna í fyrstu fjórum umferðunum 2007 - 2 sigrar (0 töp) 2. sæti eftir fóra leiki 2008 - 2 (2) 5. sæti 2009 - 1 (2) 9. sæti 2010 - 1 (1) 8. sæti 2011 - 2 (2) 6. sæti 2012 - 2 (2) 5. sæti 2013 - 2 (0) 3. sæti 2014 - 2 (1) 5. sæti 2015 - 1 (2) 8. sæti 2017 - 3 (0) 2. sætiSigurleikir Stjörnumanna í fyrstu fjórum umferðunum 2009 - 3 sigrar (1 tap) 3. sæti eftir fóra leiki 2010 - 1 (1) 7. sæti 2011 - 2 (1) 3. sæti 2012 - 2 (0) 3. sæti 2013 - 2 (1) 5. sæti 2014 - 3 (0) 2. sæti 2015 - 2 (0) 2. sæti 2016 - 3 (0) 1. sæti 2017 - 3 (0) 1. sæti
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira