Erlent

Hæsta viðbúnaðarstigi komið á í Bretlandi vegna hryðjuverkaógnar

Atli Ísleifsson skrifar
Theresa May forsætisráðherra.
Theresa May forsætisráðherra. Vísir/afp
Bresk stjórnvöld hafa komið á hæsta viðbúnaðarstigi í landinu vegna hættu á hryðjuverkum. Theresa May forsætisráðherra segir að frekari hryðjuverkaárásir kunni að vera yfirvofandi.

Breskir fjölmiðlar greina frá þessu nú í kvöld.

May sagði ákvörðunina um að hækka viðbúnaðarstig hafi verið tekin í kjölfar þess að rannsakendum hafi ekki tekist að útiloka að grunaður árásarmaður í Manchester í gærkvöldi, Salman Abedi, hafi verið einn að verki.

Hermenn verða nú sendir á vettvang á „lykilstöðum“ í landinu, meðal annars tónleikum og öðrum samkomum.

22 létu lífið í árásinni í Manchester í gærkvöldi og 59 særðust. Árásin átti sér stað við Manchester Arena þar sem tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariana Grande var nýlokið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×