Stór hluti látinna og særðra á barnsaldri 24. maí 2017 07:00 Fólk kom saman í borginni til að minnast hinna látnu og biðja fyrir hinum særðu. vísir/epa Minnst 22 létust og yfir sextíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena, í Manchester-borg, í fyrrakvöld. Stór hluti látinna og særðra er undir átján ára aldri. Ekki er vitað hvar nokkur börn eru niðurkomin og stendur leit yfir. Þetta er mannskæðasta árásin á breskri grundu frá sprengjuárásum í lestarkerfi Lundúna árið 2005. Þar fórust 56. Sprengingin kvað við undir lok tónleika bandarísku poppstjörnunnar Ariönu Grande um klukkan hálf ellefu að staðartíma. Árásarmaðurinn, hinn 23 ára gamli Salam Abedi, sprengdi sig í loft upp í anddyri hallarinnar þar sem fólk var á leið út af tónleikunum. Abedi var sonur líbískra innflytjenda en fæddist og hafði búið alla sína ævi í Manchester. Talið er að heimatilbúin naglasprengja hafi verið notuð við ódæðisverkið. Samtökin Íslamska ríkið hafa lýst því yfir að sprengjuvargurinn hafi verið á þeirra vegum. Tveir hafa verið handteknir í tengslum við árásina en enn bendir ekkert til að Abedi hafi átt sér samstarfsmenn. Þrjú fórnarlömb sprengingarinnar hafa verið nafngreind. Það eru þær Georgia Callander, átján ára, Saffie Rose Roussos, átta ára, og John Atkinsson, 28 ára. Eftir árásina greip mikil ringulreið um sig þegar tónleikagestirnir, rúmlega 20 þúsund talsins, streymdu út úr höllinni. Leigubílstjórar buðust til að aka fólki endurgjaldslaust í skjól, gistiheimili opnuðu dyr sínar og sömu sögu er að segja af ýmsum íbúum í nágrenni hallarinnar. Allir lögðust á eitt við að hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Elísabet Englandsdrottning fordæmdu báðar árásina í ávörpum í gær. Drottningin sagði að þar hefði verið á ferðinni „hrein villimennska“ og May benti á að þetta væri ein alversta hryðjuverkaárás sem dunið hefði á Bretlandi. Þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn víðsvegar um heiminn fordæmdu árásina einnig. Í þeim hópi voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson. Í samúðarkveðju forseta til Bretadrottningar segir meðal annars að „enginn sem styðji ódæði af þessu tagi verðskuldi skjól í lýðræðissamfélagi“. „Ekkert fær útskýrt viljann til að ráðast á saklaust fólk, á börn, unglinga og foreldra þeirra, eins og gert var með grimmdarverkinu í Manchester í gærkvöldi,“ ritaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Minnst 22 létust og yfir sextíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena, í Manchester-borg, í fyrrakvöld. Stór hluti látinna og særðra er undir átján ára aldri. Ekki er vitað hvar nokkur börn eru niðurkomin og stendur leit yfir. Þetta er mannskæðasta árásin á breskri grundu frá sprengjuárásum í lestarkerfi Lundúna árið 2005. Þar fórust 56. Sprengingin kvað við undir lok tónleika bandarísku poppstjörnunnar Ariönu Grande um klukkan hálf ellefu að staðartíma. Árásarmaðurinn, hinn 23 ára gamli Salam Abedi, sprengdi sig í loft upp í anddyri hallarinnar þar sem fólk var á leið út af tónleikunum. Abedi var sonur líbískra innflytjenda en fæddist og hafði búið alla sína ævi í Manchester. Talið er að heimatilbúin naglasprengja hafi verið notuð við ódæðisverkið. Samtökin Íslamska ríkið hafa lýst því yfir að sprengjuvargurinn hafi verið á þeirra vegum. Tveir hafa verið handteknir í tengslum við árásina en enn bendir ekkert til að Abedi hafi átt sér samstarfsmenn. Þrjú fórnarlömb sprengingarinnar hafa verið nafngreind. Það eru þær Georgia Callander, átján ára, Saffie Rose Roussos, átta ára, og John Atkinsson, 28 ára. Eftir árásina greip mikil ringulreið um sig þegar tónleikagestirnir, rúmlega 20 þúsund talsins, streymdu út úr höllinni. Leigubílstjórar buðust til að aka fólki endurgjaldslaust í skjól, gistiheimili opnuðu dyr sínar og sömu sögu er að segja af ýmsum íbúum í nágrenni hallarinnar. Allir lögðust á eitt við að hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Elísabet Englandsdrottning fordæmdu báðar árásina í ávörpum í gær. Drottningin sagði að þar hefði verið á ferðinni „hrein villimennska“ og May benti á að þetta væri ein alversta hryðjuverkaárás sem dunið hefði á Bretlandi. Þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn víðsvegar um heiminn fordæmdu árásina einnig. Í þeim hópi voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson. Í samúðarkveðju forseta til Bretadrottningar segir meðal annars að „enginn sem styðji ódæði af þessu tagi verðskuldi skjól í lýðræðissamfélagi“. „Ekkert fær útskýrt viljann til að ráðast á saklaust fólk, á börn, unglinga og foreldra þeirra, eins og gert var með grimmdarverkinu í Manchester í gærkvöldi,“ ritaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53