Nefnd í stað fjármagns Katrín Jakobsdóttir skrifar 25. maí 2017 07:00 Stærsta mál hverrar ríkisstjórnar er fjármálaáætlun sem er rammi utan um útgjöld og tekjuöflun samfélagsins til næstu fimm ára. Sú fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi afhjúpar dapra framtíðarsýn þessarar óvinsælu stjórnar. Stjórnmálaflokkarnir fengu skýrar leiðbeiningar frá almenningi fyrir kosningar þegar ríflega 86.500 manns skrifuðu undir áskorun um verulega aukin framlög til heilbrigðisþjónustu. Því miður er þeirri áskorun ekki mætt. Til dæmis er ekki gert ráð fyrir að mæta uppsafnaðri viðbótarfjárþörf Landspítalans þó að allar upplýsingar liggi fyrir um hana frá stjórnendum spítalans. Í staðinn leggur meirihluti fjárlaganefndar til að spítalanum verði skipuð pólitísk stjórn. Háskólarnir bera skarðan hlut frá borði. Fjármálaráðherra hefur beinlínis lýst þeirri framtíðarsýn að stefnt verði að „heilbrigðri fækkun“ háskólanema. Aukning til háskólanna felur fyrst og fremst í sér nýja húsbyggingu sem hefði verið mun ódýrara að ljúka við fyrir nokkrum árum en aukningin verður engin árið 2018 og aðeins 2,1% árið 2019. Þetta er fjarri samþykktum markmiðum Vísinda- og tækniráðs. Þetta er líka fjarri því sem talað var um fyrir kosningar. Í ágúst síðastliðnum samþykkti þáverandi meirihluti Alþingis fjármálaáætlun. Tekist var á um margt í þeirri áætlun en þar var þó skýrt sagt að áætluð hagræðing vegna ákvörðunar ráðherra um að stytta nám til stúdentsprófs myndi skila sér til skólanna. Í núverandi áætlun verða þessi framlög orðin ríflega 1,4 milljörðum lægri árið 2021 en í síðustu áætlun. Varla þarf að taka fram að flokkarnir voru þöglir um þennan niðurskurð fyrir kosningar. Enn vantar fullnægjandi greiningu á áhrifum skattabreytinga á ferðaþjónustu og varhugavert er að lækka efra þrep virðisaukaskatts í þeirri þenslu sem nú er í íslensku samfélagi. Í stuttu máli byggist þetta stærsta plagg ríkisstjórnarinnar á veikum tekjugrunni og snýst um óboðaðan niðurskurð en ekki þá uppbyggingu íslensks velferðarsamfélags sem almenningur kallaði eftir í seinustu kosningum. Við Vinstri-græn leggjumst gegn þessari áætlun því að hún er ekki aðeins metnaðarlaus heldur beinlínis skaðleg. Við viljum samfélagsuppbyggingu fyrir alla og sanngjarna tekjuöflun. Það er hægt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Stærsta mál hverrar ríkisstjórnar er fjármálaáætlun sem er rammi utan um útgjöld og tekjuöflun samfélagsins til næstu fimm ára. Sú fjármálaáætlun sem nú er til umfjöllunar á Alþingi afhjúpar dapra framtíðarsýn þessarar óvinsælu stjórnar. Stjórnmálaflokkarnir fengu skýrar leiðbeiningar frá almenningi fyrir kosningar þegar ríflega 86.500 manns skrifuðu undir áskorun um verulega aukin framlög til heilbrigðisþjónustu. Því miður er þeirri áskorun ekki mætt. Til dæmis er ekki gert ráð fyrir að mæta uppsafnaðri viðbótarfjárþörf Landspítalans þó að allar upplýsingar liggi fyrir um hana frá stjórnendum spítalans. Í staðinn leggur meirihluti fjárlaganefndar til að spítalanum verði skipuð pólitísk stjórn. Háskólarnir bera skarðan hlut frá borði. Fjármálaráðherra hefur beinlínis lýst þeirri framtíðarsýn að stefnt verði að „heilbrigðri fækkun“ háskólanema. Aukning til háskólanna felur fyrst og fremst í sér nýja húsbyggingu sem hefði verið mun ódýrara að ljúka við fyrir nokkrum árum en aukningin verður engin árið 2018 og aðeins 2,1% árið 2019. Þetta er fjarri samþykktum markmiðum Vísinda- og tækniráðs. Þetta er líka fjarri því sem talað var um fyrir kosningar. Í ágúst síðastliðnum samþykkti þáverandi meirihluti Alþingis fjármálaáætlun. Tekist var á um margt í þeirri áætlun en þar var þó skýrt sagt að áætluð hagræðing vegna ákvörðunar ráðherra um að stytta nám til stúdentsprófs myndi skila sér til skólanna. Í núverandi áætlun verða þessi framlög orðin ríflega 1,4 milljörðum lægri árið 2021 en í síðustu áætlun. Varla þarf að taka fram að flokkarnir voru þöglir um þennan niðurskurð fyrir kosningar. Enn vantar fullnægjandi greiningu á áhrifum skattabreytinga á ferðaþjónustu og varhugavert er að lækka efra þrep virðisaukaskatts í þeirri þenslu sem nú er í íslensku samfélagi. Í stuttu máli byggist þetta stærsta plagg ríkisstjórnarinnar á veikum tekjugrunni og snýst um óboðaðan niðurskurð en ekki þá uppbyggingu íslensks velferðarsamfélags sem almenningur kallaði eftir í seinustu kosningum. Við Vinstri-græn leggjumst gegn þessari áætlun því að hún er ekki aðeins metnaðarlaus heldur beinlínis skaðleg. Við viljum samfélagsuppbyggingu fyrir alla og sanngjarna tekjuöflun. Það er hægt.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun