LeBron skákaði Jordan en var auðmjúkur eftir leik: „Datt aldrei í hug að ég gæti náð Mike“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. maí 2017 10:30 LeBron James gæti orðið sá besti frá upphafi. vísir/getty LeBron James skoraði 35 stig í öruggum sigri Cleveland Cavaliers á Boston Celtics í fimmta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA í nótt. Cleveland er komið í lokaúrslitin á móti Golden State Warriors þriðja árið í röð. LeBron skoraði 35 stig í leiknum en hann vantaði 29 stig til að komast fram úr Michael Jordan sem stigahæsti leikmaður úrslitakeppni NBA frá upphafi. Það tókst með þriggja stiga körfu í fjórða leikhluta. Þessi magnaði körfuboltamaður var auðmjúkur á blaðamannafundi eftir leik þar sem hann var spurður út í þennan áfanga og hvernig honum liði að taka svona flott met af þeim besta. „Fyrst og fremst spila ég númer 23 út af Mike. Ég byrjaði að elska leikinn út af honum þegar ég sá hvað hann gat afrekað,“ sagði LeBron. „Þegar þú elst upp við að horfa á Michael Jordan líturðu á hann sem Guð. Mér datt aldrei í hug að ég gæti komist fram úr honum í neinu. Ég byrjaði því að einbeita mér að því að ná öðrum leikmönnum. “ „Það hjálpaði mér að móta minn leik og það stærsta fyrir mig í dag eftir að bæta þetta met er það að ég afrekaði þetta með því að vera bara ég. Ég þarf ekki að skora til að hafa áhrif á körfuboltaleik. Ég hef alltaf viljað hafa áhrif á leikinn með öðru en að skora,“ sagði LeBron. Hann vill ekki meina að hann sé alfarið búinn að ná Jordan á listanum yfir þá bestu en fagnar því að vera í umræðunni ásamt Jordan um þann besta frá upphafi. „Það er bara ótrúlegt að nafnið mitt sé sagt í sömu setningu þess sem er sá besti allra tíma. Ég gerði allt eins og Mike þegar ég var lítill. Ég varð reyndar ekki sköllóttur eins og hann en það styttist í það. Það gerist samt eftir ferilinn,“ sagði LeBron James. Blaðamannafundinn og körfuna sem kom LeBron upp fyrir Jordan má sjá hér að neðan. NBA Tengdar fréttir LeBron tók fram úr Jordan og komst í úrslit sjöunda árið í röð | Myndband Cleveland Cavaliers pakkaði Boston Celtics saman í leik fimm og vann austrið. 26. maí 2017 07:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
LeBron James skoraði 35 stig í öruggum sigri Cleveland Cavaliers á Boston Celtics í fimmta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA í nótt. Cleveland er komið í lokaúrslitin á móti Golden State Warriors þriðja árið í röð. LeBron skoraði 35 stig í leiknum en hann vantaði 29 stig til að komast fram úr Michael Jordan sem stigahæsti leikmaður úrslitakeppni NBA frá upphafi. Það tókst með þriggja stiga körfu í fjórða leikhluta. Þessi magnaði körfuboltamaður var auðmjúkur á blaðamannafundi eftir leik þar sem hann var spurður út í þennan áfanga og hvernig honum liði að taka svona flott met af þeim besta. „Fyrst og fremst spila ég númer 23 út af Mike. Ég byrjaði að elska leikinn út af honum þegar ég sá hvað hann gat afrekað,“ sagði LeBron. „Þegar þú elst upp við að horfa á Michael Jordan líturðu á hann sem Guð. Mér datt aldrei í hug að ég gæti komist fram úr honum í neinu. Ég byrjaði því að einbeita mér að því að ná öðrum leikmönnum. “ „Það hjálpaði mér að móta minn leik og það stærsta fyrir mig í dag eftir að bæta þetta met er það að ég afrekaði þetta með því að vera bara ég. Ég þarf ekki að skora til að hafa áhrif á körfuboltaleik. Ég hef alltaf viljað hafa áhrif á leikinn með öðru en að skora,“ sagði LeBron. Hann vill ekki meina að hann sé alfarið búinn að ná Jordan á listanum yfir þá bestu en fagnar því að vera í umræðunni ásamt Jordan um þann besta frá upphafi. „Það er bara ótrúlegt að nafnið mitt sé sagt í sömu setningu þess sem er sá besti allra tíma. Ég gerði allt eins og Mike þegar ég var lítill. Ég varð reyndar ekki sköllóttur eins og hann en það styttist í það. Það gerist samt eftir ferilinn,“ sagði LeBron James. Blaðamannafundinn og körfuna sem kom LeBron upp fyrir Jordan má sjá hér að neðan.
NBA Tengdar fréttir LeBron tók fram úr Jordan og komst í úrslit sjöunda árið í röð | Myndband Cleveland Cavaliers pakkaði Boston Celtics saman í leik fimm og vann austrið. 26. maí 2017 07:30 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
LeBron tók fram úr Jordan og komst í úrslit sjöunda árið í röð | Myndband Cleveland Cavaliers pakkaði Boston Celtics saman í leik fimm og vann austrið. 26. maí 2017 07:30