Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - FH 2-2 | Jafnt í stórleiknum Árni Jóhannsson skrifar 28. maí 2017 22:45 Óskar Örn Hauksson skoraði fyrra mark KR. Vísir/Eyþór KR og FH skildu jöfn, 2-2, í lokaleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Kristján Flóki Finnbogason kom FH yfir á 42. mínútu en Óskar Örn Hauksson jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks. Atli Guðnason kom FH aftur yfir á 67. mínútu en 10 mínútum fyrir leikslok jafnaði Arnór Sveinn Aðalsteinsson metin og tryggði KR stig. KR er í 5. sæti deildarinnar með sjö stig en FH í því áttunda með sex stig.Afhverju endaði leikurinn með jafntefli?Leikir KR og FH hafa í gegnum tíðina einkennst af mikilli spennu þar sem góð knattspyrnulið etja kappi við hvort annað. Sú var raunin einnig í kvöld. Fyrri hálfleikur var daufari en sá seinni en fyrstu 45 mínúturnar nýttu liðin til að þreifa á hvort öðru án þess þó að skapa sér mörg færi. KR-ingar voru þó hættulegri og með réttu hefðu getað sett eins og eitt mark en það voru þó FH-ingar sem nýttu færið sem þeir sköpuðu sér í lok hans. Seinni hálfleikur var fjörugri og ákafari og á fyrstu fimm mínútum hans voru komin fleiri færi en í öllum fyrri hálfleiknum. Liðin nýttu færin sín betur enda litu þrjú mörk dagsins ljós í seinni hálfleik og þar við sat. Bæði lið sýndu þó viljann til að reyna að ná í öll stigin. Jafntefli verður að segjast vera sanngjörn niðurstaða en gerir lítið fyrir þau þegar litið er á stigatöfluna.Hverjir stóðu upp úr?Hjá KR var Óskar Örn Hauksson allt í öllu, spilið fór í gegnum hann og var hann duglegur að reyna að sprengja upp vörn FH-inga. Að auki skoraði hann stórgott mark og hefði getað bætt við fleiri. Í vörn KR stóð Skúli Jón Friðgeirsson sig vel og stoppaði ófáar sóknarlotur gestanna þegar á þurfti að halda. Hjá FH var Gunnar Nielsen bestur þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk en í öðru marki breytti boltinn um stefnu og í því fyrra hafi hann hendi á boltanum en náði ekki að stöðva það. Það má segja að ef FH hefði ekki notið krafta hans í kvöld er óvíst að þeir hafi fengið nokkuð út úr leiknum en í nokkrum sinnum varði kappinn stórkostlega þegar KR-ingar voru komnir í mjög góða stöðu. Félagi hans Kassim Doumbia óx með hverri mínútunni í leiknum og sá hann til þess í lok leiksins að KR-ingar komust ekki nær því að stela sigrinum en raunin varð.Hvað gekk illa?Það verður að segjast að það hafi verið lítið sem gekk illa þannig lagað í leiknum. Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi lengi vel í leiknum, KR gekk ögn betur á meðan FH nýtti sín færi betur en leikurinn var mjög vel leikinn og sést það vel að á vellinum voru tvö af betri liðum landsins að spila fótbolta. Glufurnar voru fáar en þegar vel tókst til urðu til virkilega góð færi.Hvað gerist næst?Stigið gerir meira fyrir KR í fljótu bragði en þeir lyfta sér upp í fimmta sæti á meðan FH situr eftir í því áttunda fyrir leik. Bikarkeppnin tekur við í næsta leik en í sjöttu umferð er enn eitt stóra prófið fyrir FH þegar þeir fá Stjörnumenn í heimsókn sem eru í efsta sæti deildarinnar. KR-ingar verða einnig gestgjafar og taka á móti Grindavík í Frostaskjóli en Grindvíkingar eru engin lömb að leika sér við en þeir lögðu Valsmenn fyrr í kvöld og eru í roknastuði. Pepsi deildin í ár ætlar að verða mjög skemmtileg ef litið er til úrslita og leikjanna sem búnir eru.Vísir/EyþórHeimir Guðjónsson: Framför hjá FH síðan í seinasta leik Þjálfari FH taldi niðurstöðu leiksins hafa verið sanngjarna eftir að lið hans, FH, gerði jafntefli við KR í Frostaskjólinu í kvöld „Já ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit en það voru vonbrigði að fá á sig annað markið sem var heldur klaufalegt. Engu að síður var þetta mikil framför hjá okkur frá í seinasta leik“. Heimir var spurður að því hvort staða liðanna sem hafi mæst í kvöld hafi litað það hvernig leikurinn spilaðist. „Jú eflaust en mér fannst bæði lið vilja vinna þennan leik og sýna. Það sem kannski vantaði hjá okkur þegar leið á leikinn var að halda boltanum betur innan liðsins, það voru ákveðnar opnanir fyrir okkur sem við náðum ekki að nýta okkur nógu vel“. „Þetta jafntefli gerir ekki mikið fyrir okkur en þetta er þó framför í spilamennsku og gefur okkur eitthvað til að byggja á. Við eigum næst erfiðan leik við Selfoss í bikarnum og við þurfum að vera klárir þá“, sagði þjálfari FH að lokum þegar hann var spurður út í þýðinguna fyrir liðið að hafa náð í eitt stig í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir sem fylgja fréttinni.Vísir/EyþórWillum Þór Þórsson: Þetta stig mun telja þegar sigrarnir koma Þjálfari KR var ekki sammála kollega sínum hjá FH þegar hann var spurður að því hvort jafntefli hafi verið sanngjörn niðurstaða úr leik liðanna fyrr í kvöld. „Nei mér fannst þetta ekki sanngjarnt, mér fannst við vera miklu betri aðilinn í leiknum og spiluðum feyki vel. Að sama skapi er það virkilega erfitt að koma tvisvar sinnum til baka á móti jafn sterku liði og FH þannig að við gerðum okkur lífið dálítið erfitt þar sem við erum að yfirspila andstæðinginn og skapa okkur fullt af færum sem við ekki nýtum. Svo fáum við á okkur mark úr fyrstu sókn þeirra nánast“. „Við sýnum hinsvegar mjög sterkan karakter að koma til baka í bæði skiptin og erum miklu líklegri aðilinn til að sigra en það er náttúrlega ekkert spurt að því í fótbolta. Við verðum bara að verjast miklu betur og þá rúlla inn fleiri punktar“. Willum var spurður, eins og Heimir, að því hvort leikurinn hafi litast af stöðunni sem liðin voru í fyrir leik. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að álykta þannig en ég man ekki eftir öðru á milli þessara tveggja en áköfum leik. Mér fannst fótboltinn hér í dag frábær þar sem tempóið verður ekki meira í íslenskum fótbolta en sást hér í dag“. Gunnar Nielsen átti eins og áður segir stórleik í marki FH og var Willum spurður hvort hann teldi að gestirnir hefðu getað þakkað honum fyrir að fara úr Frostaskjólinu með einn punkt. „Það virðist vera saga tímabilsins hingað til að markverðir eigi góðan leik á móti okkur. Hann var sannarlega góður og held ég hafi bjargað stigi fyrir FH hér í dag“. „Auðvitað gerir jafnteflið eitthvað fyrir KR, við fáum einn punkt, þó að við viljum alltaf vinna á heimavelli þannig að við erum ekki allskostar sáttir en við verðum að virða stigið. Við berum svo sannarlega virðingu fyrir öllum andstæðingum okkar í þessari deild þannig að við þurfum að berjast fyrir hverjum punkti og fögnum þessum punkti. Þetta stig mun telja þegar sigrarnir koma“, sagði Willum að lokum um það hvort jafnteflið gerði eitthvað fyrir KR.Vísir/EyþórEinkunnir:KR: Sindri Snær Jensson 5 (M), Skúli Jón Friðgeirsson 7, Indriði Sigurðsson (F) 5, Robert Sandnes 5, Morten Beck 5, Pálmi Rafn Pálmason 6, Finnur Orri Margeirsson 6, Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7, Óskar Örn Hauksson 8, Kennie Chopart 6, Tobias Thomsen 5.FH: Gunnar Nielsen 8 (Maður leiksins), Bergsveinn Ólafsson 6, Kassim Doumbia 6, Böðar Böðvarsson 5, Jonathan Hendrickx 5, Davíð Þór Viðarsson 6, Robbie Crawford 5, Halldór Orri Björnsson 4, Atli Guðnason 6, Steven Lennon 4, Kristján Flóki Finnbogason 7.Vísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/Eyþór Pepsi Max-deild karla
KR og FH skildu jöfn, 2-2, í lokaleik 5. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld. Kristján Flóki Finnbogason kom FH yfir á 42. mínútu en Óskar Örn Hauksson jafnaði metin í upphafi seinni hálfleiks. Atli Guðnason kom FH aftur yfir á 67. mínútu en 10 mínútum fyrir leikslok jafnaði Arnór Sveinn Aðalsteinsson metin og tryggði KR stig. KR er í 5. sæti deildarinnar með sjö stig en FH í því áttunda með sex stig.Afhverju endaði leikurinn með jafntefli?Leikir KR og FH hafa í gegnum tíðina einkennst af mikilli spennu þar sem góð knattspyrnulið etja kappi við hvort annað. Sú var raunin einnig í kvöld. Fyrri hálfleikur var daufari en sá seinni en fyrstu 45 mínúturnar nýttu liðin til að þreifa á hvort öðru án þess þó að skapa sér mörg færi. KR-ingar voru þó hættulegri og með réttu hefðu getað sett eins og eitt mark en það voru þó FH-ingar sem nýttu færið sem þeir sköpuðu sér í lok hans. Seinni hálfleikur var fjörugri og ákafari og á fyrstu fimm mínútum hans voru komin fleiri færi en í öllum fyrri hálfleiknum. Liðin nýttu færin sín betur enda litu þrjú mörk dagsins ljós í seinni hálfleik og þar við sat. Bæði lið sýndu þó viljann til að reyna að ná í öll stigin. Jafntefli verður að segjast vera sanngjörn niðurstaða en gerir lítið fyrir þau þegar litið er á stigatöfluna.Hverjir stóðu upp úr?Hjá KR var Óskar Örn Hauksson allt í öllu, spilið fór í gegnum hann og var hann duglegur að reyna að sprengja upp vörn FH-inga. Að auki skoraði hann stórgott mark og hefði getað bætt við fleiri. Í vörn KR stóð Skúli Jón Friðgeirsson sig vel og stoppaði ófáar sóknarlotur gestanna þegar á þurfti að halda. Hjá FH var Gunnar Nielsen bestur þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk en í öðru marki breytti boltinn um stefnu og í því fyrra hafi hann hendi á boltanum en náði ekki að stöðva það. Það má segja að ef FH hefði ekki notið krafta hans í kvöld er óvíst að þeir hafi fengið nokkuð út úr leiknum en í nokkrum sinnum varði kappinn stórkostlega þegar KR-ingar voru komnir í mjög góða stöðu. Félagi hans Kassim Doumbia óx með hverri mínútunni í leiknum og sá hann til þess í lok leiksins að KR-ingar komust ekki nær því að stela sigrinum en raunin varð.Hvað gekk illa?Það verður að segjast að það hafi verið lítið sem gekk illa þannig lagað í leiknum. Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi lengi vel í leiknum, KR gekk ögn betur á meðan FH nýtti sín færi betur en leikurinn var mjög vel leikinn og sést það vel að á vellinum voru tvö af betri liðum landsins að spila fótbolta. Glufurnar voru fáar en þegar vel tókst til urðu til virkilega góð færi.Hvað gerist næst?Stigið gerir meira fyrir KR í fljótu bragði en þeir lyfta sér upp í fimmta sæti á meðan FH situr eftir í því áttunda fyrir leik. Bikarkeppnin tekur við í næsta leik en í sjöttu umferð er enn eitt stóra prófið fyrir FH þegar þeir fá Stjörnumenn í heimsókn sem eru í efsta sæti deildarinnar. KR-ingar verða einnig gestgjafar og taka á móti Grindavík í Frostaskjóli en Grindvíkingar eru engin lömb að leika sér við en þeir lögðu Valsmenn fyrr í kvöld og eru í roknastuði. Pepsi deildin í ár ætlar að verða mjög skemmtileg ef litið er til úrslita og leikjanna sem búnir eru.Vísir/EyþórHeimir Guðjónsson: Framför hjá FH síðan í seinasta leik Þjálfari FH taldi niðurstöðu leiksins hafa verið sanngjarna eftir að lið hans, FH, gerði jafntefli við KR í Frostaskjólinu í kvöld „Já ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit en það voru vonbrigði að fá á sig annað markið sem var heldur klaufalegt. Engu að síður var þetta mikil framför hjá okkur frá í seinasta leik“. Heimir var spurður að því hvort staða liðanna sem hafi mæst í kvöld hafi litað það hvernig leikurinn spilaðist. „Jú eflaust en mér fannst bæði lið vilja vinna þennan leik og sýna. Það sem kannski vantaði hjá okkur þegar leið á leikinn var að halda boltanum betur innan liðsins, það voru ákveðnar opnanir fyrir okkur sem við náðum ekki að nýta okkur nógu vel“. „Þetta jafntefli gerir ekki mikið fyrir okkur en þetta er þó framför í spilamennsku og gefur okkur eitthvað til að byggja á. Við eigum næst erfiðan leik við Selfoss í bikarnum og við þurfum að vera klárir þá“, sagði þjálfari FH að lokum þegar hann var spurður út í þýðinguna fyrir liðið að hafa náð í eitt stig í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir sem fylgja fréttinni.Vísir/EyþórWillum Þór Þórsson: Þetta stig mun telja þegar sigrarnir koma Þjálfari KR var ekki sammála kollega sínum hjá FH þegar hann var spurður að því hvort jafntefli hafi verið sanngjörn niðurstaða úr leik liðanna fyrr í kvöld. „Nei mér fannst þetta ekki sanngjarnt, mér fannst við vera miklu betri aðilinn í leiknum og spiluðum feyki vel. Að sama skapi er það virkilega erfitt að koma tvisvar sinnum til baka á móti jafn sterku liði og FH þannig að við gerðum okkur lífið dálítið erfitt þar sem við erum að yfirspila andstæðinginn og skapa okkur fullt af færum sem við ekki nýtum. Svo fáum við á okkur mark úr fyrstu sókn þeirra nánast“. „Við sýnum hinsvegar mjög sterkan karakter að koma til baka í bæði skiptin og erum miklu líklegri aðilinn til að sigra en það er náttúrlega ekkert spurt að því í fótbolta. Við verðum bara að verjast miklu betur og þá rúlla inn fleiri punktar“. Willum var spurður, eins og Heimir, að því hvort leikurinn hafi litast af stöðunni sem liðin voru í fyrir leik. „Mér finnst ekkert óeðlilegt að álykta þannig en ég man ekki eftir öðru á milli þessara tveggja en áköfum leik. Mér fannst fótboltinn hér í dag frábær þar sem tempóið verður ekki meira í íslenskum fótbolta en sást hér í dag“. Gunnar Nielsen átti eins og áður segir stórleik í marki FH og var Willum spurður hvort hann teldi að gestirnir hefðu getað þakkað honum fyrir að fara úr Frostaskjólinu með einn punkt. „Það virðist vera saga tímabilsins hingað til að markverðir eigi góðan leik á móti okkur. Hann var sannarlega góður og held ég hafi bjargað stigi fyrir FH hér í dag“. „Auðvitað gerir jafnteflið eitthvað fyrir KR, við fáum einn punkt, þó að við viljum alltaf vinna á heimavelli þannig að við erum ekki allskostar sáttir en við verðum að virða stigið. Við berum svo sannarlega virðingu fyrir öllum andstæðingum okkar í þessari deild þannig að við þurfum að berjast fyrir hverjum punkti og fögnum þessum punkti. Þetta stig mun telja þegar sigrarnir koma“, sagði Willum að lokum um það hvort jafnteflið gerði eitthvað fyrir KR.Vísir/EyþórEinkunnir:KR: Sindri Snær Jensson 5 (M), Skúli Jón Friðgeirsson 7, Indriði Sigurðsson (F) 5, Robert Sandnes 5, Morten Beck 5, Pálmi Rafn Pálmason 6, Finnur Orri Margeirsson 6, Arnór Sveinn Aðalsteinsson 7, Óskar Örn Hauksson 8, Kennie Chopart 6, Tobias Thomsen 5.FH: Gunnar Nielsen 8 (Maður leiksins), Bergsveinn Ólafsson 6, Kassim Doumbia 6, Böðar Böðvarsson 5, Jonathan Hendrickx 5, Davíð Þór Viðarsson 6, Robbie Crawford 5, Halldór Orri Björnsson 4, Atli Guðnason 6, Steven Lennon 4, Kristján Flóki Finnbogason 7.Vísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/EyþórVísir/Eyþór
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti