Fótbolti

Börsungar kvöddu Enrique með þriðja bikarmeistaratitlinum í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Messi skoraði eitt mark og lagði upp annað.
Messi skoraði eitt mark og lagði upp annað. vísir/getty
Barcelona varð í kvöld spænskur meistari þriðja árið í röð eftir 3-1 sigur á Alavés í úrslitaleik á Vicente Calderón í kvöld. Þetta er jafnframt í 29. sinn sem Barcelona verður bikarmeistari sem er met.

Lionel Messi kom Barcelona yfir eftir hálftíma leik en aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Theo Hernández, lánsmaður frá Atlético Madrid, metin fyrir Alavés.

Neymar kom Börsungum aftur yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks og í uppbótartíma jók Paco Alcácer muninn í 3-1. Hann skoraði þá eftir magnaðan sprett og sendingu Messi.

Seinni hálfleikurinn var öllu rólegri og mörkin urðu ekki fleiri. Lokatölur 3-1, Barcelona í vil.

Þetta var síðasti leikur Barcelona undir stjórn Luis Enrique sem er að hætta með liðið eftir þriggja ára starf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×