Samningur Silicor Materials um raforku rann út Haraldur Guðmundsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Samningur Silicor Materials og Orku náttúrunnar um 40 megavött af raforku var undirritaður í september 2015. Mynd/ON Samkomulag sem átti að tryggja Silicor Materials tæplega helming þeirrar raforku sem fyrirhugað sólarkísilver bandaríska fyrirtækisins á Grundartanga þarf rann út í lok mars. Verksmiðjan er því rafmagnslaus og þurfa forsvarsmenn hennar nú að endursemja við Orku náttúrunnar og halda áfram viðræðum við Landsvirkjun sem hafa staðið yfir með hléum í á fjórða ár. Fjármögnun þessa stærsta kísilverkefnis landsins miðar hægt og í haust rennur út lokafrestur um gildistöku samnings um lóð undir verksmiðjuna. „Menn eru enn í viðræðum við Orku náttúrunnar. Það sem þarf að gera er að setjast niður og semja um framhaldið. Við erum nú að vonast til að það verði gert,“ segir Davíð Stefánsson, stjórnarmaður í Silicor Materials Iceland Holding hf. og talsmaður fyrirtækisins hér á landi. Davíð Stefánsson, talsmaður Silicor Materials á Íslandi.Sömdu haustið 2015 Stjórnendur ON, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, skrifuðu undir viljayfirlýsingu um sölu á 35 megavöttum af raforku til Silicor Materials í júlí 2014. Afhending orkunnar átti þá að hefjast árið 2016 en engin áform um byggingu nýrra virkjana fylgdi samkomulaginu. Fréttablaðið hafði fimm mánuðum áður greint frá áformum Silicor um byggingu risaverksmiðjunnar á Grundartanga sem þarf 85 megavött á ári í fullum afköstum. Var þá gert ráð fyrir kísilveri sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af sólarkísil á ári og skapað um 450 störf. Viðræður við Landsvirkjun um kaup á þeim megavöttum sem verksmiðjan þarf til viðbótar voru þá hafnar og til stóð að framkvæmdir á lóðinni færu af stað í árslok 2014 og verksmiðjan tæki til starfa um tveimur árum síðar. Silicor samdi í mars 2015 við þýska stórfyrirtækið SMS Siemag um kaup á tækjum og vélum fyrir verksmiðjuna. Sá samningur var á þeim tíma metinn á 70 milljarða króna og fjórum mánuðum síðar náðust samningar við danska verktakafyrirtækið MT Højgaard um byggingu verksmiðjuhússins. Var þar um framkvæmd upp á tæpa 30 milljarða króna að ræða miðað við þáverandi gengi. Samningur um sölu ON á 40 megavöttum til verksmiðjunnar var undirritaður í september 2015. Um var að ræða fyrsta raforkusölusamning ON við stórnotanda eftir að fyrirtækið tók við virkjanarekstri og raforkusölu móðurfélagsins í ársbyrjun 2014. Samningurinn var undirritaður við athöfn í Elliðaárstöðinni í Reykjavík og þá tilkynnt að upphæð hans væri í Bandaríkjadölum og verðið fyrir orkuna hærra en það sem ON hefði áður fengið fyrir sama magn. Samningurinn var til fimmtán ára, með möguleika á framlengingu, og átti afhending orkunnar að hefjast árið 2018. Í kjölfarið var gerður skilmálasamningur við Landsvirkjun með þeim fyrirvara að ríkisfyrirtækið gæti ekki afhent orkuna fyrr en árið 2020. Endanlegt samkomulag við Landsvirkjun er enn ófrágengið. „Það eru enn þá í gangi viðræður við Landsvirkjun. Ég veit ekki betur, en núna hefur verkefnið verið í svolitlum hægagangi og því eru þessi mál öll í biðstöðu,“ segir Davíð.Hefur áhuga Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, segir orkufyrirtækið ekki geta svarað spurningum Markaðarins „um efni trúnaðarsamninga sem við gerum eða um það hvort eða hvaða forsendur hafa eða hafa ekki gengið eftir“. „Því vísa ég því frá mér að svara spurningum þínum á þessu stigi málsins varðandi málefni sem bundin eru trúnaði milli samningsaðila,“ segir í skriflegu svari Bjarna. Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra HS Orku, skrifaði fyrirtækið undir viljayfirlýsingu um sölu á fimm megavöttum til Silicor Materials í júlí 2015. „Upphafleg tímasetning hennar er runnin og aðilar máls eru í góðum viðræðum um framhald málsins, þannig að það er alls ekki út úr myndinni,“ segir í svari Ásgeirs við fyrirspurn Markaðarins.Silicor Material vill byggja á Katanesi á Grundartanga.Verkefni í biðstöðu Heildarfjárfesting verksmiðjunnar, sem á að framleiða sólarkísil fyrir sólarhlöð, nemur um 900 milljónum Bandaríkjadala eða jafnvirði 95 milljarða króna. Fyrri hluta fjármögnunar hennar lauk í ágúst 2015 en þar var um að ræða fjórtán milljarða króna hlutafjársöfnun. Samkvæmt fréttatilkynningu lagði samlagshlutafélagið Sunnuvellir, í eigu íslenskra lífeyrissjóða og fagfjárfesta, þá fram tæplega sex milljarða eiginfjárframlag. Átta milljarðar ættu að koma frá Hudson Clean Energy Partners, bandarísku fjárfestingarfélagi sem sérhæfir sig í verkefnum í endurnýtanlegri orku, og þýska iðnfyrirtækinu SMS Siemag. Fréttablaðið greindi í byrjun janúar frá óánægju sem gætir meðal íslenskra einkafjárfesta sem tóku þátt í hlutafjársöfnuninni. Hún stafi af því hversu hægt fjármögnun verksmiðjunnar miðar, en seinni hluta hennar átti að vera lokið haustið 2016, og að það hefði komið nokkrum fjárfestum á óvart hversu langan tíma það hefur tekið að tryggja verkefninu eigið fé, lánsfjármögnun og þá raforku sem til þarf. Fjárfestarnir eiga alls 3,5 prósent í Silicor Materials Iceland Holding í gegnum sex einkahlutafélög. Auðmennirnir Sigurður Sigurgeirsson, byggingaverktaki í Kópavogi, Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi hluthafi í spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma, og hjónin og fjárfestarnir Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir fjárfestu öll í verkefninu. Það gerðu einnig þeir Ingi Guðjónsson, stofnandi Lyfju og viðskiptafélagi Jóns Árna í Invent Farma, Berglind Björk Jónsdóttir, fjárfestir og tónlistarkennari, og eigendur Málningar hf. í Kópavogi. Seinni hlutanum átti að ljúka með lánsfjármögnun Þróunarbanka Þýskalands KfW. Samkvæmt umfjöllun Viðskiptablaðsins um verkefnið á þýski bankinn að standa undir 60 prósentum af heildarkostnaðinum. Ein helsta ástæðan fyrir því að ekki er búið að klára þá fjármögnun sé sú að bankinn geri meðal annars kröfu um að strategískur iðnaðarfjárfestir taki þátt í verkefninu. „Fjármögnunin og aðrir þættir verkefnisins eru eiginlega í biðstöðu. Nú er beðið eftir niðurstöðu dómsmálsins fyrir héraðsdómi og við erum að fara yfir alla samninga en að öðru leyti er voða lítið að frétta,“ segir Davíð.Þið stefnið þó enn að því að byggja verksmiðjuna? Það hefur komið fram að þið íhugið að minnka verkefnið? „Það er eitt sem menn hafa verið að skoða eða það að minnka verkefnið. En það er of snemmt að tala eitthvað um það fyrr en þær upplýsingar liggja fyrir. Menn hafa enn þá áform um að fara í þetta verkefni en þetta er mikið langhlaup eins og flest þessi verkefni eru,“ segir Davíð.Hvenær gerið þið þá ráð fyrir að framkvæmdir hefjist?„Það er ekkert sem ég get gefið út.“Frestur fram á haust Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 19. mars í fyrra að helstu samningar um fjármögnun sólarkísilversins væru á lokastigi. Ef fjármögnun verkefnisins klárast hefur fyrirtækið aftur á móti gefið út að það muni ekki hefja framkvæmdir fyrr en Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt í máli sem Kjósarhreppur, Umhverfisvaktin við Hvalfjörð og fjöldi einstaklinga, þar á meðal Skúli Mogensen, forstjóri WOW air og landeigandi í Hvalfirði, höfðuðu gegn Silicor, Skipulagsstofnun og íslenska ríkinu. Aðalmeðferð í málinu hófst í febrúar en þar reyna stefnendur að fá hnekkt ákvörðun Skipulagsstofnunar um að verksmiðjan þurfi ekki að fara í umhverfismat. Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins eru einnig undir tímapressu frá Faxaflóahöfnum. Í maí árið 2014 var skrifað undir viljayfirlýsingu um að Silicor fengi lóð á Grundartanga undir sína starfsemi. Ári síðar var undirritaður samningur um lóðaleigu, lóðagjald og afnot af höfn sem átti að taka gildi í apríl 2016. Líkt og með samninginn við Orku náttúrunnar var samið við Faxaflóahafnir með fyrirvara um að fjármögnun verksmiðjunnar kláraðist. Faxaflóahafnir gáfu Silicor lokafrest í janúar á gildistöku samninganna sem undirritaðir voru vorið 2015. Hefur fyrirtækið nú fram til septembermánaðar áður en það þarf að standa skil á gjöldum til eiganda lóðarinnar. Kjósarhreppur Lyf Orkumál Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Samkomulag sem átti að tryggja Silicor Materials tæplega helming þeirrar raforku sem fyrirhugað sólarkísilver bandaríska fyrirtækisins á Grundartanga þarf rann út í lok mars. Verksmiðjan er því rafmagnslaus og þurfa forsvarsmenn hennar nú að endursemja við Orku náttúrunnar og halda áfram viðræðum við Landsvirkjun sem hafa staðið yfir með hléum í á fjórða ár. Fjármögnun þessa stærsta kísilverkefnis landsins miðar hægt og í haust rennur út lokafrestur um gildistöku samnings um lóð undir verksmiðjuna. „Menn eru enn í viðræðum við Orku náttúrunnar. Það sem þarf að gera er að setjast niður og semja um framhaldið. Við erum nú að vonast til að það verði gert,“ segir Davíð Stefánsson, stjórnarmaður í Silicor Materials Iceland Holding hf. og talsmaður fyrirtækisins hér á landi. Davíð Stefánsson, talsmaður Silicor Materials á Íslandi.Sömdu haustið 2015 Stjórnendur ON, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, skrifuðu undir viljayfirlýsingu um sölu á 35 megavöttum af raforku til Silicor Materials í júlí 2014. Afhending orkunnar átti þá að hefjast árið 2016 en engin áform um byggingu nýrra virkjana fylgdi samkomulaginu. Fréttablaðið hafði fimm mánuðum áður greint frá áformum Silicor um byggingu risaverksmiðjunnar á Grundartanga sem þarf 85 megavött á ári í fullum afköstum. Var þá gert ráð fyrir kísilveri sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af sólarkísil á ári og skapað um 450 störf. Viðræður við Landsvirkjun um kaup á þeim megavöttum sem verksmiðjan þarf til viðbótar voru þá hafnar og til stóð að framkvæmdir á lóðinni færu af stað í árslok 2014 og verksmiðjan tæki til starfa um tveimur árum síðar. Silicor samdi í mars 2015 við þýska stórfyrirtækið SMS Siemag um kaup á tækjum og vélum fyrir verksmiðjuna. Sá samningur var á þeim tíma metinn á 70 milljarða króna og fjórum mánuðum síðar náðust samningar við danska verktakafyrirtækið MT Højgaard um byggingu verksmiðjuhússins. Var þar um framkvæmd upp á tæpa 30 milljarða króna að ræða miðað við þáverandi gengi. Samningur um sölu ON á 40 megavöttum til verksmiðjunnar var undirritaður í september 2015. Um var að ræða fyrsta raforkusölusamning ON við stórnotanda eftir að fyrirtækið tók við virkjanarekstri og raforkusölu móðurfélagsins í ársbyrjun 2014. Samningurinn var undirritaður við athöfn í Elliðaárstöðinni í Reykjavík og þá tilkynnt að upphæð hans væri í Bandaríkjadölum og verðið fyrir orkuna hærra en það sem ON hefði áður fengið fyrir sama magn. Samningurinn var til fimmtán ára, með möguleika á framlengingu, og átti afhending orkunnar að hefjast árið 2018. Í kjölfarið var gerður skilmálasamningur við Landsvirkjun með þeim fyrirvara að ríkisfyrirtækið gæti ekki afhent orkuna fyrr en árið 2020. Endanlegt samkomulag við Landsvirkjun er enn ófrágengið. „Það eru enn þá í gangi viðræður við Landsvirkjun. Ég veit ekki betur, en núna hefur verkefnið verið í svolitlum hægagangi og því eru þessi mál öll í biðstöðu,“ segir Davíð.Hefur áhuga Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, segir orkufyrirtækið ekki geta svarað spurningum Markaðarins „um efni trúnaðarsamninga sem við gerum eða um það hvort eða hvaða forsendur hafa eða hafa ekki gengið eftir“. „Því vísa ég því frá mér að svara spurningum þínum á þessu stigi málsins varðandi málefni sem bundin eru trúnaði milli samningsaðila,“ segir í skriflegu svari Bjarna. Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Margeirssyni, forstjóra HS Orku, skrifaði fyrirtækið undir viljayfirlýsingu um sölu á fimm megavöttum til Silicor Materials í júlí 2015. „Upphafleg tímasetning hennar er runnin og aðilar máls eru í góðum viðræðum um framhald málsins, þannig að það er alls ekki út úr myndinni,“ segir í svari Ásgeirs við fyrirspurn Markaðarins.Silicor Material vill byggja á Katanesi á Grundartanga.Verkefni í biðstöðu Heildarfjárfesting verksmiðjunnar, sem á að framleiða sólarkísil fyrir sólarhlöð, nemur um 900 milljónum Bandaríkjadala eða jafnvirði 95 milljarða króna. Fyrri hluta fjármögnunar hennar lauk í ágúst 2015 en þar var um að ræða fjórtán milljarða króna hlutafjársöfnun. Samkvæmt fréttatilkynningu lagði samlagshlutafélagið Sunnuvellir, í eigu íslenskra lífeyrissjóða og fagfjárfesta, þá fram tæplega sex milljarða eiginfjárframlag. Átta milljarðar ættu að koma frá Hudson Clean Energy Partners, bandarísku fjárfestingarfélagi sem sérhæfir sig í verkefnum í endurnýtanlegri orku, og þýska iðnfyrirtækinu SMS Siemag. Fréttablaðið greindi í byrjun janúar frá óánægju sem gætir meðal íslenskra einkafjárfesta sem tóku þátt í hlutafjársöfnuninni. Hún stafi af því hversu hægt fjármögnun verksmiðjunnar miðar, en seinni hluta hennar átti að vera lokið haustið 2016, og að það hefði komið nokkrum fjárfestum á óvart hversu langan tíma það hefur tekið að tryggja verkefninu eigið fé, lánsfjármögnun og þá raforku sem til þarf. Fjárfestarnir eiga alls 3,5 prósent í Silicor Materials Iceland Holding í gegnum sex einkahlutafélög. Auðmennirnir Sigurður Sigurgeirsson, byggingaverktaki í Kópavogi, Jón Árni Ágústsson, fyrrverandi hluthafi í spænska lyfjafyrirtækinu Invent Farma, og hjónin og fjárfestarnir Finnur Reyr Stefánsson og Steinunn Jónsdóttir fjárfestu öll í verkefninu. Það gerðu einnig þeir Ingi Guðjónsson, stofnandi Lyfju og viðskiptafélagi Jóns Árna í Invent Farma, Berglind Björk Jónsdóttir, fjárfestir og tónlistarkennari, og eigendur Málningar hf. í Kópavogi. Seinni hlutanum átti að ljúka með lánsfjármögnun Þróunarbanka Þýskalands KfW. Samkvæmt umfjöllun Viðskiptablaðsins um verkefnið á þýski bankinn að standa undir 60 prósentum af heildarkostnaðinum. Ein helsta ástæðan fyrir því að ekki er búið að klára þá fjármögnun sé sú að bankinn geri meðal annars kröfu um að strategískur iðnaðarfjárfestir taki þátt í verkefninu. „Fjármögnunin og aðrir þættir verkefnisins eru eiginlega í biðstöðu. Nú er beðið eftir niðurstöðu dómsmálsins fyrir héraðsdómi og við erum að fara yfir alla samninga en að öðru leyti er voða lítið að frétta,“ segir Davíð.Þið stefnið þó enn að því að byggja verksmiðjuna? Það hefur komið fram að þið íhugið að minnka verkefnið? „Það er eitt sem menn hafa verið að skoða eða það að minnka verkefnið. En það er of snemmt að tala eitthvað um það fyrr en þær upplýsingar liggja fyrir. Menn hafa enn þá áform um að fara í þetta verkefni en þetta er mikið langhlaup eins og flest þessi verkefni eru,“ segir Davíð.Hvenær gerið þið þá ráð fyrir að framkvæmdir hefjist?„Það er ekkert sem ég get gefið út.“Frestur fram á haust Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 19. mars í fyrra að helstu samningar um fjármögnun sólarkísilversins væru á lokastigi. Ef fjármögnun verkefnisins klárast hefur fyrirtækið aftur á móti gefið út að það muni ekki hefja framkvæmdir fyrr en Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt í máli sem Kjósarhreppur, Umhverfisvaktin við Hvalfjörð og fjöldi einstaklinga, þar á meðal Skúli Mogensen, forstjóri WOW air og landeigandi í Hvalfirði, höfðuðu gegn Silicor, Skipulagsstofnun og íslenska ríkinu. Aðalmeðferð í málinu hófst í febrúar en þar reyna stefnendur að fá hnekkt ákvörðun Skipulagsstofnunar um að verksmiðjan þurfi ekki að fara í umhverfismat. Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins eru einnig undir tímapressu frá Faxaflóahöfnum. Í maí árið 2014 var skrifað undir viljayfirlýsingu um að Silicor fengi lóð á Grundartanga undir sína starfsemi. Ári síðar var undirritaður samningur um lóðaleigu, lóðagjald og afnot af höfn sem átti að taka gildi í apríl 2016. Líkt og með samninginn við Orku náttúrunnar var samið við Faxaflóahafnir með fyrirvara um að fjármögnun verksmiðjunnar kláraðist. Faxaflóahafnir gáfu Silicor lokafrest í janúar á gildistöku samninganna sem undirritaðir voru vorið 2015. Hefur fyrirtækið nú fram til septembermánaðar áður en það þarf að standa skil á gjöldum til eiganda lóðarinnar.
Kjósarhreppur Lyf Orkumál Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira