Málþóf í tálmunarfrumvarpi 11. maí 2017 07:00 Í langflestum tilfellum eru það mæður sem tálma feðrum umgengni við börn sín. Ef frumvarpið yrði að lögum mætti fangelsa þær í allt að fimm ár fyrir brotin. Ólíklegt er talið að frumvarpið nái fram að ganga. Nordicphotos/Getty „Stjórnarandstaðan með VG í fararbroddi hindrar að þetta komist að. Þau ætla ekkert að leyfa þessu að komast að,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp sitt sem gerir tálmun refsiverða. Frumvarpið gengur út á að ef foreldri takmarkar umgengnisrétt eða kemur alfarið í veg fyrir umgengni þeirra sem hafa rétt á að hitta barnið varði það fangelsi allt að fimm árum. Verulegar efasemdir eru um frumvarpið á meðal stjórnarþingmanna, þá helst þann rúma refsiramma sem gengið er út frá. „Ég er búinn að vera tvístígandi í þessu máli. Mér finnst líklegt að ég myndi styðja það að tálmun væri óheimil með lögum en síðan set ég óneitanlega spurningarmerki við þetta refsiúrræði sem er fimm ára fangelsi,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/anton brinkHann segir ekki gáfulegt að setja svo rúman refsiramma og treysta því að dómstólar nýti aðeins brot af honum, löggjafinn verði að vera skýr um vilja sinn. „Við þurfum alltaf að hugsa um að við værum að opna fyrir þann möguleika að setja fólk í fangelsi fyrir umrætt brot. Það finnst mér ganga lengra en ég væri tilbúinn að kyngja. Á hinn bóginn eru menn mikið að einbeita sér að því hvaða áhrif refsingar hefðu á mæður sem færu í fangelsi og börn þeirra. Við höfum ekki mikið spáð í sambærilegar spurningar þegar við ákveðum refsiramma fyrir önnur brot sem beinast langmest að körlum.“ Frumvarpið átti að koma til umræðu á Alþingi á þriðjudag en dagskrá riðlaðist til, meðal annars vegna átaka í liðnum um fundarstjórn forseta. Brynjar vill meina að þann glugga hafi stjórnarandstaðan notfært sér til að koma í veg fyrir að frumvarpið kæmist á dagskrá og þaðan inn í nefnd. „Það er málþóf gegn frumvarpinu, sem er svolítið sérstakt. Þau eru bara mjög á móti þessu og óttast að það sé nógu mikill stuðningur til að afgreiða þetta.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/ernirSjö þingfundardagar eru eftir fram að sumarfríi en eins og önnur lagafrumvörp þarf þrjár umræður áður en gengið yrði til atkvæða um málið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir af og frá að stjórnarandstaðan stundi málþóf gegn frumvarpinu. „Ég held að við verðum bara að vísa þessu til föðurhúsanna.“ Katrín segist þó engar áhyggjur hafa af afdrifum málsins. Aðeins sjö þingfundardagar séu eftir og litlar líkur á að málið fari í gegn á þeim skamma tíma. „Það er ekkert launungarmál að ég tel að það að hneppa foreldra sem ekki virða umgengnisrétt í fangelsi sé ekki til þess fallið að leysa mál. En það er óvarlegt hjá þessum þingmanni að tala um málþóf því hér var um að ræða mjög hefðbundna umræðu í gær.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira
„Stjórnarandstaðan með VG í fararbroddi hindrar að þetta komist að. Þau ætla ekkert að leyfa þessu að komast að,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp sitt sem gerir tálmun refsiverða. Frumvarpið gengur út á að ef foreldri takmarkar umgengnisrétt eða kemur alfarið í veg fyrir umgengni þeirra sem hafa rétt á að hitta barnið varði það fangelsi allt að fimm árum. Verulegar efasemdir eru um frumvarpið á meðal stjórnarþingmanna, þá helst þann rúma refsiramma sem gengið er út frá. „Ég er búinn að vera tvístígandi í þessu máli. Mér finnst líklegt að ég myndi styðja það að tálmun væri óheimil með lögum en síðan set ég óneitanlega spurningarmerki við þetta refsiúrræði sem er fimm ára fangelsi,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.vísir/anton brinkHann segir ekki gáfulegt að setja svo rúman refsiramma og treysta því að dómstólar nýti aðeins brot af honum, löggjafinn verði að vera skýr um vilja sinn. „Við þurfum alltaf að hugsa um að við værum að opna fyrir þann möguleika að setja fólk í fangelsi fyrir umrætt brot. Það finnst mér ganga lengra en ég væri tilbúinn að kyngja. Á hinn bóginn eru menn mikið að einbeita sér að því hvaða áhrif refsingar hefðu á mæður sem færu í fangelsi og börn þeirra. Við höfum ekki mikið spáð í sambærilegar spurningar þegar við ákveðum refsiramma fyrir önnur brot sem beinast langmest að körlum.“ Frumvarpið átti að koma til umræðu á Alþingi á þriðjudag en dagskrá riðlaðist til, meðal annars vegna átaka í liðnum um fundarstjórn forseta. Brynjar vill meina að þann glugga hafi stjórnarandstaðan notfært sér til að koma í veg fyrir að frumvarpið kæmist á dagskrá og þaðan inn í nefnd. „Það er málþóf gegn frumvarpinu, sem er svolítið sérstakt. Þau eru bara mjög á móti þessu og óttast að það sé nógu mikill stuðningur til að afgreiða þetta.“Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/ernirSjö þingfundardagar eru eftir fram að sumarfríi en eins og önnur lagafrumvörp þarf þrjár umræður áður en gengið yrði til atkvæða um málið. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir af og frá að stjórnarandstaðan stundi málþóf gegn frumvarpinu. „Ég held að við verðum bara að vísa þessu til föðurhúsanna.“ Katrín segist þó engar áhyggjur hafa af afdrifum málsins. Aðeins sjö þingfundardagar séu eftir og litlar líkur á að málið fari í gegn á þeim skamma tíma. „Það er ekkert launungarmál að ég tel að það að hneppa foreldra sem ekki virða umgengnisrétt í fangelsi sé ekki til þess fallið að leysa mál. En það er óvarlegt hjá þessum þingmanni að tala um málþóf því hér var um að ræða mjög hefðbundna umræðu í gær.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira