Al og Avery í stuði hjá Boston Celtics í mikilvægum sigri í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2017 07:00 Avery Bradley var frábær í nótt. Vísir/AP Boston Celtics er komið í 3-2 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeildinni eftir sigur á móti Washington Wizards í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Washington Wizards hafði unnið tvo síðustu leiki liðanna og jafnað einvígið en Boston-menn fundu aftur taktinn á heimavelli sínum og unnu sannfærandi 123-101 sigur. Boston Celtics náði forystunni strax í byrjun leiksins, stakk af eftir 16-0 sprett snemma leiks og var alls yfir í 44 mínútur og 42 sekúndur í þessum leik. Bakvörðurinn og miðherjinn Al Horford nýttu sér það vel að Washington Wizards lagði ofurkapp á það að stöðva Isaiah Thomas í leiknum. „Isaiah er að fá svo mikla athygli að við þurftum að stíga fram og búa eitthvað til. Isaiah gerði mjög vel að koma til mín boltanum og losa hann á réttum tíma. við náðum síðan að klára vel,“ sagði Al Horford. Avery Bradley skoraði 25 af 29 stigum sínum í fyrri hálfleik og hefur aldrei skorað meira í leik í úrslitakeppni. Al Horford var með 19 stig, 7 stoðsendingar, 6 fráköst og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Eitt af því sem kom Boston-liðinu á flug í fyrri hálfleiknum var þegar hinn smávaxni Isaiah Thomas setti hindrun fyrir Al Horford sem fékk í framhaldinu galopið þriggja stiga skot sem hann setti niður. „Avery var sjóðheitur og Al var fránær. Við fundum engin svör á móti þessum tveimur,“ sagði Scott Brooks, þjálfari Washington-liðsins. Bradley hitti meðal annars úr 12 af 19 skotum sínum en fjórar af körfum hans voru þristar. Isaiah Thomas gerði samt sitt en hann endaði með 18 stig og 9 stoðsendingar og kom alls að 41 stigi hjá Boston í nótt. John Wall skoraði mest fyrir Washington eða 21 stig og Bradley Beal var með 16 stig. Liðið hitti aðeins úr 39 prósent skota sinna og skoraði 9 færri þrista en Boston (7 á móti 16). Þeir félagar Wall og Beal þurftu líka 36 skot utan af velli til að skora þessi 37 stig sín. Eftir tvo flotta sigra í fyrstu tveimur leikjunum þá spilaði Boston-liðið skelfilega í tveimur leikjum á heimavelli Wizards. Brad Stevens þjálfara liðsins tókst hinsvegar að koma liðinu aftur á skrið í nótt. Leikur sex er á föstudaginn í Washington og þar getur Boston Celtics tryggt sig inn í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar á móti Cleveland Cavaliers en vinni Washington Wizards menn þá verður hreinn úrslitaleikur í Boston á mánudaginn. NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Boston Celtics er komið í 3-2 í undanúrslitaeinvígi sínu í Austurdeildinni eftir sigur á móti Washington Wizards í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Washington Wizards hafði unnið tvo síðustu leiki liðanna og jafnað einvígið en Boston-menn fundu aftur taktinn á heimavelli sínum og unnu sannfærandi 123-101 sigur. Boston Celtics náði forystunni strax í byrjun leiksins, stakk af eftir 16-0 sprett snemma leiks og var alls yfir í 44 mínútur og 42 sekúndur í þessum leik. Bakvörðurinn og miðherjinn Al Horford nýttu sér það vel að Washington Wizards lagði ofurkapp á það að stöðva Isaiah Thomas í leiknum. „Isaiah er að fá svo mikla athygli að við þurftum að stíga fram og búa eitthvað til. Isaiah gerði mjög vel að koma til mín boltanum og losa hann á réttum tíma. við náðum síðan að klára vel,“ sagði Al Horford. Avery Bradley skoraði 25 af 29 stigum sínum í fyrri hálfleik og hefur aldrei skorað meira í leik í úrslitakeppni. Al Horford var með 19 stig, 7 stoðsendingar, 6 fráköst og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Eitt af því sem kom Boston-liðinu á flug í fyrri hálfleiknum var þegar hinn smávaxni Isaiah Thomas setti hindrun fyrir Al Horford sem fékk í framhaldinu galopið þriggja stiga skot sem hann setti niður. „Avery var sjóðheitur og Al var fránær. Við fundum engin svör á móti þessum tveimur,“ sagði Scott Brooks, þjálfari Washington-liðsins. Bradley hitti meðal annars úr 12 af 19 skotum sínum en fjórar af körfum hans voru þristar. Isaiah Thomas gerði samt sitt en hann endaði með 18 stig og 9 stoðsendingar og kom alls að 41 stigi hjá Boston í nótt. John Wall skoraði mest fyrir Washington eða 21 stig og Bradley Beal var með 16 stig. Liðið hitti aðeins úr 39 prósent skota sinna og skoraði 9 færri þrista en Boston (7 á móti 16). Þeir félagar Wall og Beal þurftu líka 36 skot utan af velli til að skora þessi 37 stig sín. Eftir tvo flotta sigra í fyrstu tveimur leikjunum þá spilaði Boston-liðið skelfilega í tveimur leikjum á heimavelli Wizards. Brad Stevens þjálfara liðsins tókst hinsvegar að koma liðinu aftur á skrið í nótt. Leikur sex er á föstudaginn í Washington og þar getur Boston Celtics tryggt sig inn í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar á móti Cleveland Cavaliers en vinni Washington Wizards menn þá verður hreinn úrslitaleikur í Boston á mánudaginn.
NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira