Menning

Kvartett sem sjaldan hefur komið fram opinberlega

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Kvartett Einars Scheving hefur á að skipa einvalaliði.
Kvartett Einars Scheving hefur á að skipa einvalaliði.
„Kvartett Einars Scheving hefur leik í Hannesarholti við Grundarstíg í kvöld klukkan átta. „Við erum að æfa,“ sagði Einar síðdegis í gær þegar hann tók upp símann. Þessir „við“ eru auk hans píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson, saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson og bassaleikarinn Skúli Sverrisson. Sjálfur leikur Einar á trommur og slagverk. Svo er efnið líka að langmestu leyti eftir hann, sumt glænýtt, annað af plötunum Cycles, Land míns föður og Intervals sem hafa komið út með kvartettinum. Þær hafa allar fengið frábæra dóma, bæði hér á landi og erlendis og Einar fékk meira að segja Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir tvær þeirra.





„Nú ætlum við að gefa í,“ segir Einar. Fréttablaðið/Stefán
Einar kveðst fyrst hafa hóað kvartettinum saman árið 2006. Þó hefur sveitin ótrúlega sjaldan komið fram svo þessir tónleikar í Hannesarholti eru talsverður viðburður. „Það var í raun ekki fyrr en á útgáfutónleikum þegar Intervals, nýjasta platan okkar, kom út 2015 sem við spiluðum opinberlega, einhverjum níu árum eftir að samstarfið hófst. Við gerðum nokkrar heiðarlegar tilraunir en það var svo mikið að gera hjá öllum, bæði hér á landi á erlendis. Svo ætlum við að bæta í núna,“ segir hann og viðurkennir að kvartettinn stefni á landvinninga erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.