Sautján ára strákur fékk 10 í einkunn fyrir fyrsta leikinn á stærsta sviðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2017 11:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson reynir skot í gær. Vísir/Ernir FH-ingar eru lentir 1-0 undir í úrslitaeinvíginu á móti Val eftir 28-24 tap á heimavelli í fyrsta leik lokaúrslita Olís-deildar karla í Kaplakrika í gær. Margir FH-ingar náðu sér ekki á strik í leiknum en liðið hafði unnið fimm fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og alls níu leiki í röð í deild og úrslitakeppni. Það var hinsvegar ekki mikið hægt að finna að frammistöðu hins sautján ára gamla Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem var þarna að spila sinn fyrsta leik í lokaúrslitum á ferlinum. Gísli er fæddur í júlí 1999 en lék nær óaðfinnanlega í gær. HBstatz tók saman tölfræði úr leiknum í gær og er mjög athyglisvert að skoða frammistöðu Gísla í henni. Handboltinn á HBstatz mikið að þakka fyrir þetta enda lífga svona skemmtilegt upplýsingar mikið upp á umræðuna um íslenska handboltann sem glímir annars við meinlegan skort á upplýsingum. Gísli Þorgeir Kristjánsson var besti maður vallarins samkvæmt tölfræðimati HBstatz. Hann var með 9,5 í heildareinkunn en fékk hvorki meira né minna en 10 fyrir sóknarleikinn. Gísli skoraði 7 mörk úr aðeins 9 skotum í leiknum og bauð því upp á 78 prósent skotnýtingu. Ekkert marka hans komu úr vítum eða hraðaupphlaupum. Gísli skapaði einnig sjö skotfæri fyrir félaga sína og gaf 3 stoðsendingar án þess að tapa einum einasta bolta. Besti varnarmaður leiksins var Valsmaðurinn Orri Freyr Gíslason sem fékk 7,9 í einkunnu fyrir varnarleik sinn en yngri bróðir hans, Ýmir Örn Gíslason, kom næstur með 7,7. Enginn annar fékk meira en 7 fyrir frammistöðu sína i vörninni. Það er hægt að skoða tölfræði HBstatz úr leiknum með því að smella hér.Tölfræðin úr fyrsta leik FH og Vals er aðgengileg hérna fyrir áhugasama:https://t.co/qNksqFYpJi #handbolti #olisdeildin— HBStatz (@HBSstatz) May 11, 2017 Olís-deild karla Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
FH-ingar eru lentir 1-0 undir í úrslitaeinvíginu á móti Val eftir 28-24 tap á heimavelli í fyrsta leik lokaúrslita Olís-deildar karla í Kaplakrika í gær. Margir FH-ingar náðu sér ekki á strik í leiknum en liðið hafði unnið fimm fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og alls níu leiki í röð í deild og úrslitakeppni. Það var hinsvegar ekki mikið hægt að finna að frammistöðu hins sautján ára gamla Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem var þarna að spila sinn fyrsta leik í lokaúrslitum á ferlinum. Gísli er fæddur í júlí 1999 en lék nær óaðfinnanlega í gær. HBstatz tók saman tölfræði úr leiknum í gær og er mjög athyglisvert að skoða frammistöðu Gísla í henni. Handboltinn á HBstatz mikið að þakka fyrir þetta enda lífga svona skemmtilegt upplýsingar mikið upp á umræðuna um íslenska handboltann sem glímir annars við meinlegan skort á upplýsingum. Gísli Þorgeir Kristjánsson var besti maður vallarins samkvæmt tölfræðimati HBstatz. Hann var með 9,5 í heildareinkunn en fékk hvorki meira né minna en 10 fyrir sóknarleikinn. Gísli skoraði 7 mörk úr aðeins 9 skotum í leiknum og bauð því upp á 78 prósent skotnýtingu. Ekkert marka hans komu úr vítum eða hraðaupphlaupum. Gísli skapaði einnig sjö skotfæri fyrir félaga sína og gaf 3 stoðsendingar án þess að tapa einum einasta bolta. Besti varnarmaður leiksins var Valsmaðurinn Orri Freyr Gíslason sem fékk 7,9 í einkunnu fyrir varnarleik sinn en yngri bróðir hans, Ýmir Örn Gíslason, kom næstur með 7,7. Enginn annar fékk meira en 7 fyrir frammistöðu sína i vörninni. Það er hægt að skoða tölfræði HBstatz úr leiknum með því að smella hér.Tölfræðin úr fyrsta leik FH og Vals er aðgengileg hérna fyrir áhugasama:https://t.co/qNksqFYpJi #handbolti #olisdeildin— HBStatz (@HBSstatz) May 11, 2017
Olís-deild karla Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira