Handbolti

Björgvin Páll átti eitt flottasta markið | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Páll skoraði tvö mörk í sigrinum á Makedóníu á sunnudaginn.
Björgvin Páll skoraði tvö mörk í sigrinum á Makedóníu á sunnudaginn. vísir/eyþór
Björgvin Páll Gústavsson skoraði eitt af flottustu mörkum síðustu tveggja umferða í undankeppni EM 2018 í handbolta.

Markvörðurinn skotvissi skoraði tvö mörk þegar Ísland bar sigurorð af Makedóníu, 30-29, á sunnudaginn.

Í stöðunni 23-22, fyrir Íslandi, átti Kiril Lazarov, stórskytta Makedóníu, skot framhjá marki Íslendinga. Björgvin Páll var fljótur að hugsa og kastaði boltanum yfir endilangan völlinn í tómt mark Makedóníumanna sem voru með auka mann í sókninni.

Björgvin Páll hefur nú skorað 10 mörk í 191 landsleikjum og er langmarkahæsti markvörður íslenska landsliðsins frá upphafi.

Björgvin Páll fékk líka eitt af flottustu mörkum síðustu tveggja umferða á sig. Áðurnefndur Lazarov vippaði þá yfir Björgvin Pál í fyrri leik Íslands og Makedóníu í Skopje.

Fimm flottustu mörkin má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Naumur sigur og EM-draumurinn lifir

Draumur Íslendinga um sæti á EM í Króatíu á næsta ári er enn á lífi eftir eins marks sigur á Makedóníumönnum, 30-29, í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Breyting á varnarleik um miðjan fyrri hálfleik gerði gæfumuninn. Þá var sókn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×