Arnar í einkaviðtali við Gumma Ben: „Kannski er ég kjáni en ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2017 13:45 Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, hélt að hann væri að fara að hitta nýjan leikmann í félagsheimili Breiðabliks þegar honum var sagt upp á þriðjudaginn. Þetta kemur fram í einkaviðtali Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem sýndur verður á föstudagskvöldið en 1á1 er á dagskrá á hverjum föstudegi á eftir Teignum á Stöð 2 Sport HD.Brot úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Blikarnir voru búnir að tapa tveimur fyrstu leikjum tímabilsins en gengi liðsins var ekki gott undir lok síðasta sumars og hefur ekki verið merkilegt í vetur og vor. Uppsögnin kom Arnari samt sem áður verulega á óvart. Varnarleikur Breiðabliks var ekki upp á marga fiska í fyrstu umferðinni og voru menn þar á bæ því búnir að fá sterkan varnarmann að láni frá Norwich. Arnar hélt að hann væri að fara að hitta strákinn þegar hann var kallaður á fund.Missti hökuna í gólfið „Ég er í sambandi við Snorra sem er formaður meistaraflokksráðs og þá kemur í ljós að það er verið að binda síðasta hnútinn á þetta og að öllum líkindum verður strákurinn með á æfingu,“ segir Arnar við Gumma Ben í 1á1. „Í framhaldi af því biður hann mig um að mæta í græna herbergið í Smáranum. Ég hélt að ég væri bara að fara að hitta leikmanninn þar sem það kom nú maður með honum. Bara aðeins aðeins að fara yfir stöðuna. Ekkert annað,“ segir Arnar en þá var verið að segja honum upp. „Ég hefði kannski átt að sjá þetta en maður er kannski kjáni. Ég held að ég hafi misst kjálkann niður og trúði því ekki að þetta væri að gerast. Ég var nú svo sem ekki lengi þarna inni en ég spurði af hverju það væri verið að taka þessa ákvörðun á þessum tímapunkti. Svarið var bara slæmt gengi.“ Varstu reiður? „Ég var hissa,“ segir Arnar Grétarsson. Margt áhugavert kemur fram í viðtalinu við Arnar sem er á dagskrá á föstudagskvöldið klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport HD. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gerði Malmö að meisturum í fyrra en kemur nú til greina sem næsti þjálfari Breiðabliks Leit Breiðabliks að nýjum þjálfara stendur nú yfir eftir að Arnari Grétarssyni var sagt upp störfum í gær, eftir aðeins tvær umferðir í Pepsi-deildinni. 10. maí 2017 10:57 Allan Kuhn hafnar Blikum: „Heiður að vera boðið starfið“ Daninn sem gerði Malmö að Svíþjóðarmeisturum tekur ekki við Breiðabliki. 11. maí 2017 13:10 Ekki ljóst hver stýrir Blikunum á móti Stjörnunni á sunnudaginn Pepsi-deildarlið Breiðabliks er enn þjálfaralaust eftir að Arnar Grétarsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins eftir aðeins tvær umferðir. 10. maí 2017 10:43 Blikar fá miðvörð frá Norwich á láni Michee Efete frá Kongó stendur vaktina í vörn Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 20:35 Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09 Arnar rekinn á nýju Íslandsmeti Enginn hefur verið rekinn fyrr en Arnar Grétarsson undanfarin 40 ár í efstu deild karla í fótbolta. 9. maí 2017 19:18 Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Arnar Grétarsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks, hélt að hann væri að fara að hitta nýjan leikmann í félagsheimili Breiðabliks þegar honum var sagt upp á þriðjudaginn. Þetta kemur fram í einkaviðtali Guðmundar Benediktssonar í viðtalsþættinum 1á1 sem sýndur verður á föstudagskvöldið en 1á1 er á dagskrá á hverjum föstudegi á eftir Teignum á Stöð 2 Sport HD.Brot úr viðtalinu má sjá í spilaranum hér að ofan. Blikarnir voru búnir að tapa tveimur fyrstu leikjum tímabilsins en gengi liðsins var ekki gott undir lok síðasta sumars og hefur ekki verið merkilegt í vetur og vor. Uppsögnin kom Arnari samt sem áður verulega á óvart. Varnarleikur Breiðabliks var ekki upp á marga fiska í fyrstu umferðinni og voru menn þar á bæ því búnir að fá sterkan varnarmann að láni frá Norwich. Arnar hélt að hann væri að fara að hitta strákinn þegar hann var kallaður á fund.Missti hökuna í gólfið „Ég er í sambandi við Snorra sem er formaður meistaraflokksráðs og þá kemur í ljós að það er verið að binda síðasta hnútinn á þetta og að öllum líkindum verður strákurinn með á æfingu,“ segir Arnar við Gumma Ben í 1á1. „Í framhaldi af því biður hann mig um að mæta í græna herbergið í Smáranum. Ég hélt að ég væri bara að fara að hitta leikmanninn þar sem það kom nú maður með honum. Bara aðeins aðeins að fara yfir stöðuna. Ekkert annað,“ segir Arnar en þá var verið að segja honum upp. „Ég hefði kannski átt að sjá þetta en maður er kannski kjáni. Ég held að ég hafi misst kjálkann niður og trúði því ekki að þetta væri að gerast. Ég var nú svo sem ekki lengi þarna inni en ég spurði af hverju það væri verið að taka þessa ákvörðun á þessum tímapunkti. Svarið var bara slæmt gengi.“ Varstu reiður? „Ég var hissa,“ segir Arnar Grétarsson. Margt áhugavert kemur fram í viðtalinu við Arnar sem er á dagskrá á föstudagskvöldið klukkan 22.00 á Stöð 2 Sport HD.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Gerði Malmö að meisturum í fyrra en kemur nú til greina sem næsti þjálfari Breiðabliks Leit Breiðabliks að nýjum þjálfara stendur nú yfir eftir að Arnari Grétarssyni var sagt upp störfum í gær, eftir aðeins tvær umferðir í Pepsi-deildinni. 10. maí 2017 10:57 Allan Kuhn hafnar Blikum: „Heiður að vera boðið starfið“ Daninn sem gerði Malmö að Svíþjóðarmeisturum tekur ekki við Breiðabliki. 11. maí 2017 13:10 Ekki ljóst hver stýrir Blikunum á móti Stjörnunni á sunnudaginn Pepsi-deildarlið Breiðabliks er enn þjálfaralaust eftir að Arnar Grétarsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins eftir aðeins tvær umferðir. 10. maí 2017 10:43 Blikar fá miðvörð frá Norwich á láni Michee Efete frá Kongó stendur vaktina í vörn Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 20:35 Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09 Arnar rekinn á nýju Íslandsmeti Enginn hefur verið rekinn fyrr en Arnar Grétarsson undanfarin 40 ár í efstu deild karla í fótbolta. 9. maí 2017 19:18 Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Gerði Malmö að meisturum í fyrra en kemur nú til greina sem næsti þjálfari Breiðabliks Leit Breiðabliks að nýjum þjálfara stendur nú yfir eftir að Arnari Grétarssyni var sagt upp störfum í gær, eftir aðeins tvær umferðir í Pepsi-deildinni. 10. maí 2017 10:57
Allan Kuhn hafnar Blikum: „Heiður að vera boðið starfið“ Daninn sem gerði Malmö að Svíþjóðarmeisturum tekur ekki við Breiðabliki. 11. maí 2017 13:10
Ekki ljóst hver stýrir Blikunum á móti Stjörnunni á sunnudaginn Pepsi-deildarlið Breiðabliks er enn þjálfaralaust eftir að Arnar Grétarsson var í gær rekinn sem þjálfari liðsins eftir aðeins tvær umferðir. 10. maí 2017 10:43
Blikar fá miðvörð frá Norwich á láni Michee Efete frá Kongó stendur vaktina í vörn Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 20:35
Arnar Grétarsson: Viðurkenni að þetta kom mér á óvart Fráfarandi þjálfari Breiðabliks er ósáttur við að fá aðeins tvo leiki með liðið í Pepsi-deildinni þetta sumarið. 9. maí 2017 17:09
Arnar rekinn á nýju Íslandsmeti Enginn hefur verið rekinn fyrr en Arnar Grétarsson undanfarin 40 ár í efstu deild karla í fótbolta. 9. maí 2017 19:18
Arnar látinn fara frá Breiðabliki Arnar Grétarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla. 9. maí 2017 16:52