Í eldhúsi Evu: Steikar taco með mangósalsa og lárperusósu Eva Laufey skrifar 12. maí 2017 16:30 Steikar taco með mangósalsa og lárperusósu. Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að steikar taco. Steikar taco 400 g nautasteik, t.d. sirloin-steik Ólífuolía 1 msk. steinselja ¼ rautt chili Hvítlauksrif Salt og pipar Saxið niður steinselju, chili og hvítlauk. Blandið saman við ólífuolíu og nuddið steikinni upp úr marineringunni, kryddið einnig með salti og pipar. Hitið grillpönnu og setjið kjötið á þegar pannan er orðin mjög heit, steikið í um það bil fimm til sex mínútur á hvorri hið. Það fer auðvitað eftir þykktinni á kjötinu og smekk hvers og eins. Kjötið þarf að hvíla í lágmark sex mínútur þegar það er tilbúið. Á meðan undirbúið þið meðlætið. Þegar kjötið er búið að hvílast þá er gott að skera það í þunnar sneiðar og bera fram með tortillavefjum, hreinum fetaosti, mangósalsa og ljúffengri lárperusósu. Mangósalsa 1 mangó 10 kirsuberjatómatar ½ laukur 1 msk. smátt söxuð steinselja Ólífuolía Salt og pipar Safi úr hálfri límónu (lime) Skerið hráefnið smátt og blandið saman í skál, hellið smá ólífuolíu saman við og kryddið til með salti og pipar. Rétt áður en þið berið salatið fram þá kreistið þið vel af límónusafa yfir. Lárperusósa 4 dl grískt jógúrt 1 lárpera 1 msk. smátt saxaður kóríander 1 tsk. hunang Safi úr hálfri límónu (lime) Salt og pipar Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og maukið þar til sósan er orðin silkimjúk. Berið strax fram og njótið. Eva Laufey Nautakjöt Taco Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að steikar taco. Steikar taco 400 g nautasteik, t.d. sirloin-steik Ólífuolía 1 msk. steinselja ¼ rautt chili Hvítlauksrif Salt og pipar Saxið niður steinselju, chili og hvítlauk. Blandið saman við ólífuolíu og nuddið steikinni upp úr marineringunni, kryddið einnig með salti og pipar. Hitið grillpönnu og setjið kjötið á þegar pannan er orðin mjög heit, steikið í um það bil fimm til sex mínútur á hvorri hið. Það fer auðvitað eftir þykktinni á kjötinu og smekk hvers og eins. Kjötið þarf að hvíla í lágmark sex mínútur þegar það er tilbúið. Á meðan undirbúið þið meðlætið. Þegar kjötið er búið að hvílast þá er gott að skera það í þunnar sneiðar og bera fram með tortillavefjum, hreinum fetaosti, mangósalsa og ljúffengri lárperusósu. Mangósalsa 1 mangó 10 kirsuberjatómatar ½ laukur 1 msk. smátt söxuð steinselja Ólífuolía Salt og pipar Safi úr hálfri límónu (lime) Skerið hráefnið smátt og blandið saman í skál, hellið smá ólífuolíu saman við og kryddið til með salti og pipar. Rétt áður en þið berið salatið fram þá kreistið þið vel af límónusafa yfir. Lárperusósa 4 dl grískt jógúrt 1 lárpera 1 msk. smátt saxaður kóríander 1 tsk. hunang Safi úr hálfri límónu (lime) Salt og pipar Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og maukið þar til sósan er orðin silkimjúk. Berið strax fram og njótið.
Eva Laufey Nautakjöt Taco Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið