Snörp skoðanaskipti um James Comey Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. maí 2017 08:00 James Comey var rekinn úr stöðu yfirmanns alríkislögreglunnar (FBI) í Bandaríkjunum í vikunni. Er það einungis í annað skipti sem forseti Bandaríkjanna rekur mann úr þeirri stöðu en það gerði Bill Clinton einnig í tilfelli Williams Sessions. Comey hafði gegnt stöðunni síðan árið 2013 en áður var hann meðal annars saksóknari. Hinn tröllvaxni Comey, sem er rúmir tveir metrar á hæð, hefur hins vegar ekki verið óumdeildur í starfi. Tvö stór mál hafa komið inn á borð alríkislögreglunnar sem hafa valdið því að jafnt Demókratar sem Repúblikanar hafa bæði hampað honum og hatað hann. Annars vegar er um að ræða rannsókn á notkun Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrata, á einkatölvupóstþjóni í starfi sínu sem utanríkisráðherra. Hins vegar er um að ræða rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum og meintum tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Tölvupóstmálið Óumdeilanlega hefur tölvupóstmálið valdið Comey meiri vandræðum en Rússamálið. Stuðningsmenn Trumps, sem og margir aðrir Repúblikanar, eru fullvissir um að Clinton hafi brotið lög þar sem hún var með leyniskjöl á umræddum tölvupóstþjóni. Mátti reglulega heyra köll þeirra á baráttufundum Trumps um að loka ætti Clinton bak við lás og slá. Sjálfur sagði Trump í einum kappræðna forsetaframbjóðendanna að hann myndi sjá til þess að Clinton yrði stungið í steininn. Það reitti stuðningsmenn Trumps, sem og Trump sjálfan, því til reiði þegar Comey tilkynnti í júlí að alríkislögreglan mælti ekki með því að Clinton yrði ákærð í málinu. Var Comey kallaður „mörður“ og kröfðust margir Repúblikanar þess að hann segði af sér eða yrði rekinn. Nokkrum mánuðum seinna, nánar tiltekið í október og einungis örstuttu fyrir forsetakosningarnar, tilkynnti Comey að rannsókn á málinu væri hafin á ný vegna þess að nýir tölvupóstar hefðu fundist. Þrátt fyrir að Comey hafi tilkynnt tveimur dögum fyrir kosningarnar að nýju tölvupóstarnir breyttu ekki ákvörðun FBI eru margir Demókratar, til að mynda Clinton sjálf, á þeirri skoðun að tímasetning Comeys hafi kostað hana forsetaembættið. Þá var komið að Demókrötum að kalla eftir afsögn Comeys eða eftir því að Barack Obama, sem þá átti rúma tvo mánuði eftir sem forseti, ræki hann úr embætti. Rússamálið Hitt málið sem um ræðir, og Clinton telur sömuleiðis að hafi kostað sig sigurinn, eru meint afskipti Rússa af kosningunum og tengsl þeirra við framboð Trumps. Segir Comey rannsókn hafa leitt í ljós að Rússar hafi vissulega reynt sitt besta til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og að það hafi tekist að einhverju leyti. Þar sem rannsóknin tengist Trump með beinum hætti vilja margir Demókratar meina að ákvörðun Trumps um að reka Comey hafi byggst að miklu leyti á einmitt henni. Hefur Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild þingsins, til að mynda vefengt þá fullyrðingu Trumps að honum hafi ekki þótt Comey standa sig nógu vel og að hann hafi íhugað brottreksturinn allt frá því að hann tók við embætti forseta. Birtist í Fréttablaðinu Fréttaskýringar Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Sjá meira
James Comey var rekinn úr stöðu yfirmanns alríkislögreglunnar (FBI) í Bandaríkjunum í vikunni. Er það einungis í annað skipti sem forseti Bandaríkjanna rekur mann úr þeirri stöðu en það gerði Bill Clinton einnig í tilfelli Williams Sessions. Comey hafði gegnt stöðunni síðan árið 2013 en áður var hann meðal annars saksóknari. Hinn tröllvaxni Comey, sem er rúmir tveir metrar á hæð, hefur hins vegar ekki verið óumdeildur í starfi. Tvö stór mál hafa komið inn á borð alríkislögreglunnar sem hafa valdið því að jafnt Demókratar sem Repúblikanar hafa bæði hampað honum og hatað hann. Annars vegar er um að ræða rannsókn á notkun Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðanda Demókrata, á einkatölvupóstþjóni í starfi sínu sem utanríkisráðherra. Hins vegar er um að ræða rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum og meintum tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Tölvupóstmálið Óumdeilanlega hefur tölvupóstmálið valdið Comey meiri vandræðum en Rússamálið. Stuðningsmenn Trumps, sem og margir aðrir Repúblikanar, eru fullvissir um að Clinton hafi brotið lög þar sem hún var með leyniskjöl á umræddum tölvupóstþjóni. Mátti reglulega heyra köll þeirra á baráttufundum Trumps um að loka ætti Clinton bak við lás og slá. Sjálfur sagði Trump í einum kappræðna forsetaframbjóðendanna að hann myndi sjá til þess að Clinton yrði stungið í steininn. Það reitti stuðningsmenn Trumps, sem og Trump sjálfan, því til reiði þegar Comey tilkynnti í júlí að alríkislögreglan mælti ekki með því að Clinton yrði ákærð í málinu. Var Comey kallaður „mörður“ og kröfðust margir Repúblikanar þess að hann segði af sér eða yrði rekinn. Nokkrum mánuðum seinna, nánar tiltekið í október og einungis örstuttu fyrir forsetakosningarnar, tilkynnti Comey að rannsókn á málinu væri hafin á ný vegna þess að nýir tölvupóstar hefðu fundist. Þrátt fyrir að Comey hafi tilkynnt tveimur dögum fyrir kosningarnar að nýju tölvupóstarnir breyttu ekki ákvörðun FBI eru margir Demókratar, til að mynda Clinton sjálf, á þeirri skoðun að tímasetning Comeys hafi kostað hana forsetaembættið. Þá var komið að Demókrötum að kalla eftir afsögn Comeys eða eftir því að Barack Obama, sem þá átti rúma tvo mánuði eftir sem forseti, ræki hann úr embætti. Rússamálið Hitt málið sem um ræðir, og Clinton telur sömuleiðis að hafi kostað sig sigurinn, eru meint afskipti Rússa af kosningunum og tengsl þeirra við framboð Trumps. Segir Comey rannsókn hafa leitt í ljós að Rússar hafi vissulega reynt sitt besta til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og að það hafi tekist að einhverju leyti. Þar sem rannsóknin tengist Trump með beinum hætti vilja margir Demókratar meina að ákvörðun Trumps um að reka Comey hafi byggst að miklu leyti á einmitt henni. Hefur Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild þingsins, til að mynda vefengt þá fullyrðingu Trumps að honum hafi ekki þótt Comey standa sig nógu vel og að hann hafi íhugað brottreksturinn allt frá því að hann tók við embætti forseta.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttaskýringar Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Sjá meira
Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00
Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12
Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10