Kalla eftir því að upptökur af samskiptum Trump og Comey verði afhentar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. maí 2017 22:24 Donald Trump og James Comey. Vísir/AFP Þingmenn í Bandaríkjunum hafa kallað eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti afhendi allar upptökur af samskiptum sínum við James Comey, yfirmann Alríkislögreglunnar sem var rekinn í síðustu viku, séu þær á annað borð til. Trump gaf í skyn á Twitter eftir brottrekstur Comey að hann ætti upptökur af samtölum þeirra og varaði Comey við því að tala við fjölmiðla. Hvorki Trump sjálfur né talsmaður Hvíta hússins hefur viljað tjáð sig um hvort slíkar upptökur séu yfir höfuð til. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikana segir að Hvíta húsið verði að segja það hreint út hvort upptökurnar séu til. „Það þýðir ekki að reyna að vera sniðugur um svona upptökur. Ef það eru til einhverjar upptökur af samtalinu þá þarf að afhenda þær,“ sagði Graham í viðtali í þættinum Meet the Press á NBC. „Það er eins gott fyrir James Comey að ekki séu til neinar „upptökur“ af samtölum okkar áður en hann fer að leka þeim í fjölmiðla,“ tísti forsetinn.James Comey better hope that there are no "tapes" of our conversations before he starts leaking to the press!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2017 Mike Lee, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, tekur í sama streng og Graham og sagði að það væri óumflýjanlegt að Hvíta húsið þurfi að framvísa upptökunum, séu þær yfir höfuð til staðar. Hann sagði að upptökur samtala í Hvíta húsinu væri „ekki endilega besta hugmyndin.“ Brottreksturinn þykir hafa komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hélt Comey meðal annars sjálfur í fyrstu að um hrekk væri að ræða. FBI er með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Í ljósi þess þykir brottrekstur Comey afar umdeildur og hefur hann verið harðlega gagnrýndur, þá sérstaklega af demókrötum. Comey sjálfur hefur reyndar einnig verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið með því að greina frá rannsókn á tölvupóstum Clinton, skömmu fyrir kosningar. Donald Trump Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Þingmenn í Bandaríkjunum hafa kallað eftir því að Donald Trump Bandaríkjaforseti afhendi allar upptökur af samskiptum sínum við James Comey, yfirmann Alríkislögreglunnar sem var rekinn í síðustu viku, séu þær á annað borð til. Trump gaf í skyn á Twitter eftir brottrekstur Comey að hann ætti upptökur af samtölum þeirra og varaði Comey við því að tala við fjölmiðla. Hvorki Trump sjálfur né talsmaður Hvíta hússins hefur viljað tjáð sig um hvort slíkar upptökur séu yfir höfuð til. Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikana segir að Hvíta húsið verði að segja það hreint út hvort upptökurnar séu til. „Það þýðir ekki að reyna að vera sniðugur um svona upptökur. Ef það eru til einhverjar upptökur af samtalinu þá þarf að afhenda þær,“ sagði Graham í viðtali í þættinum Meet the Press á NBC. „Það er eins gott fyrir James Comey að ekki séu til neinar „upptökur“ af samtölum okkar áður en hann fer að leka þeim í fjölmiðla,“ tísti forsetinn.James Comey better hope that there are no "tapes" of our conversations before he starts leaking to the press!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2017 Mike Lee, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, tekur í sama streng og Graham og sagði að það væri óumflýjanlegt að Hvíta húsið þurfi að framvísa upptökunum, séu þær yfir höfuð til staðar. Hann sagði að upptökur samtala í Hvíta húsinu væri „ekki endilega besta hugmyndin.“ Brottreksturinn þykir hafa komið eins og þruma úr heiðskýru lofti og hélt Comey meðal annars sjálfur í fyrstu að um hrekk væri að ræða. FBI er með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Í ljósi þess þykir brottrekstur Comey afar umdeildur og hefur hann verið harðlega gagnrýndur, þá sérstaklega af demókrötum. Comey sjálfur hefur reyndar einnig verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið með því að greina frá rannsókn á tölvupóstum Clinton, skömmu fyrir kosningar.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48 Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00 Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Sjá meira
Skiptar skoðanir um ákvörðun Trump að reka Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti rak í gær James Comey, yfirmann Bandarísku alríkislögreglunnar, í gær. 10. maí 2017 08:48
Trump þótti Comey einfaldlega ekki standa sig nógu vel Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið yfirmann alríkislögreglunnar. Þótti hann ekki standa sig nógu vel. Alríkislögreglan rannsakar áhrif Rússa á forsetakosningarnar og möguleg tengsl við framboð Trumps. Fjórir koma til greina sem eft 11. maí 2017 07:00
Trump búinn að reka yfirmann FBI Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna lagði til við forsetann að James Comey yrði rekinn. 9. maí 2017 22:02
Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50
Trump segir að honum verði þakkað fyrir að hafa rekið Comey Forseti Bandaríkjanna hefur varið ákvörðun hans um að láta reka yfirmann FBI. 10. maí 2017 16:30