Varstu ekki örugglega með límmiða yfir glasinu þínu? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2017 11:15 Nöfnunarnar Hildur Lilliendahl og Hildur Sverrisdóttir eru efins um verkefnið. Vísir Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. Fjallað var um verkefnið í Fréttablaðinu í dag en verndari þess er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Telja þær að með verkefninu sé verið að setja ábyrgðina yfir á þolandann, en ekki gerandann. Límmiðalausnin, ef hana má kalla, nær auk þess aðeins til drykkja sem er hægt að drekka með röri. Límmiðarnir eru merktir tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Færsla Hildar Sverrisdóttur. Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir, kynningarstjóri Secret Solstice, fékk hugmyndina að verkefninu. Límmiðarnir eru með litlu gati fyrir rör sem líma má ofan á glösin. Þannig eigi ekki að vera hægt að lauma nauðgunarlyfjum ofan í glösin. Skemmistaðirnir Prikið, b5 og Dillon taka þátt í verkefninu. „Ég veit að þetta er kannski ekki lausn en þetta er hugmynd og ég er að reyna að skapa umtal og vitundarvakningu um að við eigum að passa hvert annað,“ segir Þórunn Antonía í Fréttablaðinu í dag. „Hugmyndin kviknaði út frá sorg og vanmáttarkennd stúlku sem er mér afar kær og var byrlað lyf á skemmtistað og nauðgað. “ Dáist að virðingarverðri hugsun Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tekur viljann fyrir verkið en er full umhugsunar um verkefnið. „Ég dáist að virðingarverðri hugsun, hlýju og samkennd í þessum vilja til að passa upp á náungann. En ég óttast að þarna sé verið að stíga varhugaverð skref. Konur eiga að geta skemmt sér án límmiða yfir glasinu sínu. Það má heldur ekki verða konu „að kenna” ef henni eru byrluð lyf því hún hafði ekki límmiða á drykknum. Langaði að fá að nefna þetta til hliðsjónar í þessari mikilvægu umræðu,“ segir Hildur. Færsla Hildar Lilliendahl. Hildi Lilliendahl finnst nafna sín stíga varlega til jarðar. „Mig langar bara að öskra hluti,“ segir Hildur Lilliendahl. Nafna hennar Sverrisdóttir bendir á að það sé líkast til munurinn á þeim tveim. Hildur Lilliendahl segist í kaldhæðnistón fagna því að loksins hafi einhver tekið af skarið og skellt fram hugmynd að fýsískri lausn fyrir konur til að koma í veg fyrir að karlar nauðgi þeim. „Af hverju að stoppa þarna? Hvað með bara skírlífisbelti? Eða að hafa Secret Solstice bara fyrir karla? Tónlistin á hátíðinni er nánast bara eftir karla hvort sem er. Ég skil ekki hvað konur eru að gera utandyra. Vita þær ekki að þær eru að taka áhættu?“ spyr Hildur. „Eða, með orðum hugmyndasmiðsins: „Ábyrgðin er ekki bara þeirra sem drekka úr glasinu heldur allra í kring.““ *TW* Varstu ölvuð? Hvernig varstu klædd? VARSTU EKKI ÖRUGGLEGA MEÐ LÍMMIÐA YFIR GLASINU ÞÍNU?!— Kratababe93 (@ingabbjarna) May 15, 2017 Linnulausar árásir Ósk Gunnlaugsdóttir, sem steig fram í viðtali við Stundina árið 2015 og sagði frá nauðgun sem hún varð fyrir af hendi landsþekkts manns, leggur orð í belg og segir í gríni: „Hvað með að setja í lög að konur þurfi alltaf að vera í fylgd með karlkynsfjölskyldumeðlimi?“ Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, segir kaldhæðnislega að nú sé búið að leysa vandamálið, sem nauðganir séu. „Límmiði á glasið og anti-nauðgunarnaglalakkið á puttana. Allir glaðir á djamminu.“ Lögfræðingurinn Auður Kolbrá Birgisdóttir er sömuleiðis hugsi yfir málinu. „Auðvitað viljum við ekki þurfa límmiða yfir drykkina okkar, það er fáránlegt. En er fáránlegt að verja sig gegn linnulausum árásum?“ Auðvitað viljum við ekki þurfa límmiða yfir drykkina okkar, það er fáránlegt. En er fáránlegt að verja sig gegn linnulausum árásum?— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) May 15, 2017 Það er árið 2017 Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur unnið mikið hjálparstarf í þágu flóttamanna undanfarin misseri, er sömuleiðis hugsi. „Það minnist enginn á gerendur þarna. Það er auðvitað á ábyrgð nauðgara að nauðga ekki. Allt annað er bara rugl. Elsku stelpur, það er ekki ykkar að passa ykkur. Það er alveg sama hvað þið gerið eða gerið ekki, það er aldrei á ykkar ábyrgð ef einhver brýtur á ykkur,“ segir Þórunn. „Ég vil núna sjá herferð sem beinist að gerendum, takk. Það er 2017.“ Secret Solstice Tengdar fréttir Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Nöfnurnar Hildur Sverrisdóttir þingmaður og Hildur Lilliendahl eru meðal þeirra sem eru efins um að límmiðar til að setja á glös á skemmtistöðum bæjarins til að sporna við nauðgunarlyfum sé skref í rétta átt. Fjallað var um verkefnið í Fréttablaðinu í dag en verndari þess er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Telja þær að með verkefninu sé verið að setja ábyrgðina yfir á þolandann, en ekki gerandann. Límmiðalausnin, ef hana má kalla, nær auk þess aðeins til drykkja sem er hægt að drekka með röri. Límmiðarnir eru merktir tónlistarhátíðinni Secret Solstice. Færsla Hildar Sverrisdóttur. Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir, kynningarstjóri Secret Solstice, fékk hugmyndina að verkefninu. Límmiðarnir eru með litlu gati fyrir rör sem líma má ofan á glösin. Þannig eigi ekki að vera hægt að lauma nauðgunarlyfjum ofan í glösin. Skemmistaðirnir Prikið, b5 og Dillon taka þátt í verkefninu. „Ég veit að þetta er kannski ekki lausn en þetta er hugmynd og ég er að reyna að skapa umtal og vitundarvakningu um að við eigum að passa hvert annað,“ segir Þórunn Antonía í Fréttablaðinu í dag. „Hugmyndin kviknaði út frá sorg og vanmáttarkennd stúlku sem er mér afar kær og var byrlað lyf á skemmtistað og nauðgað. “ Dáist að virðingarverðri hugsun Hildur Sverrisdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, tekur viljann fyrir verkið en er full umhugsunar um verkefnið. „Ég dáist að virðingarverðri hugsun, hlýju og samkennd í þessum vilja til að passa upp á náungann. En ég óttast að þarna sé verið að stíga varhugaverð skref. Konur eiga að geta skemmt sér án límmiða yfir glasinu sínu. Það má heldur ekki verða konu „að kenna” ef henni eru byrluð lyf því hún hafði ekki límmiða á drykknum. Langaði að fá að nefna þetta til hliðsjónar í þessari mikilvægu umræðu,“ segir Hildur. Færsla Hildar Lilliendahl. Hildi Lilliendahl finnst nafna sín stíga varlega til jarðar. „Mig langar bara að öskra hluti,“ segir Hildur Lilliendahl. Nafna hennar Sverrisdóttir bendir á að það sé líkast til munurinn á þeim tveim. Hildur Lilliendahl segist í kaldhæðnistón fagna því að loksins hafi einhver tekið af skarið og skellt fram hugmynd að fýsískri lausn fyrir konur til að koma í veg fyrir að karlar nauðgi þeim. „Af hverju að stoppa þarna? Hvað með bara skírlífisbelti? Eða að hafa Secret Solstice bara fyrir karla? Tónlistin á hátíðinni er nánast bara eftir karla hvort sem er. Ég skil ekki hvað konur eru að gera utandyra. Vita þær ekki að þær eru að taka áhættu?“ spyr Hildur. „Eða, með orðum hugmyndasmiðsins: „Ábyrgðin er ekki bara þeirra sem drekka úr glasinu heldur allra í kring.““ *TW* Varstu ölvuð? Hvernig varstu klædd? VARSTU EKKI ÖRUGGLEGA MEÐ LÍMMIÐA YFIR GLASINU ÞÍNU?!— Kratababe93 (@ingabbjarna) May 15, 2017 Linnulausar árásir Ósk Gunnlaugsdóttir, sem steig fram í viðtali við Stundina árið 2015 og sagði frá nauðgun sem hún varð fyrir af hendi landsþekkts manns, leggur orð í belg og segir í gríni: „Hvað með að setja í lög að konur þurfi alltaf að vera í fylgd með karlkynsfjölskyldumeðlimi?“ Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, segir kaldhæðnislega að nú sé búið að leysa vandamálið, sem nauðganir séu. „Límmiði á glasið og anti-nauðgunarnaglalakkið á puttana. Allir glaðir á djamminu.“ Lögfræðingurinn Auður Kolbrá Birgisdóttir er sömuleiðis hugsi yfir málinu. „Auðvitað viljum við ekki þurfa límmiða yfir drykkina okkar, það er fáránlegt. En er fáránlegt að verja sig gegn linnulausum árásum?“ Auðvitað viljum við ekki þurfa límmiða yfir drykkina okkar, það er fáránlegt. En er fáránlegt að verja sig gegn linnulausum árásum?— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) May 15, 2017 Það er árið 2017 Þórunn Ólafsdóttir, sem hefur unnið mikið hjálparstarf í þágu flóttamanna undanfarin misseri, er sömuleiðis hugsi. „Það minnist enginn á gerendur þarna. Það er auðvitað á ábyrgð nauðgara að nauðga ekki. Allt annað er bara rugl. Elsku stelpur, það er ekki ykkar að passa ykkur. Það er alveg sama hvað þið gerið eða gerið ekki, það er aldrei á ykkar ábyrgð ef einhver brýtur á ykkur,“ segir Þórunn. „Ég vil núna sjá herferð sem beinist að gerendum, takk. Það er 2017.“
Secret Solstice Tengdar fréttir Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Eru saman í liði gegn nauðgunum Þórunn Antonía Magnúsdóttir vill koma í veg fyrir að fólki séu byrluð nauðgunarlyf. Hún lét gera límmiða sem settur er ofan á glös. Guðni Th. er verndari verkefnisins. Dillon, B5 og Prikið taka þátt. 15. maí 2017 07:00