Sport

Önnur konan til þess að lýsa NFL í Bandaríkjunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mowins er hér að taka viðtal fyrir ESPN.
Mowins er hér að taka viðtal fyrir ESPN. vísir/getty
Það verður sögulegur viðburður í bandarísku sjónvarpi næsta vetur þegar kona mun sjá um að lýsa NFL-leik í sjónvarpinu.

Það verða þá liðin tæp 30 ár síðan kona lýsti síðast leik í þessari vinsælustu íþrótt Bandaríkjanna. Sú fyrsta til að gera það var Gayle Sierens en hún lýsti leik Seattle og Kansas um jólin 1987.

Hún lýsti þá fyrir NBC og gerði það vel. Svo vel að NBC vildi fá hana til þess að lýsa fleiri leikjum. Stöðin sem var með hana í aðalvinnu vildi ekki sleppa henni í fleiri leiki og því varð ekkert úr því að framhald yrði á þessu.

Beth Mowins er þrautreynd íþróttafréttakona hjá ESPN og hún mun lýsa mánudagsleik þann 11. september á milli San Diego og Denver.

Fyrrum þjálfari Buffalo og NY Jets, Rex Ryan, mun lýsa með henni. Þau hafa lýst háskólaleik saman áður og gekk það ágætlega þó svo Ryan hafi verið að stíga sín fyrstu skref í starfinu.

Mowins hefur lýst undirbúningsleikjum hjá Oakland Raiders og staðið sig vel. Forráðamenn Oakland hafa hrósað henni í hástert fyrir fagmennsku og segja að hún sé tilbúin að lýsa leikjum fyrir þjóðina.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×