Sport

Fékk tæplega sex milljón króna bónus fyrir að mæta ekki of feitur í vinnuna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lacy í leik með Green Bay Packers á síðustu leiktíð.
Lacy í leik með Green Bay Packers á síðustu leiktíð. vísir/getty
Það er oft margt skrítið í NFL-deildinni og nú er farið að greiða íþróttamönnum milljónir aukalega fyrir að mæta ekki of feitir í vinnuna.

Hlauparinn Eddie Lacy hefur á stundum átt í erfiðleikum með aukakílóin. Er hann samdi við Seattle Seahawks fyrir tímabilið setti hann inn klausur um að fá bónus í hvert sinn sem hann er í réttri þyngd.

Lacy var 115 kíló er hann mætti til starfa hjá félaginu. Samkvæmt samningi fékk hann tæpar 6 milljónir króna fyrir að vera undir 116 kílóum.

Ruglinu lýkur ekki þar því Lacy getur í heild fengið sjö bónusa hjá félaginu fyrir að vera í réttri þyngd. Takist honum það mun hann í heildina fá 40 milljónir króna fyrir það eitt að vera ekki of feitur.

Næsta vigtun hjá Lacy er þann 12. júní og þá þarf hann að vera kominn niður í 113 kíló.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×