Viðskipti innlent

Lítill hluti þeirra sem sóttu um fá vinnu hjá H&M á Íslandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
H&M mun opna þrjár verslanir hér á landi. Í Smáralind og Kringlunni í sumar og á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur á næsta ári.
H&M mun opna þrjár verslanir hér á landi. Í Smáralind og Kringlunni í sumar og á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur á næsta ári. Vísir/Getty
Starfsmenn H&M á Íslandi verða á milli 70 og 80 í verslununum sem verða opnaðar hér á landi í Kringlunni og Smáralind í haust. Kristín Fjeld, upplýsingafulltrúi H&M á Íslandi og Noregi, segir í svari við fyrirspurn Vísis að enn sé verið að ganga frá ráðningum í starfið.

Verslanir H&M verða opnaðar í Kringlunni og Smáralind á árinu. Í Smáralind í ágúst og síðar á árinu í Kringlunni.

„Vinna stendur yfir á báðum stöðum og allt er á áætlun. Við hlökkum virkilega til þess að opna verslanirnar í ágúst,“ segir Kristín. Umsóknir um starf hjá H&M voru á annað þúsund að sögn Kristínar og hún fagnar því.

„Áhuginn hefur verið mjög mikill á störfunum sem eru í boði á Íslandi, og það finnst okkur mjög spennandi.“

Undir tíu prósentum þeirra sem sóttu um fá vinnu hjá H&M.

„Ráðningar standa enn yfir og fjöldinn yfir starfsmenn liggur ekki alveg fyrir. En þetta verða líklega í kringum 70-80 manns auk fólks í minna starfshlutfalli.“

Verslun H&M í Smáralind verður á tveimur hæðum og um 3000 fermetrar að stærð. Í Kringlunni verður verslunin 2600 fermetrar, þar sem Hagkaup var áður á annarri hæð verslunarmiðstöðvarinnar.

 

H&M

Tengdar fréttir

Forsmekkur af haustinu hjá H&M

Smá brot af haustlínunni hjá sænska fatarisanum sem við Íslendingar getum keypt í nýju búðinni sem opnar í haust.

H&M opnar í Smáralind í ágúst

Fyrsta verslun H&M á Íslandi mun opna í Smáralind í ágúst 2017. Verslunin, sem verður á tveim hæðum, verður um 3.000 fermetrar að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sænsku fataverslanakeðjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×