Ótrúleg leikmannaskipti Boston Celtics frá 2013 enn að borga sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2017 10:30 Danny Ainge náði ótrúlegum skiptum við Brooklyn Nets fyrir fjórum árum. Vísir/AP Boston Celtics verður með fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en þetta kom í ljós í nótt dregið var um hvaða lið fá fyrstu valréttina. Boston Celtics velur númer eitt, Los Angeles Lakers velur númer tvö og Philadelphia 76ers er númer þrjú.Hér má sjá röðina í fyrstu umferð: 1. Boston (Frá Brooklyn) 2. Los Angeles Lakers 3. Philadelphia (Frá Sacramento) 4. Phoenix 5. Sacramento (Frá Philadelphia) 6. Orlando 7. Minnesota 8. New York 9. Dallas 10. Sacramento (Frá New Orleans) 11. Charlotte 12. Detroit 13. Denver 14. Miami 15. Portland 16. Chicago 17. Milwaukee 18. Indiana 19. Atlanta 20. Portland (Frá Memphis í gegnum Denver og Cleveland) 21. Oklahoma City 22. Brooklyn (Frá Washington) 23. Toronto (Frá LA Clippers í gegnum Milwaukee) 24. Utah 25. Orlando (Frá Toronto) 26. Portland (Frá Cleveland) 27. Brooklyn (Frá Boston) 28. Los Angeles Lakers (Frá Houston) 29. San Antonio 30. Utah (Frá Golden State) Boston Celtics fékk því fyrsta valrétt í nýliðavalinu innan við sólarhring eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Vanalega eru það liðin sem komast ekki í úrslitakeppnina sem eru að bítast um fyrstu valréttina en það eru merkileg leikmannaskipti sem sjá til þess að Boston Celtics er í þessari frábæru stöðu. Árið 2013 skiptu Boston Celtics og Brooklyn Nets nefnilega á leikmönnum og Celtics-menn eru ennþá að græða á þeim skiptum. Brooklyn-liðið fékk meðal annars tvær stórstjörnur frá Boston, Paul Pierce og Kevin Garnett í skiptum fyrir þrjá valrétti í framtíðinni.pic.twitter.com/vWtmZrUfLm — Boston Celtics (@celtics) May 17, 2017 Það sem gerði hinsvegar útslagið er að í einum þessarar valrétta þá mátti Boston skipta við Brooklyn Nets um valrétt liðsins í fyrstu umferðinni í ár. Brooklyn Nets er lélegasta lið deildarinnar og því voru miklar líkur á að liðið fengi fyrsta valrétt sem varð svo raunin. Boston Celtics á líka valrétt Brooklyn Nets í fyrstu umferð nýliðavalsins á næsta ári og þessi skipti hjá Danny Ainge og félögum fara í sögubækurnar sem ein af þeim betri. Paul Pierce lagði skóna á hilluna á dögunum en hann fór inn á Twitter og eignaði sér smá hlut í því að skila Boston Celtics valrétti númer eitt í nýliðavalinu 2017. Það má sjá það hér fyrir neðan.And look what I leave behind for the Celts on my way out #1 pick — Paul Pierce (@paulpierce34) May 17, 2017pic.twitter.com/iYKuQMKove — Boston Celtics (@celtics) May 17, 2017 NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Boston Celtics verður með fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en þetta kom í ljós í nótt dregið var um hvaða lið fá fyrstu valréttina. Boston Celtics velur númer eitt, Los Angeles Lakers velur númer tvö og Philadelphia 76ers er númer þrjú.Hér má sjá röðina í fyrstu umferð: 1. Boston (Frá Brooklyn) 2. Los Angeles Lakers 3. Philadelphia (Frá Sacramento) 4. Phoenix 5. Sacramento (Frá Philadelphia) 6. Orlando 7. Minnesota 8. New York 9. Dallas 10. Sacramento (Frá New Orleans) 11. Charlotte 12. Detroit 13. Denver 14. Miami 15. Portland 16. Chicago 17. Milwaukee 18. Indiana 19. Atlanta 20. Portland (Frá Memphis í gegnum Denver og Cleveland) 21. Oklahoma City 22. Brooklyn (Frá Washington) 23. Toronto (Frá LA Clippers í gegnum Milwaukee) 24. Utah 25. Orlando (Frá Toronto) 26. Portland (Frá Cleveland) 27. Brooklyn (Frá Boston) 28. Los Angeles Lakers (Frá Houston) 29. San Antonio 30. Utah (Frá Golden State) Boston Celtics fékk því fyrsta valrétt í nýliðavalinu innan við sólarhring eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Vanalega eru það liðin sem komast ekki í úrslitakeppnina sem eru að bítast um fyrstu valréttina en það eru merkileg leikmannaskipti sem sjá til þess að Boston Celtics er í þessari frábæru stöðu. Árið 2013 skiptu Boston Celtics og Brooklyn Nets nefnilega á leikmönnum og Celtics-menn eru ennþá að græða á þeim skiptum. Brooklyn-liðið fékk meðal annars tvær stórstjörnur frá Boston, Paul Pierce og Kevin Garnett í skiptum fyrir þrjá valrétti í framtíðinni.pic.twitter.com/vWtmZrUfLm — Boston Celtics (@celtics) May 17, 2017 Það sem gerði hinsvegar útslagið er að í einum þessarar valrétta þá mátti Boston skipta við Brooklyn Nets um valrétt liðsins í fyrstu umferðinni í ár. Brooklyn Nets er lélegasta lið deildarinnar og því voru miklar líkur á að liðið fengi fyrsta valrétt sem varð svo raunin. Boston Celtics á líka valrétt Brooklyn Nets í fyrstu umferð nýliðavalsins á næsta ári og þessi skipti hjá Danny Ainge og félögum fara í sögubækurnar sem ein af þeim betri. Paul Pierce lagði skóna á hilluna á dögunum en hann fór inn á Twitter og eignaði sér smá hlut í því að skila Boston Celtics valrétti númer eitt í nýliðavalinu 2017. Það má sjá það hér fyrir neðan.And look what I leave behind for the Celts on my way out #1 pick — Paul Pierce (@paulpierce34) May 17, 2017pic.twitter.com/iYKuQMKove — Boston Celtics (@celtics) May 17, 2017
NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira