Halldór Jóhann: Finnst þetta algjört kjaftæði Smári Jökull Jónsson skrifar 18. maí 2017 22:11 Halldór Jóhann fórnar höndum á hliðarlínunni. vísir/eyþór Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var ánægður með sigurinn á Val að Hlíðarenda í kvöld sem tryggir hans mönnum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag. „Við náðum okkar frumkvæði í leikinn, mér finnst það hafa vantað af okkar hálfu. Við náðum að stýra leiknum varnar- og sóknarlega í dag og vorum í raun bara virkilega ákveðnir og flottir. Það er það sem skóp þennan sigur,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. FH skoraði 19 mörk á Valsvörnina í fyrri hálfleik, fimm mörkum minna en þeir gerðu í öllum síðasta leik. „Ég vissi alveg að við gætum leyst þessa vörn þeirra. Það þurfa margir þættir að spila inn í. Sigurður Ingiberg kemur inn í markið í seinni hálfleik og ég veit ekki hvað við klikkum á mörgum dauðafærum á þeim kafla. Þeir ná áhlaupi á okkur sem við náum svo að standast.“ Guðlaugur Arnarsson þjálfari Valsmanna sagði að Halldór hefði náð að setja pressu á dómara leiksins með ummælum sínum eftir síðasta leik liðanna um að ekki hefði verið nógu hart tekið á brotum Valsara. Halldór var ekki sammála kollega sínum hvað það varðar. „Ég veit ekki hverju ég á að svara, mér finnst þetta algjört kjaftæði. Þeir fóru í sama pakka eftir leik tvö og byrjuðu að tala um einhverja skrefadóma. Ég held það sé best að leyfa dómurunum að flauta þessa leiki og að við séum ekki að blammera þá í fjölmiðlum. Þeir mega auðvitað segja það sem þeir vilja," sagði Halldór og bætti við að bæði lið gætu eflaust tínt til dóma sem þau væru ósátt með. „Ég held að við höfum verið meira útaf en þeir þegar upp er staðið. Þetta var harður leikur og erfitt að dæma. Auðvitað eru einhver atriði okkar megin sem við getum sagt að voru ekki brottvísanir og þeir líka en ef við ætlum að tína allt úr leiknum þá verður þetta erfitt. Við vissum að þetta einvígi yrði hart, bjuggum okkur undir það og Valur örugglega líka.“ Úrslitaleikurinn fer fram í Kaplakrika á sunnudag og verður án nokkurs vafa hart barist eins og verið hefur í rimmunni til þessa. „Það verður gaman að vera hluti af því dæmi. Við viljum fylla Krikann og vonandi fjölmenna stuðningsmenn beggja liða á leikinn og allir handboltaáhugamenn. Það er frábært fyrir íslenskan handbolta að þessi staða sé komin upp,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. 18. maí 2017 22:07 Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45 Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var ánægður með sigurinn á Val að Hlíðarenda í kvöld sem tryggir hans mönnum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag. „Við náðum okkar frumkvæði í leikinn, mér finnst það hafa vantað af okkar hálfu. Við náðum að stýra leiknum varnar- og sóknarlega í dag og vorum í raun bara virkilega ákveðnir og flottir. Það er það sem skóp þennan sigur,“ sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leik. FH skoraði 19 mörk á Valsvörnina í fyrri hálfleik, fimm mörkum minna en þeir gerðu í öllum síðasta leik. „Ég vissi alveg að við gætum leyst þessa vörn þeirra. Það þurfa margir þættir að spila inn í. Sigurður Ingiberg kemur inn í markið í seinni hálfleik og ég veit ekki hvað við klikkum á mörgum dauðafærum á þeim kafla. Þeir ná áhlaupi á okkur sem við náum svo að standast.“ Guðlaugur Arnarsson þjálfari Valsmanna sagði að Halldór hefði náð að setja pressu á dómara leiksins með ummælum sínum eftir síðasta leik liðanna um að ekki hefði verið nógu hart tekið á brotum Valsara. Halldór var ekki sammála kollega sínum hvað það varðar. „Ég veit ekki hverju ég á að svara, mér finnst þetta algjört kjaftæði. Þeir fóru í sama pakka eftir leik tvö og byrjuðu að tala um einhverja skrefadóma. Ég held það sé best að leyfa dómurunum að flauta þessa leiki og að við séum ekki að blammera þá í fjölmiðlum. Þeir mega auðvitað segja það sem þeir vilja," sagði Halldór og bætti við að bæði lið gætu eflaust tínt til dóma sem þau væru ósátt með. „Ég held að við höfum verið meira útaf en þeir þegar upp er staðið. Þetta var harður leikur og erfitt að dæma. Auðvitað eru einhver atriði okkar megin sem við getum sagt að voru ekki brottvísanir og þeir líka en ef við ætlum að tína allt úr leiknum þá verður þetta erfitt. Við vissum að þetta einvígi yrði hart, bjuggum okkur undir það og Valur örugglega líka.“ Úrslitaleikurinn fer fram í Kaplakrika á sunnudag og verður án nokkurs vafa hart barist eins og verið hefur í rimmunni til þessa. „Það verður gaman að vera hluti af því dæmi. Við viljum fylla Krikann og vonandi fjölmenna stuðningsmenn beggja liða á leikinn og allir handboltaáhugamenn. Það er frábært fyrir íslenskan handbolta að þessi staða sé komin upp,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. 18. maí 2017 22:07 Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45 Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik. 18. maí 2017 22:07
Leik lokið: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika. 18. maí 2017 22:45