Fótbolti

Sverrir Ingi og félagar kvöddu með áttunda tapinu í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sverrir Ingi og félagar enda í neðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar.
Sverrir Ingi og félagar enda í neðsta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
Sverrir Ingi Ingason og félagar í Granada kvöddu spænsku úrvalsdeildina í fótbolta með 1-2 tapi á heimavelli fyrir Espanyol í kvöld. Granada er löngu fallið og endar í neðsta sæti deildarinnar.

Granada byrjaði leikinn skelfilega og var komið 0-2 undir eftir átta mínútur. Andreas Pereira, lánsmaður frá Manchester United, minnkaði muninn á 22. mínútu en nær komst botnliðið ekki.

Sverrir lék allan leikinn í vörn Granada. Hann lék 17 deildarleiki fyrir Granada í vetur og skoraði eitt mark.

Þetta var áttunda tap Granada í röð og það tólfta í síðustu 13 leikjum. Síðasti sigur liðsins kom 1. mars.

Gamla Arsenal-goðsögnin, Tony Adams, tók við Granada um miðjan apríl. Hann stýrði liðinu í síðustu sjö leikjunum sem töpuðust allir með markatölunni 3-17.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×