Theresa May býr sig undir erfiðar viðræður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Hinn 30. maí 2019 verður Bretland endanlega utan ESB. vísir/epa Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, á von á erfiðum samningaviðræðum um útgöngu Breta úr ESB. Það gæti reynst raunin því leiðtogar ríkjanna 27 sem eftir standa innan sambandsins, eru á því að þeir komi til með að skilgreina hvað felst í Brexit. Leiðtogar sambandsríkjanna komu saman í Brussel á laugardag til að stilla saman strengi sína fyrir komandi viðræður um brotthvarf Breta. Niðurstaða fundarins var stefna sambandsins fyrir komandi viðræður en öll ríkin skrifuðu undir plaggið fyrirvaralaust. Bretar hafa frá upphafi látið þá ósk sína í ljós að þeir vilji semja um fríverslunarsamning við sambandið áður en til útgönguviðræðna kemur. Það telur ESB hins vegar vera öfuga forgangsröðun og vilja sambandsríkin að báðar viðræður fari fram samtímis. Að fundinum á laugardag loknum sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að ýmsir talsmenn útgöngu vanmætu þær flóknu viðræður sem senn færu af stað. Þá ítrekaði Angela Merkel, Þýskalandskanslari, þær áhyggjur sínar að fólk í Lundúnum æli í brjósti sér tálmyndir um að snöggur og einfaldur fríverslunarsamningur væri í boði. „Fundurinn, og ummælin sem leiðtogar ríkjanna hafa látið falla, sýna okkur að það munu verða skeið þar sem viðræðurnar munu verða erfiðar,“ sagði May við breska ríkissjónvarpið BBC. Þann 30. maí 2019 verður Bretland endanlega utan sambandsins og liggur því á að ljúka samningunum fyrir þann tíma. May ítrekaði í gær þá afstöðu sína að enginn samningur væri betri en vondur samningur. Sú afstaða hefur vakið upp blendin viðbrögð á meginlandinu enda mikil óvissa um stöðu Breta í því lagalega limbói sem kann að myndast við þá atburði. Áðurnefndur Juncker sótti May heim í liðinni viku til að ræða tímabilið sem senn fer í hönd. Þau funduðu á miðvikudag í ráðherrabústaðnum að Downing-stræti 10. Málsmetandi menn í Evrópu hafa gert því í skóna að afstaða May, um mögulegt samningsleysi, sé aðeins í þykjustu. Forseti framkvæmdastjórnarinnar tekur henni hins vegar ekki af jafnmikilli léttúð og margir. „Ég yfirgef [Downing-stræti] númer tíu með meiri efasemdir en þegar ég kom hingað,“ lét Juncker hafa eftir sér við samtali við þýska blaðið FAS. Hvað viðræðurnar hafa í för með sér getur aðeins tíminn leitt í ljós. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir May telur Verkamannaflokkinn spilla viðræðum við ESB Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sumir Bretar væru haldnir þeirri tálsýn að hægt væri að semja um fríverslunarsamning við Evrópusambandið samhliða útgöngu úr því. 28. apríl 2017 07:00 ESB leiðtogar funda til undirbúnings fyrir Brexit viðræður Leiðtogar ESB munu funda í dag til að ákveða stefnu í komandi Brexit viðræðum. 29. apríl 2017 09:45 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Fleiri fréttir Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, á von á erfiðum samningaviðræðum um útgöngu Breta úr ESB. Það gæti reynst raunin því leiðtogar ríkjanna 27 sem eftir standa innan sambandsins, eru á því að þeir komi til með að skilgreina hvað felst í Brexit. Leiðtogar sambandsríkjanna komu saman í Brussel á laugardag til að stilla saman strengi sína fyrir komandi viðræður um brotthvarf Breta. Niðurstaða fundarins var stefna sambandsins fyrir komandi viðræður en öll ríkin skrifuðu undir plaggið fyrirvaralaust. Bretar hafa frá upphafi látið þá ósk sína í ljós að þeir vilji semja um fríverslunarsamning við sambandið áður en til útgönguviðræðna kemur. Það telur ESB hins vegar vera öfuga forgangsröðun og vilja sambandsríkin að báðar viðræður fari fram samtímis. Að fundinum á laugardag loknum sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að ýmsir talsmenn útgöngu vanmætu þær flóknu viðræður sem senn færu af stað. Þá ítrekaði Angela Merkel, Þýskalandskanslari, þær áhyggjur sínar að fólk í Lundúnum æli í brjósti sér tálmyndir um að snöggur og einfaldur fríverslunarsamningur væri í boði. „Fundurinn, og ummælin sem leiðtogar ríkjanna hafa látið falla, sýna okkur að það munu verða skeið þar sem viðræðurnar munu verða erfiðar,“ sagði May við breska ríkissjónvarpið BBC. Þann 30. maí 2019 verður Bretland endanlega utan sambandsins og liggur því á að ljúka samningunum fyrir þann tíma. May ítrekaði í gær þá afstöðu sína að enginn samningur væri betri en vondur samningur. Sú afstaða hefur vakið upp blendin viðbrögð á meginlandinu enda mikil óvissa um stöðu Breta í því lagalega limbói sem kann að myndast við þá atburði. Áðurnefndur Juncker sótti May heim í liðinni viku til að ræða tímabilið sem senn fer í hönd. Þau funduðu á miðvikudag í ráðherrabústaðnum að Downing-stræti 10. Málsmetandi menn í Evrópu hafa gert því í skóna að afstaða May, um mögulegt samningsleysi, sé aðeins í þykjustu. Forseti framkvæmdastjórnarinnar tekur henni hins vegar ekki af jafnmikilli léttúð og margir. „Ég yfirgef [Downing-stræti] númer tíu með meiri efasemdir en þegar ég kom hingað,“ lét Juncker hafa eftir sér við samtali við þýska blaðið FAS. Hvað viðræðurnar hafa í för með sér getur aðeins tíminn leitt í ljós.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir May telur Verkamannaflokkinn spilla viðræðum við ESB Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sumir Bretar væru haldnir þeirri tálsýn að hægt væri að semja um fríverslunarsamning við Evrópusambandið samhliða útgöngu úr því. 28. apríl 2017 07:00 ESB leiðtogar funda til undirbúnings fyrir Brexit viðræður Leiðtogar ESB munu funda í dag til að ákveða stefnu í komandi Brexit viðræðum. 29. apríl 2017 09:45 Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Fleiri fréttir Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Sjá meira
May telur Verkamannaflokkinn spilla viðræðum við ESB Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær að sumir Bretar væru haldnir þeirri tálsýn að hægt væri að semja um fríverslunarsamning við Evrópusambandið samhliða útgöngu úr því. 28. apríl 2017 07:00
ESB leiðtogar funda til undirbúnings fyrir Brexit viðræður Leiðtogar ESB munu funda í dag til að ákveða stefnu í komandi Brexit viðræðum. 29. apríl 2017 09:45