Handbolti

Strákarnir tóku vel á því í lyftingasalnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur, Ólafur Guðmundsson og Björgvin Páll rifu í lóðin í morgun.
Guðjón Valur, Ólafur Guðmundsson og Björgvin Páll rifu í lóðin í morgun. mynd/hsí
Strákarnir okkar í handboltalandsliðinu eru mættir til Þýskalands þar sem þeir undirbúa sig fyrir leikina gegn Makedóníu í undankeppni EM 2018.

Strákarnir tóku vel á því í lyftingasalnum í morgun og létu lóðin finna fyrir því eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Íslenska liðið heldur svo til Skopje í Makedóníu þar sem það mætir heimamönnum á fimmtudaginn. Á sunnudaginn mætast liðin öðru sinni í Laugardalshöllinni.

Auk Íslands og Makedóníu eru Tékkland og Úkraína í riðlinum. Hann gæti vart verið jafnari en öll liðin eru með tvö stig eftir tvo leiki.

Riðlakeppninni lýkur í júní. Þá mætir Ísland Tékklandi á útivelli 14. júní og Úkraínu í Laugardalshöllinni fjórum dögum síðar.


Tengdar fréttir

Geir: Frábært að fá Aron aftur í liðið

Geir Sveinsson landsliðsþjálfari gerði aðeins eina breytingu á leikmannahópi sínum frá HM og hópnum sem mætir Makedóníu í undankeppni EM í upphafi næsta mánaðar.

Reiknar með breyttum leikstíl Makedóníu

Geir Sveinsson landsliðsþjálfari býst við því að Makedónía muni ekki spila sama handbolta í næsta mánuði og það gerði á HM í janúar. Nýr þjálfari hefur tekið við liðinu og íslenska liðið verður að ná hagstæðum úrslitum.

Aron snýr aftur í landsliðið

Nú upp úr hádegi tilkynnti Geir Sveinsson landsliðsþjálfari leikmannahóp sinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×