Innlent

Þrengja Háaleitisbraut vegna endurnýjunar hitaveitulagnar

Atli Ísleifsson skrifar
Endurnýjun Reykjaæðar er hluti af uppbyggingu 360 íbúða hverfis á RÚV-reitnum.
Endurnýjun Reykjaæðar er hluti af uppbyggingu 360 íbúða hverfis á RÚV-reitnum. Reykjavíkurborg
Vinna hófst í dag við endurnýjun hitavitulagnarinnar Reykjaæðar undir Háaleitisbrautar. Þrengingar verða á götunni til móts við RÚV-reitinn vegna framkvæmdanna.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að gert sé ráð fyrir að verkið taki tvær vikur og séu ökumenn beðnir um að virða hraðatakmarkanir og sýna aðgát og tillitssemi við framkvæmdasvæðið.

„Endurnýjun Reykjaæðar er hluti af uppbyggingu 360 íbúða hverfis á RÚV-reitnum,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×