Fyrsta þrennan í fyrstu umferð á þessari öld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2017 06:00 Lennon í leik með FH. vísir/stefán FH-ingurinn Steven Lennon mætir til leiks í frábæru formi. Þessi snjalli sóknarmaður ætlar sér stóra hluti með FH í Pepsi-deildinni í sumar og frammistaða hans á Akranesvellinum á sunnudaginn sýndi að þetta gæti orðið sögulegt sumar fyrir Skotann. Metið staðið frá árinu 1978 Markamet efstu deildar hefur staðið óbreytt í næstum því fjóra áratugi eða síðan Pétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir Skagamenn sumarið 1978. Þrír menn hafa náð að jafna það, Guðmundur Torfason (Fram 1986), Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997), en enginn hefur enn náð að brjóta tuttugu marka múrinn. Í raun hefur enginn skorað meira en sextán mörk síðustu tvo áratugi. Þetta er tíunda tólf liða tímabilið en hingað til hafa fjórir aukaleikir því ekki hjálpað markakóngum deildarinnar að komast nálægt markametinu fyrsta áratuginn. Enginn leikmaður hefur þó byrjað jafn vel í 22 leikja deild og Lennon í ár.Oft löng bið eftir fyrstu þrennu Steven Lennon varð nefnilega fyrsti leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar. Síðastur til að afreka slíkt var Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson 21. maí 1999. Steingrímur endaði það sumar sem markahæsti leikmaður deildarinnar. Það hefur oft þurft að bíða lengi eftir fyrstu þrennu tímabilsins. Fyrir þremur árum leit fyrsta þrennan ekki dagsins ljós fyrr en í lok september en í fyrra var fyrsta þrennan skoruð í lok júní. Lennon skoraði líka fyrstu þrennuna sumarið 2015 en hún kom í 6. umferð sem var í lok maí. Lennon innsiglaði þrennuna sína á móti ÍA eftir stoðsendingu frá 113 marka manninum Atla Viðari Björnssyni. Atli Viðar er langmarkahæsti leikmaður FH í efstu deild en þrennan á sunnudaginn kom Lennon upp fyrir Andra Marteinsson og inn á topp tíu listann yfir markahæstu leikmenn FH í efstu deild frá upphafi. Síðasta sumar byrjaði reyndar líka vel hjá Skotanum því annað árið í röð var Steven Lennon að skora fyrsta mark tímabilsins. Því hefur enginn áður náð í nútíma fótbolta. Hann er einn af fjórum frá 1960 sem hefur skorað tvisvar sinnum fyrsta mark Íslandsmótsins.Hefur æft rosalega vel í vetur „Hann hefur æft alveg rosalega vel í vetur. Hann sýndi það í þessum leik hversu megnugur hann er,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins eftir leikinn. Lennon sjálfur viðurkenndi að hann hefði skafið af sér og hafi gerbreytt hugsunarhætti sínum í vetur. Uppskeran var frábær í fyrsta leik en svo á eftir að koma í ljós hvernig framhaldið verður hjá honum. Lágmarkið hlýtur að vera að brjóta loksins tíu marka múrinn en því hefur Lennon ekki náð á fyrstu sex tímabilum sínum á Íslandi. Þrennur í 1. umferð frá 1977 til 2017: 1983: Hlynur Stefánsson fyrir ÍBV á móti ÍBÍ 1994: Tómas Ingi Tómasson fyrir KR á móti Breiðabliki 1995: Jón Þór Andrésson fyrir Leiftur á móti Fram 1995: Tryggvi Guðmundsson fyrir ÍBV á móti Val 1999: Steingrímur Jóhannesson fyrir ÍBV á móti Leiftri 2017: Steven Lennon fyrir FH á móti ÍA Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Lennon og öll mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Pepsi-deild karla hófst í gær með þremur leikjum. Mesta fjörið var á Akranesi þar sem Íslandsmeistarar FH unnu ÍA með fjórum mörkum gegn tveimur. 1. maí 2017 14:30 „Algjör yfirburðamaður á vellinum“ | Sjáðu greiningu Óskars Hrafns Steven Lennon var besti maður vallarins þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrradag. 2. maí 2017 12:45 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
FH-ingurinn Steven Lennon mætir til leiks í frábæru formi. Þessi snjalli sóknarmaður ætlar sér stóra hluti með FH í Pepsi-deildinni í sumar og frammistaða hans á Akranesvellinum á sunnudaginn sýndi að þetta gæti orðið sögulegt sumar fyrir Skotann. Metið staðið frá árinu 1978 Markamet efstu deildar hefur staðið óbreytt í næstum því fjóra áratugi eða síðan Pétur Pétursson skoraði 19 mörk fyrir Skagamenn sumarið 1978. Þrír menn hafa náð að jafna það, Guðmundur Torfason (Fram 1986), Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997), en enginn hefur enn náð að brjóta tuttugu marka múrinn. Í raun hefur enginn skorað meira en sextán mörk síðustu tvo áratugi. Þetta er tíunda tólf liða tímabilið en hingað til hafa fjórir aukaleikir því ekki hjálpað markakóngum deildarinnar að komast nálægt markametinu fyrsta áratuginn. Enginn leikmaður hefur þó byrjað jafn vel í 22 leikja deild og Lennon í ár.Oft löng bið eftir fyrstu þrennu Steven Lennon varð nefnilega fyrsti leikmaðurinn á þessari öld til að skora þrennu í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar. Síðastur til að afreka slíkt var Eyjamaðurinn Steingrímur Jóhannesson 21. maí 1999. Steingrímur endaði það sumar sem markahæsti leikmaður deildarinnar. Það hefur oft þurft að bíða lengi eftir fyrstu þrennu tímabilsins. Fyrir þremur árum leit fyrsta þrennan ekki dagsins ljós fyrr en í lok september en í fyrra var fyrsta þrennan skoruð í lok júní. Lennon skoraði líka fyrstu þrennuna sumarið 2015 en hún kom í 6. umferð sem var í lok maí. Lennon innsiglaði þrennuna sína á móti ÍA eftir stoðsendingu frá 113 marka manninum Atla Viðari Björnssyni. Atli Viðar er langmarkahæsti leikmaður FH í efstu deild en þrennan á sunnudaginn kom Lennon upp fyrir Andra Marteinsson og inn á topp tíu listann yfir markahæstu leikmenn FH í efstu deild frá upphafi. Síðasta sumar byrjaði reyndar líka vel hjá Skotanum því annað árið í röð var Steven Lennon að skora fyrsta mark tímabilsins. Því hefur enginn áður náð í nútíma fótbolta. Hann er einn af fjórum frá 1960 sem hefur skorað tvisvar sinnum fyrsta mark Íslandsmótsins.Hefur æft rosalega vel í vetur „Hann hefur æft alveg rosalega vel í vetur. Hann sýndi það í þessum leik hversu megnugur hann er,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH-liðsins eftir leikinn. Lennon sjálfur viðurkenndi að hann hefði skafið af sér og hafi gerbreytt hugsunarhætti sínum í vetur. Uppskeran var frábær í fyrsta leik en svo á eftir að koma í ljós hvernig framhaldið verður hjá honum. Lágmarkið hlýtur að vera að brjóta loksins tíu marka múrinn en því hefur Lennon ekki náð á fyrstu sex tímabilum sínum á Íslandi. Þrennur í 1. umferð frá 1977 til 2017: 1983: Hlynur Stefánsson fyrir ÍBV á móti ÍBÍ 1994: Tómas Ingi Tómasson fyrir KR á móti Breiðabliki 1995: Jón Þór Andrésson fyrir Leiftur á móti Fram 1995: Tryggvi Guðmundsson fyrir ÍBV á móti Val 1999: Steingrímur Jóhannesson fyrir ÍBV á móti Leiftri 2017: Steven Lennon fyrir FH á móti ÍA
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu þrennuna hjá Lennon og öll mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Pepsi-deild karla hófst í gær með þremur leikjum. Mesta fjörið var á Akranesi þar sem Íslandsmeistarar FH unnu ÍA með fjórum mörkum gegn tveimur. 1. maí 2017 14:30 „Algjör yfirburðamaður á vellinum“ | Sjáðu greiningu Óskars Hrafns Steven Lennon var besti maður vallarins þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrradag. 2. maí 2017 12:45 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Sjáðu þrennuna hjá Lennon og öll mörkin úr leikjum gærdagsins | Myndbönd Pepsi-deild karla hófst í gær með þremur leikjum. Mesta fjörið var á Akranesi þar sem Íslandsmeistarar FH unnu ÍA með fjórum mörkum gegn tveimur. 1. maí 2017 14:30
„Algjör yfirburðamaður á vellinum“ | Sjáðu greiningu Óskars Hrafns Steven Lennon var besti maður vallarins þegar FH vann 2-4 sigur á ÍA á Akranesi í 1. umferð Pepsi-deildarinnar í fyrradag. 2. maí 2017 12:45