Sjómannslíf söngkonu Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 5. maí 2017 10:30 Arndísi Höllu finnst forréttindi að vera með fólki og sýna því náttúruna og upplifa hana sjálf með þeirra augum. Vísir/GVA Arndís Halla bjó um árabil í Þýskalandi þar sem hún gat sér gott orð sem söngkona. Hún flutti heim til Íslands fyrir nokkrum árum og skipti um starfsvettvang en söngurinn er þó aldrei langt undan. Í sumar ætlar hún að syngja fyrir farþega skemmtiferðaskipsins Ocean Diamond og einnig segja þeim frá Íslandi. „Ég er þegar byrjuð að undirbúa mig fyrir sumarið. Ocean Diamond siglir hringinn í kringum Ísland á sumrin og fer einnig yfir til Grænlands. Ég hef unnið fyrir mér sem söngkona síðan ég var um tvítugt og það hefur verið mitt aðalstarf í gegnum tíðina en fyrir nokkru hóf ég einnig að vinna sem leiðsögumaður. Svo mun ég líka fá að sigla Zodiak, sem er mjög skemmtilegt,“ segir Arndís Halla með bros á vor. „Við munum sigla suður fyrir Grænland, í gegnum Prins Christian sund og svo upp með vesturströninni að Uummannaq. Þetta er mjög gaman en þetta verður þriðja sumarið mitt um borð."Arndís Halla segist lifa hálfgerðu sjómannslífi þessa dagana. MYND/GVA18 ár í Þýskalandi Fyrir fimm árum flutti Arndís Halla heim frá Þýskalandi eftir að hafa búið þar um árabil. „Ég var þar í heil átján ár, takk fyrir. Upphaflega fór ég þangað út til að læra söng við listaháskóla í Berlín og ætlaði svo að koma heim að námi loknu. Áður en ég lauk náminu alveg bauðst mér spennandi vinna og ég fór að syngja í mismunandi verkefnum. Ég var meira að segja ráðin inn í eitt af stóru óperuhúsunum í Berlín sem einsöngvari. Ég var bæði að vinna á föstum samningi og í lausamennsku í níu ár,“ rifjar Arndís Halla upp. Þegar henni bauðst svo að spreyta sig sem söngkona á nýjum vettvangi ákvað hún að slá til og sér ekki eftir því. „Ég fékk starf sem aðalsöngvarinn í stærstu farandsýningu sem hefur verið sett upp í heiminum. Hún heitir Apassionata og gengur enn fyrir fullu húsi. Þetta er fjölskyldusýning sem byggist í rauninni á hestum en er samt ekki dæmigerð hestasýning. Þetta er nokkurs konar listasýning, sirkus og skemmtisýning með flottum dönsurum, leikurum, flottri ljósasýningu og búningum. Mig langaði að breyta til og prófa að syngja í „showbis“ eins og þetta er kallað, því mér fannst ég fá svo mikið frelsi sem söngkona. Ég fékk að ráða heilmiklu sjálf og semja tónlist,“ segir Arndís Halla, sem hafði gaman af því að koma Íslandi að í sýningunni. „Ég byrjaði með heljarinnar landkynningu. Það má segja að snemma beygðist krókurinn í þessa átt því það kom svo í beinu framhaldi að vinna sem leiðsögumaður.“Arndís Halla söng í stærstu farandsýningu heims í um tíu ár. MYND/EMIL ÞÓR SIGURÐSSONVann yfir sig Arndís Halla vann við Apassionata í tæp tíu ár og á þeim tíma gaf hún út geisladiska með tónlist sem hún samdi sjálf. „Þetta var gaman en strangt og stundum voru þrjár til fimm sýningar yfir helgi frá byrjun nóvember og fram í miðjan júní. Þetta var mikil vinna og henni fylgdu mikil ferðalög. Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá vann ég yfir mig, ekki raddlega séð heldur sem manneskja því ég var orðin mjög þreytt. Ég var búin að fá nóg af svona lífi og langaði að gera eitthvað allt annað.“ Arndís Halla ákvað að flytja heim til Íslands og ekki leið á löngu þar til henni bauðst starf sem leiðsögumaður. „Það vantaði þýskumælandi leiðsögumenn og ég tala þýsku vel eftir að hafa búið svona lengi út og er auðvitað vön að koma fram. Ég fór í læri til góðrar leiðsögukonu og tók nokkurs konar hraðkúrs hjá henni, las mér til um land, sögu og þjóð og byrjaði síðan að vinna við leiðsögn.“Sýning um Ísland Samhliða þessu bjó Arndís Halla til Íslandskynningu í samstarfi við Emil Þór Sigurðsson ljósmyndara. „Sýningin heitir Magic of Freedom eða Zauber der Freiheit og er nokkurs konar „infotainment“ eða fróðleiksskemmtun. Sýningin er bæði á ensku og þýsku. Við Emil Þór gáfum út bók með fallegum myndum frá Íslandi og henni fylgdi geisladiskur með tónlist eftir mig og einnig mynddiskur með myndum eftir Emil Þór og tónlistinni minni. Við vorum svo heppin að fá að kynna bókina okkar á bókamessunni í Frankfurt árið 2011. Eftir það varð hún ein söluhæsta bókin í þessum flokki á Amazon í Þýskalandi. Sýningin er hugsuð fyrir ferðamenn og er enn í gangi. Við fórum t.d. til Berlínar í vetur og vorum með sýningu í menningarhúsi þar. Við tökum tarnir í þessu og Magic of Freedom verður sett upp um borð í Ocean Diamond í sumar.“Um borð í Ocean Diamond. MYND/EMIL ÞÓR SIGURÐSSONÁ skólabekk á ný Arndís Halla fann sig strax vel í leiðsögustarfinu og ákvað að setjast á skólabekk síðasta haust og hóf nám í leiðsögn við Endurmenntun Háskóla Íslands til að næla sér í gráðu í faginu. Þegar hún er spurð hvað ferðamönnum finnist skemmtilegast að sjá og upplifa er hún fljót að svara: „Númer eitt, tvö og þrjú er íslensk náttúra. Ferðafólki finnst líka sérstaklega gaman að upplifa eitthvað annað en það gerir heima hjá sér. Mörgum finnst fossar alveg svakalega merkilegir en okkur Íslendingum finnst þeir kannski dálítið venjulegir. Þegar Ocean Diamond siglir meðfram ströndum Íslands er gaman að sjá hvað ferðafólkið er yfir sig hrifið af fossunum sem falla niður fjallshlíðar og út í sjó.“ Leiðsögustarfið er fjölbreytt og enginr tveir dagar eins. Arndís Halla kann vel að meta frelsið sem fylgir starfinu. „Mér finnst líka forréttindi að vera með fólki og sýna því náttúruna og upplifa hana sjálf með þeirra augum. Þetta er eins og með jólin, þau eru miklu skemmtilegri ef það eru börn á heimilinu. Reyndar finnst mér gaman að fara sjálf út í náttúruna og verja mínum frítíma þar en það er áhugavert að upplifa hana í gegnum aðra. Þannig upplifi ég náttúruna alveg upp á nýtt.“Arndís Halla settist á skólabekk síðasta haust að læra leiðsögn. MYND/GVASíðasta vetur hafði Arndís Halla meira en nóg að gera við að sýna ferðamönnum Ísland, auk þess að sinna leiðsögunáminu. „Þetta var annasamur vetur en mér finnst fínt að fara í dagsferðir yfir vetrartímann og vinna á skipunum á sumrin. Ég var orðin svo þreytt á að gista á hótelum þegar ég bjó í Þýskalandi að ég setti það skilyrði þegar ég réð mig í leiðsögn að ég myndi sofa í mínu eigin rúmi á næturnar. Á Ocean Diamond þarf ég ekki að búa í ferðatösku heldur er með mína eigin káetu.“ Ekki er annað hægt en að spyrja Arndísi Höllu hvort ferðamenn í dagsferðum fái að njóta hæfileika hennar sem söngkonu. „Heyrðu, já, ég syng oft fyrir ferðamenn í dagsferðum. Ég syng mismunandi lög, stundum eitthvað tengt álfum eða lög sem tengjast skemmtilegum þjóðsögum. Þei, þei og ró, ró syng ég oft, Ave María úr Dansinum í Hruna og Vísur Vatnsenda-Rósu, ef ég vil sýna gömlu taktskiptingarnar okkar, svo eitthvað sé nefnt.“ Þegar Arndís Halla er innt eftir því hvernig svona flökkulíf fari saman með hefðbundnu fjölskyldulífi hlær hún og segir að það myndi ekki ganga upp ef hún væri með lítil börn. „Börnin mín eru uppkomin svo þetta er ekkert mál fyrir mig. Í raun lifi ég hálfgerðu sjómannslífi þessa dagana og kann bara ljómandi vel við það.“ Ferðamennska á Íslandi Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira
Arndís Halla bjó um árabil í Þýskalandi þar sem hún gat sér gott orð sem söngkona. Hún flutti heim til Íslands fyrir nokkrum árum og skipti um starfsvettvang en söngurinn er þó aldrei langt undan. Í sumar ætlar hún að syngja fyrir farþega skemmtiferðaskipsins Ocean Diamond og einnig segja þeim frá Íslandi. „Ég er þegar byrjuð að undirbúa mig fyrir sumarið. Ocean Diamond siglir hringinn í kringum Ísland á sumrin og fer einnig yfir til Grænlands. Ég hef unnið fyrir mér sem söngkona síðan ég var um tvítugt og það hefur verið mitt aðalstarf í gegnum tíðina en fyrir nokkru hóf ég einnig að vinna sem leiðsögumaður. Svo mun ég líka fá að sigla Zodiak, sem er mjög skemmtilegt,“ segir Arndís Halla með bros á vor. „Við munum sigla suður fyrir Grænland, í gegnum Prins Christian sund og svo upp með vesturströninni að Uummannaq. Þetta er mjög gaman en þetta verður þriðja sumarið mitt um borð."Arndís Halla segist lifa hálfgerðu sjómannslífi þessa dagana. MYND/GVA18 ár í Þýskalandi Fyrir fimm árum flutti Arndís Halla heim frá Þýskalandi eftir að hafa búið þar um árabil. „Ég var þar í heil átján ár, takk fyrir. Upphaflega fór ég þangað út til að læra söng við listaháskóla í Berlín og ætlaði svo að koma heim að námi loknu. Áður en ég lauk náminu alveg bauðst mér spennandi vinna og ég fór að syngja í mismunandi verkefnum. Ég var meira að segja ráðin inn í eitt af stóru óperuhúsunum í Berlín sem einsöngvari. Ég var bæði að vinna á föstum samningi og í lausamennsku í níu ár,“ rifjar Arndís Halla upp. Þegar henni bauðst svo að spreyta sig sem söngkona á nýjum vettvangi ákvað hún að slá til og sér ekki eftir því. „Ég fékk starf sem aðalsöngvarinn í stærstu farandsýningu sem hefur verið sett upp í heiminum. Hún heitir Apassionata og gengur enn fyrir fullu húsi. Þetta er fjölskyldusýning sem byggist í rauninni á hestum en er samt ekki dæmigerð hestasýning. Þetta er nokkurs konar listasýning, sirkus og skemmtisýning með flottum dönsurum, leikurum, flottri ljósasýningu og búningum. Mig langaði að breyta til og prófa að syngja í „showbis“ eins og þetta er kallað, því mér fannst ég fá svo mikið frelsi sem söngkona. Ég fékk að ráða heilmiklu sjálf og semja tónlist,“ segir Arndís Halla, sem hafði gaman af því að koma Íslandi að í sýningunni. „Ég byrjaði með heljarinnar landkynningu. Það má segja að snemma beygðist krókurinn í þessa átt því það kom svo í beinu framhaldi að vinna sem leiðsögumaður.“Arndís Halla söng í stærstu farandsýningu heims í um tíu ár. MYND/EMIL ÞÓR SIGURÐSSONVann yfir sig Arndís Halla vann við Apassionata í tæp tíu ár og á þeim tíma gaf hún út geisladiska með tónlist sem hún samdi sjálf. „Þetta var gaman en strangt og stundum voru þrjár til fimm sýningar yfir helgi frá byrjun nóvember og fram í miðjan júní. Þetta var mikil vinna og henni fylgdu mikil ferðalög. Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá vann ég yfir mig, ekki raddlega séð heldur sem manneskja því ég var orðin mjög þreytt. Ég var búin að fá nóg af svona lífi og langaði að gera eitthvað allt annað.“ Arndís Halla ákvað að flytja heim til Íslands og ekki leið á löngu þar til henni bauðst starf sem leiðsögumaður. „Það vantaði þýskumælandi leiðsögumenn og ég tala þýsku vel eftir að hafa búið svona lengi út og er auðvitað vön að koma fram. Ég fór í læri til góðrar leiðsögukonu og tók nokkurs konar hraðkúrs hjá henni, las mér til um land, sögu og þjóð og byrjaði síðan að vinna við leiðsögn.“Sýning um Ísland Samhliða þessu bjó Arndís Halla til Íslandskynningu í samstarfi við Emil Þór Sigurðsson ljósmyndara. „Sýningin heitir Magic of Freedom eða Zauber der Freiheit og er nokkurs konar „infotainment“ eða fróðleiksskemmtun. Sýningin er bæði á ensku og þýsku. Við Emil Þór gáfum út bók með fallegum myndum frá Íslandi og henni fylgdi geisladiskur með tónlist eftir mig og einnig mynddiskur með myndum eftir Emil Þór og tónlistinni minni. Við vorum svo heppin að fá að kynna bókina okkar á bókamessunni í Frankfurt árið 2011. Eftir það varð hún ein söluhæsta bókin í þessum flokki á Amazon í Þýskalandi. Sýningin er hugsuð fyrir ferðamenn og er enn í gangi. Við fórum t.d. til Berlínar í vetur og vorum með sýningu í menningarhúsi þar. Við tökum tarnir í þessu og Magic of Freedom verður sett upp um borð í Ocean Diamond í sumar.“Um borð í Ocean Diamond. MYND/EMIL ÞÓR SIGURÐSSONÁ skólabekk á ný Arndís Halla fann sig strax vel í leiðsögustarfinu og ákvað að setjast á skólabekk síðasta haust og hóf nám í leiðsögn við Endurmenntun Háskóla Íslands til að næla sér í gráðu í faginu. Þegar hún er spurð hvað ferðamönnum finnist skemmtilegast að sjá og upplifa er hún fljót að svara: „Númer eitt, tvö og þrjú er íslensk náttúra. Ferðafólki finnst líka sérstaklega gaman að upplifa eitthvað annað en það gerir heima hjá sér. Mörgum finnst fossar alveg svakalega merkilegir en okkur Íslendingum finnst þeir kannski dálítið venjulegir. Þegar Ocean Diamond siglir meðfram ströndum Íslands er gaman að sjá hvað ferðafólkið er yfir sig hrifið af fossunum sem falla niður fjallshlíðar og út í sjó.“ Leiðsögustarfið er fjölbreytt og enginr tveir dagar eins. Arndís Halla kann vel að meta frelsið sem fylgir starfinu. „Mér finnst líka forréttindi að vera með fólki og sýna því náttúruna og upplifa hana sjálf með þeirra augum. Þetta er eins og með jólin, þau eru miklu skemmtilegri ef það eru börn á heimilinu. Reyndar finnst mér gaman að fara sjálf út í náttúruna og verja mínum frítíma þar en það er áhugavert að upplifa hana í gegnum aðra. Þannig upplifi ég náttúruna alveg upp á nýtt.“Arndís Halla settist á skólabekk síðasta haust að læra leiðsögn. MYND/GVASíðasta vetur hafði Arndís Halla meira en nóg að gera við að sýna ferðamönnum Ísland, auk þess að sinna leiðsögunáminu. „Þetta var annasamur vetur en mér finnst fínt að fara í dagsferðir yfir vetrartímann og vinna á skipunum á sumrin. Ég var orðin svo þreytt á að gista á hótelum þegar ég bjó í Þýskalandi að ég setti það skilyrði þegar ég réð mig í leiðsögn að ég myndi sofa í mínu eigin rúmi á næturnar. Á Ocean Diamond þarf ég ekki að búa í ferðatösku heldur er með mína eigin káetu.“ Ekki er annað hægt en að spyrja Arndísi Höllu hvort ferðamenn í dagsferðum fái að njóta hæfileika hennar sem söngkonu. „Heyrðu, já, ég syng oft fyrir ferðamenn í dagsferðum. Ég syng mismunandi lög, stundum eitthvað tengt álfum eða lög sem tengjast skemmtilegum þjóðsögum. Þei, þei og ró, ró syng ég oft, Ave María úr Dansinum í Hruna og Vísur Vatnsenda-Rósu, ef ég vil sýna gömlu taktskiptingarnar okkar, svo eitthvað sé nefnt.“ Þegar Arndís Halla er innt eftir því hvernig svona flökkulíf fari saman með hefðbundnu fjölskyldulífi hlær hún og segir að það myndi ekki ganga upp ef hún væri með lítil börn. „Börnin mín eru uppkomin svo þetta er ekkert mál fyrir mig. Í raun lifi ég hálfgerðu sjómannslífi þessa dagana og kann bara ljómandi vel við það.“
Ferðamennska á Íslandi Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira