Fótbolti

„Ronaldo er snillingur en Messi er sá besti“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Einfalt: Tveir bestu fótboltamenn heims.
Einfalt: Tveir bestu fótboltamenn heims. vísir/getty
Jordi Alba, bakvörður Barcelona og spænska landsliðsins í fótbolta, er á þeirri skoðun að Lionel Messi sé besti leikmaður heims þó að Cristiano Roanldo sé handhafi þess titils formlega.

Ronaldo og Messi hafa barist um titilinn besti fótboltamaður heims undanfarinn áratug en eftir frábært ár 2016 fékk Portúgalinn bæði gullboltann og ný verðlaun FIFA sem tryggði honum nafnbótina sá besti í heimi.

Messi hefur byrjað árið 2017 mjög vel en Ronaldo gæti staðið uppi sem Spánar- og Evrópumeistari á næsta mánuði. Það stefnir því í enn eina baráttu þessara tveggja turna.

„Ég veit ekki hvernig þetta er valið með gullboltann og þann besta í heimi. Allir hafa sína skoðun. Einu sinni átti Andrés Iniesta til dæmis að vinna þetta eða Xavi,“ segir Jordi Alba en hann var spurður út í þetta málefni á kynningarfundi Adidas.

„Þið vitið mína skoðun. Að mínu mati er Leo Messi besti leikmaður heims. Cristiano er frábær leikmaður sem skorar fullt af mörkum. Hann er snillingur. Ef ég myndi segja eitthvað annað væri ég að ljúga.“

„Ég held samt að fólk vilji frekar horfa á Messi spila fótbolta sama hvaða lið það styður,“ segir Jordi Alba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×