Erlent

Sýrlenskir flóttamenn í Kanada nefna son sinn Justin Trudeau

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Vísir/AFP
Sýrlensku hjónin Muhammad og Afraa Bilan eignuðust son á fimmtudag. Sonurinn hefur hlotið nafnið Justin Trudeau í höfuðið á forsætisráðherranum geðþekka. BBC greinir frá.

Bilan-fjölskyldan er upphaflega frá borginni Damascus í Sýrlandi en hjónin komust ásamt börnum sínum, sem þá voru tvö, til Kanada nú í vetur. Trudeau eldri, forsætisráðherra Kanada, var ekki á staðnum til að bjóða þau velkomin en fjölskyldunni var mikið í mun að finna aðra leið til að þakka honum fyrir gestrisnina.

Sonurinn, sem heitir fullu nafni Justin Trudeau Adam Bilan, fæddist í Calgary þar sem fjölskyldan hefur búið sér heimili.

Afraa, móðir hins unga Justins Trudeau, segir forsætisráðherrann „mjög góðan mann,“ og vonar að sonurinn fá einhvern tímann að hitta nafna sinn.

Yfir fjörutíu þúsund sýrlenskir flótamenn hafa fengið hæli í Kanada síðan Justin Trudeau tók við embætti síðla árs 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×