Græn og glæsileg í íslenskri hönnun á rauða dreglinum Benedikt Bóas skrifar 8. maí 2017 14:15 Svala var flott í Another Creation. Svala Björgvinsdóttir geislaði í Kænugarði í gær í grænum silkisamfestingi eftir Ýri Þrastardóttur. Svala hafði samband við Ýri eftir RFF. „Ég er í fötum eftir Ýri Þrastardóttur sem er íslenskur hönnuður og hún er með merki sem heitir Another Creation,“ sagði Svala, sem svo sannarlega geislaði á rauða dreglinum fyrir utan Mariyinsky-höllina í Kænugarði í gær. Svala gekk alls 250 metra eftir öllum rauða dreglinum og sjarmeraði blaðamenn upp úr skónum í fallegum grænum silkisamfestingi úr smiðju Ýrar. „Þetta er í raun samfestingur með pilsi sem er hægt að taka af ef ég vil aðeins tjútta. Ég er því fín, og í stuðfötum,“ segir hún. Aldrei áður hefur verið svo langur rauður dregill í sögu Eurovision og lögðu Úkraínumenn allt undir til að stjörnurnar myndu líta sem best út og fá það sviðsljós sem þær áttu skilið. Yfir þúsund blaðamenn, myndatökumenn og ljósmyndarar voru fyrir utan höllina og þurfti að fara í gegn um gríðarlega öryggisgæslu til að komast inn á svæðið. Svala keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision á þriðjudagskvöldið og stígur hún á sviðið 13. í röðinni. Í kvöld fer fram svokallað dómararennsli og þá gefa dómararnir sín atkvæði en þeirra vægi er fimmtíu prósent á við almenning í Evrópu. Svala virkaði róleg og einbeitt á rauða dreglinum í gær og ætlar hún sér greinilega stóra hluti í keppninni. „Þetta er lengsti rauði dregill sem ég hef farið á, hann er rosalega langur,“ segir Svala sem er að reyna að spara og hvíla röddina fyrir kvöldið í kvöld. Svala passar fullkomlega inn í konseptið„Mér finnst náttúrulega bara frábært og rosalega gaman að sjá Svölu í fötum eftir mig,“ segir Ýr Þrastardóttir, en hún er konan á bakvið Another Creation. Svala hafði samband við Ýri eftir sýningu hennar á Reykjavik Fashion Festival. „Þetta var hannað fyrir RFF, og er úr nýjustu línunni frá Another Creation, en ég reyndar lagaði dressið að Svölu,“ segir Ýr. Svala hefur nokkrum sinnum komið fram í hönnun Ýrar. „Hún passar fullkomlega inn í konseptið hjá mér!“ Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Svala Björgvinsdóttir geislaði í Kænugarði í gær í grænum silkisamfestingi eftir Ýri Þrastardóttur. Svala hafði samband við Ýri eftir RFF. „Ég er í fötum eftir Ýri Þrastardóttur sem er íslenskur hönnuður og hún er með merki sem heitir Another Creation,“ sagði Svala, sem svo sannarlega geislaði á rauða dreglinum fyrir utan Mariyinsky-höllina í Kænugarði í gær. Svala gekk alls 250 metra eftir öllum rauða dreglinum og sjarmeraði blaðamenn upp úr skónum í fallegum grænum silkisamfestingi úr smiðju Ýrar. „Þetta er í raun samfestingur með pilsi sem er hægt að taka af ef ég vil aðeins tjútta. Ég er því fín, og í stuðfötum,“ segir hún. Aldrei áður hefur verið svo langur rauður dregill í sögu Eurovision og lögðu Úkraínumenn allt undir til að stjörnurnar myndu líta sem best út og fá það sviðsljós sem þær áttu skilið. Yfir þúsund blaðamenn, myndatökumenn og ljósmyndarar voru fyrir utan höllina og þurfti að fara í gegn um gríðarlega öryggisgæslu til að komast inn á svæðið. Svala keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision á þriðjudagskvöldið og stígur hún á sviðið 13. í röðinni. Í kvöld fer fram svokallað dómararennsli og þá gefa dómararnir sín atkvæði en þeirra vægi er fimmtíu prósent á við almenning í Evrópu. Svala virkaði róleg og einbeitt á rauða dreglinum í gær og ætlar hún sér greinilega stóra hluti í keppninni. „Þetta er lengsti rauði dregill sem ég hef farið á, hann er rosalega langur,“ segir Svala sem er að reyna að spara og hvíla röddina fyrir kvöldið í kvöld. Svala passar fullkomlega inn í konseptið„Mér finnst náttúrulega bara frábært og rosalega gaman að sjá Svölu í fötum eftir mig,“ segir Ýr Þrastardóttir, en hún er konan á bakvið Another Creation. Svala hafði samband við Ýri eftir sýningu hennar á Reykjavik Fashion Festival. „Þetta var hannað fyrir RFF, og er úr nýjustu línunni frá Another Creation, en ég reyndar lagaði dressið að Svölu,“ segir Ýr. Svala hefur nokkrum sinnum komið fram í hönnun Ýrar. „Hún passar fullkomlega inn í konseptið hjá mér!“
Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira