FH hefur eina viku til að landa Salquist sem byrjaði síðasta leik Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2017 14:28 Tobas Salquist er opinn fyrir því að fara til FH en hér er hann í leik á móti meisturunum í fyrra. vísir/anton brink Íslandsmeistarar FH hafa eina viku til að ganga frá kaupum á og samningi við danska miðvörðinn Tobias Salquist, leikmann Silkeborg, áður en félagaskiptaglugganum hér á landi verður lokað á mánudaginn í næstu viku. FH-ingar vilja fá Salquist til liðs við sig en hann spilaði frábærlega fyrir Fjölni á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í því að Grafarvogsliðið náði sínum besta árangri í sögu félagsins.Fótboltavefsíðan 433.is greindi fyrst frá áhuga FH á danska miðverðinum í lok apríl en aðspurður um Salquist í viðtali á fótbolti.net eftir leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH: „Það kemur í ljós í næstu viku.“ Vikan er liðin og nú fer hver að verða síðastur í Kaplakrika að ganga frá málunum áður en glugganum verður lokað og FH stendur uppi með tvo miðverði (Bergsvein Ólafsson og Kassim Doumbia) en liðið spilar með þrjá miðverði í 3-4-3 kerfi sínu. En hversu líklegt er að þetta náist hjá FH í ljósi úrslita helgarinnar í dönsku úrvalsdeildinni þar sem Silkeborg tryggði sér áframhaldandi sæti í henni og um leið farseðil í umspil um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð? Silkeborg vann sigur á AaB á útivelli, 1-0, í lokaumferð deildarinnar og endaði í efsta sæti fallriðils tvö. Það er því búið að bjarga sæti sínu en að launum fær það nú tækifæri til að komast í Evrópudeildina samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi dönsku úrvalsdeildarinnar.Tobias Salquist í leik með Silkeborg.vísir/gettyLokast hann inni? Það sem er vont fyrir FH er að Salquist, sem var aðeins búinn að spila fimm leiki fyrir Silkeborg allt tímabilið, þar af tvo í byrjunarliðinu, byrjaði leikinn um helgina í þriggja manna miðvarðalínu. Silkeborg hefur meira og minna spilað með tvo allt tímabilið og Salquist verið þriðji miðvörður. Taki Silkeborg ákvörðun um að spila áfram með þrjá miðverði og nota Salquist í næstu tveimur leikjum í átta liða úrslitum Evrópudeildarumspilsins er ljóst að FH getur ekki fengið hann nema danska félagið ákveði að selja Salquist þrátt fyrir stöðu liðsins. Fyrri leikirnir í umspilin fara fram 13. maí og síðari leikirnir 16. maí, degi eftir að félagaskiptaglugganum verður lokað á Íslandi. FH virðist þó vera að gera allt sem það getur til að losa þennan 21 árs gamla miðvörð en hann fullyrti sjálfur í viðtali við mbl.is í síðustu viku að Íslandsmeistararnir væru búnir að gera Silkeborg tilboð í sig. „Það eru bara hans orð. Ég verð að gefa „no comment“ á það,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, við Vísi í dag en vildi annars lítið ræða möguleg kaup meistaranna á danska miðverðinum. Bergsveinn Ólafsson er eini heili miðvörður FH en Kassim Doubma byrjar mótið meiddur. Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson og bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson byrjuðu leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sem Íslandsmeistararnir unnu, 4-2. FH mætir KA í dag klukkan 18.00 en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Íslandsmeistarar FH hafa eina viku til að ganga frá kaupum á og samningi við danska miðvörðinn Tobias Salquist, leikmann Silkeborg, áður en félagaskiptaglugganum hér á landi verður lokað á mánudaginn í næstu viku. FH-ingar vilja fá Salquist til liðs við sig en hann spilaði frábærlega fyrir Fjölni á síðustu leiktíð og átti stóran þátt í því að Grafarvogsliðið náði sínum besta árangri í sögu félagsins.Fótboltavefsíðan 433.is greindi fyrst frá áhuga FH á danska miðverðinum í lok apríl en aðspurður um Salquist í viðtali á fótbolti.net eftir leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH: „Það kemur í ljós í næstu viku.“ Vikan er liðin og nú fer hver að verða síðastur í Kaplakrika að ganga frá málunum áður en glugganum verður lokað og FH stendur uppi með tvo miðverði (Bergsvein Ólafsson og Kassim Doumbia) en liðið spilar með þrjá miðverði í 3-4-3 kerfi sínu. En hversu líklegt er að þetta náist hjá FH í ljósi úrslita helgarinnar í dönsku úrvalsdeildinni þar sem Silkeborg tryggði sér áframhaldandi sæti í henni og um leið farseðil í umspil um sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð? Silkeborg vann sigur á AaB á útivelli, 1-0, í lokaumferð deildarinnar og endaði í efsta sæti fallriðils tvö. Það er því búið að bjarga sæti sínu en að launum fær það nú tækifæri til að komast í Evrópudeildina samkvæmt nýju deildarfyrirkomulagi dönsku úrvalsdeildarinnar.Tobias Salquist í leik með Silkeborg.vísir/gettyLokast hann inni? Það sem er vont fyrir FH er að Salquist, sem var aðeins búinn að spila fimm leiki fyrir Silkeborg allt tímabilið, þar af tvo í byrjunarliðinu, byrjaði leikinn um helgina í þriggja manna miðvarðalínu. Silkeborg hefur meira og minna spilað með tvo allt tímabilið og Salquist verið þriðji miðvörður. Taki Silkeborg ákvörðun um að spila áfram með þrjá miðverði og nota Salquist í næstu tveimur leikjum í átta liða úrslitum Evrópudeildarumspilsins er ljóst að FH getur ekki fengið hann nema danska félagið ákveði að selja Salquist þrátt fyrir stöðu liðsins. Fyrri leikirnir í umspilin fara fram 13. maí og síðari leikirnir 16. maí, degi eftir að félagaskiptaglugganum verður lokað á Íslandi. FH virðist þó vera að gera allt sem það getur til að losa þennan 21 árs gamla miðvörð en hann fullyrti sjálfur í viðtali við mbl.is í síðustu viku að Íslandsmeistararnir væru búnir að gera Silkeborg tilboð í sig. „Það eru bara hans orð. Ég verð að gefa „no comment“ á það,“ sagði Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, við Vísi í dag en vildi annars lítið ræða möguleg kaup meistaranna á danska miðverðinum. Bergsveinn Ólafsson er eini heili miðvörður FH en Kassim Doubma byrjar mótið meiddur. Miðjumaðurinn Davíð Þór Viðarsson og bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson byrjuðu leikinn á móti ÍA í fyrstu umferð sem Íslandsmeistararnir unnu, 4-2. FH mætir KA í dag klukkan 18.00 en leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 HD.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira