Einkavæðing að næturþeli Steingrímur J. Sigfússon skrifar 9. maí 2017 07:00 Íhaldið er samt við sig. Einkavæðingunni skal nuddað áfram þrátt fyrir almenna andstöðu við slíkt brölt í ljósi biturrar reynslu Íslendinga. Einkavæðing er í senn trúarbrögð, lím og tilgangur hægri manna í pólitík. Brautin er gjarnan rudd með því að tala af vægast sagt takmarkaðri virðingu um það sem er leyst og rekið á félagslegum forsendum. Án þess að þurfa að færa fyrir því nokkur rök er talað eins og allt hjá hinu opinbera sé óhagkvæmara, verr rekið og meiru sóað þar en í starfsemi einkaaðila. Næsta verkefni þeirra sem ganga erinda einkagróðans í stjórnmálum er að þrengja að opinberum rekstri. Rekstrarerfiðleikar eru búnir til, til dæmis í heilbrigðisstofnunum og skólum og þegar þessar stofnanir lenda langsveltar í erfiðleikum með að veita þá þjónustu sem þeim ber er stungið upp á einkavæðingu. Þá losnar um kranana. Þá er ekkert vandamál þótt stóraukið almannafé renni um pípurnar út í einkaframkvæmd, einkarekstur og hreina einkavæðingu. Dæmin um þetta eru ótalmörg og einkenna pólitíska vegferð Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugi, frá því að nýfrjálshyggjan náði þar völdum og rændi flesta forustumenn flokksins síðustu leifunum af almennri skynsemi.Gegn um smurðar íhaldspípur Tökum dæmi; Háskólinn á Akureyri og stofnanir sem hann var í samstarfi við höfðu lengi sótt á um að byggt yrði yfir margþætta opinbera starfsemi á vegum háskólans og aðila sem voru í samstarfi og hagkvæmu nábýli við hann. Hvorki gekk né rak. Engir peningar voru í boði. En, þegar hugmyndir um einkaframkvæmd komu upp á borðið opnuðust kranarnir. Þá var ekkert vandamál að fallast á byggingu Borga, enda myndu menn greiða einkaaðilunum leigu sem tryggðu þeim ríkulega ávöxtun sinna fjármuna. Hitt var aukaatriði þó himinhá leiga myndi íþyngja rekstri viðkomandi um ókomin ár, sem hún hefur svo sannarlega gert. Það er í lagi að fleyta skatttekjum ríkisins, almannafé, gegn um smurðar íhaldspípurnar ef það endar í höndum réttra aðila að þeirra mati. Þannig eru landamærin smátt og smátt færð innar, nær kjarna velferðarkerfisins, sem byggt var upp á Norðurlöndunum á síðustu öld á félagslegum grunni. Fjármagnið brýtur undir sig fleiri og fleiri geira í þjóðfélaginu og vill nú um stundir helst af öllu komast á beit þar sem hið opinbera er skuldbundið, lagalega og siðferðilega, til að borga reikninginn. Og, pilsfaldakapítalisminn er ær og kýr hins hugmyndasnauða, íslenska íhalds. Hvergi er notalegra að vinna að trúboðinu um hinn vonda ríkisrekstur, yfirburði einkaframtaksins og kosti einkavæðingar, eins stórkostlega og sumt af því hefur nú reynst okkur Íslendingum – eða hitt þó heldur – en í öruggu skjóli sem opinber starfsmaður, t.d. inntroðsluprófessor í Háskóla Íslands eða kjörinn fulltrúi í meintri almannaþjónustu. Það er aðeins eitt smávægilegt vandamál sem þvælist fyrir fótgönguliðum einkagróðasjónarmiðanna á Íslandi um þessar mundir. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af hátterni þeirra, hefur lært af reynslunni og sér ekkert grand í áframhaldandi einkavæðingu. En, þá eru samt til ráð. Bara að þegja algerlega um slíkt fyrir kosningar, jafnvel tala fjálglega um nauðsyn þess að fjárfesta í innviðum samfélagsins og aukinni velferð fyrir kosningar, en sæta svo lagi í skjóli valdanna eftir kosningar. Jafnvel þó taka verði ákvarðanirnar að næturlagi og bak luktum dyrum, er alltaf hægt að vera í útlöndum þegar þar um fréttist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Íhaldið er samt við sig. Einkavæðingunni skal nuddað áfram þrátt fyrir almenna andstöðu við slíkt brölt í ljósi biturrar reynslu Íslendinga. Einkavæðing er í senn trúarbrögð, lím og tilgangur hægri manna í pólitík. Brautin er gjarnan rudd með því að tala af vægast sagt takmarkaðri virðingu um það sem er leyst og rekið á félagslegum forsendum. Án þess að þurfa að færa fyrir því nokkur rök er talað eins og allt hjá hinu opinbera sé óhagkvæmara, verr rekið og meiru sóað þar en í starfsemi einkaaðila. Næsta verkefni þeirra sem ganga erinda einkagróðans í stjórnmálum er að þrengja að opinberum rekstri. Rekstrarerfiðleikar eru búnir til, til dæmis í heilbrigðisstofnunum og skólum og þegar þessar stofnanir lenda langsveltar í erfiðleikum með að veita þá þjónustu sem þeim ber er stungið upp á einkavæðingu. Þá losnar um kranana. Þá er ekkert vandamál þótt stóraukið almannafé renni um pípurnar út í einkaframkvæmd, einkarekstur og hreina einkavæðingu. Dæmin um þetta eru ótalmörg og einkenna pólitíska vegferð Sjálfstæðisflokksins síðustu áratugi, frá því að nýfrjálshyggjan náði þar völdum og rændi flesta forustumenn flokksins síðustu leifunum af almennri skynsemi.Gegn um smurðar íhaldspípur Tökum dæmi; Háskólinn á Akureyri og stofnanir sem hann var í samstarfi við höfðu lengi sótt á um að byggt yrði yfir margþætta opinbera starfsemi á vegum háskólans og aðila sem voru í samstarfi og hagkvæmu nábýli við hann. Hvorki gekk né rak. Engir peningar voru í boði. En, þegar hugmyndir um einkaframkvæmd komu upp á borðið opnuðust kranarnir. Þá var ekkert vandamál að fallast á byggingu Borga, enda myndu menn greiða einkaaðilunum leigu sem tryggðu þeim ríkulega ávöxtun sinna fjármuna. Hitt var aukaatriði þó himinhá leiga myndi íþyngja rekstri viðkomandi um ókomin ár, sem hún hefur svo sannarlega gert. Það er í lagi að fleyta skatttekjum ríkisins, almannafé, gegn um smurðar íhaldspípurnar ef það endar í höndum réttra aðila að þeirra mati. Þannig eru landamærin smátt og smátt færð innar, nær kjarna velferðarkerfisins, sem byggt var upp á Norðurlöndunum á síðustu öld á félagslegum grunni. Fjármagnið brýtur undir sig fleiri og fleiri geira í þjóðfélaginu og vill nú um stundir helst af öllu komast á beit þar sem hið opinbera er skuldbundið, lagalega og siðferðilega, til að borga reikninginn. Og, pilsfaldakapítalisminn er ær og kýr hins hugmyndasnauða, íslenska íhalds. Hvergi er notalegra að vinna að trúboðinu um hinn vonda ríkisrekstur, yfirburði einkaframtaksins og kosti einkavæðingar, eins stórkostlega og sumt af því hefur nú reynst okkur Íslendingum – eða hitt þó heldur – en í öruggu skjóli sem opinber starfsmaður, t.d. inntroðsluprófessor í Háskóla Íslands eða kjörinn fulltrúi í meintri almannaþjónustu. Það er aðeins eitt smávægilegt vandamál sem þvælist fyrir fótgönguliðum einkagróðasjónarmiðanna á Íslandi um þessar mundir. Þjóðin er búin að fá sig fullsadda af hátterni þeirra, hefur lært af reynslunni og sér ekkert grand í áframhaldandi einkavæðingu. En, þá eru samt til ráð. Bara að þegja algerlega um slíkt fyrir kosningar, jafnvel tala fjálglega um nauðsyn þess að fjárfesta í innviðum samfélagsins og aukinni velferð fyrir kosningar, en sæta svo lagi í skjóli valdanna eftir kosningar. Jafnvel þó taka verði ákvarðanirnar að næturlagi og bak luktum dyrum, er alltaf hægt að vera í útlöndum þegar þar um fréttist.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun