Kísilóværa Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. apríl 2017 07:00 Bréf Umhverfisstofnunar til United Silicon um stöðvun rekstrar vegna mengunar sem stafar frá kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík er skuggaleg og á köflum óþægileg lesning. Á rúmum fimm mánuðum sem kísilmálmverksmiðjan hefur verið starfandi hafa borist hátt í 400 kvartanir frá íbúum Reykjanesbæjar sem búa í nágrenni við verksmiðjuna. Íbúarnir hafa kvartað undan sviða í augum, sviða í hálsi, ertingu í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti. Ef United Silicon kemur ekki með andmæli sem Umhverfisstofnun metur gild fyrir morgundaginn mun stofnunin loka verksmiðjunni og stöðva starfsemina um óákveðinn tíma. Slík ákvörðun er löngu tímabær að mati íbúanna nálægt verksmiðjunni sem hafa mánuðum saman búið við líkamleg óþægindi vegna útblásturs frá henni. Umhverfisstofnun veit ekki ennþá hvaða efni það eru sem valda þessum óþægindum. Eftir að hafa ráðfært sig við sóttvarnalækni var það niðurstaðan að líklegast væri um að ræða edikssýru, maurasýru, klórmetan/metýlklóríð, methyl mercaptan eða ýmis aldehýð. Sum þessara efna eru skaðleg og geta haft langtímaáhrif á heilsu fólks. Ekki var gert ráð fyrir mengun af þessu tagi í mati á umhverfisáhrifum á sínum tíma og þetta kemur ekki fram í umsóknarferlinu eða þeim greiningarferlum sem voru unnir samhliða matinu. Það er óþægilegt til þess að hugsa að einhverjir íbúar sem búa nálægt verksmiðjunni hafi orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna útstreymis eiturefna frá henni. Beðið er eftir niðurstöðu greiningar á sýnum sem tekin voru 10. apríl. Það er mikilvægt að leiða til lykta með skýrum hætti nákvæmlega hvaða efni þetta voru og í kjölfarið upplýsa íbúa nálægt kísilmálmverksmiðjunni um mögulega skaðsemi. Ef það streymdu efni frá verksmiðjunni sem hafa varanleg, skaðleg áhrif á heilsu fólks þarf að fræða íbúana um til hvaða úrræða þeir geta gripið til að lágmarka eigið heilsutjón. Þeir þurfa síðan í fyllingu tímans að athuga hvort þeir eigi bótarétt á hendur United Silicon ef heilsubresturinn er staðreynd. Verksmiðjan í Helguvík er fyrsta kísilmálmverksmiðjan á Íslandi. Þegar áform um uppbyggingu kísilvera voru kynnt var því reglulega haldið fram að hér væri um að ræða starfsemi sem væri mun umhverfisvænni en önnur stóriðja. Það er þyngra en tárum taki fyrir íbúa Reykjanesbæjar að þeim hafi mögulega verið sagt ósatt um hættuna sem stafaði frá verksmiðjunni sem blásið hefur efnum út í andrúmsloftið í bakgarði þeirra undanfarna mánuði. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Ekki verður efnt til nýrra ívilnandi fjárfestingarsamninga vegna uppbyggingar mengandi stóriðju.“ Þetta þýðir ekki að mengandi stóriðja sé ekki velkomin hér á landi. Aðeins að skattfé verði ekki nýtt til að greiða götu hennar. Ríkisstjórnin þarf að standa við þessi orð, túlka orðið „mengandi“ rúmt og leyfa íslenskri náttúru og almenningi að njóta vafans. Við höfum ekki efni á fleiri umhverfisslysum eins og því sem virðist hafa orðið í Helguvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein United Silicon Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Bréf Umhverfisstofnunar til United Silicon um stöðvun rekstrar vegna mengunar sem stafar frá kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík er skuggaleg og á köflum óþægileg lesning. Á rúmum fimm mánuðum sem kísilmálmverksmiðjan hefur verið starfandi hafa borist hátt í 400 kvartanir frá íbúum Reykjanesbæjar sem búa í nágrenni við verksmiðjuna. Íbúarnir hafa kvartað undan sviða í augum, sviða í hálsi, ertingu í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti. Ef United Silicon kemur ekki með andmæli sem Umhverfisstofnun metur gild fyrir morgundaginn mun stofnunin loka verksmiðjunni og stöðva starfsemina um óákveðinn tíma. Slík ákvörðun er löngu tímabær að mati íbúanna nálægt verksmiðjunni sem hafa mánuðum saman búið við líkamleg óþægindi vegna útblásturs frá henni. Umhverfisstofnun veit ekki ennþá hvaða efni það eru sem valda þessum óþægindum. Eftir að hafa ráðfært sig við sóttvarnalækni var það niðurstaðan að líklegast væri um að ræða edikssýru, maurasýru, klórmetan/metýlklóríð, methyl mercaptan eða ýmis aldehýð. Sum þessara efna eru skaðleg og geta haft langtímaáhrif á heilsu fólks. Ekki var gert ráð fyrir mengun af þessu tagi í mati á umhverfisáhrifum á sínum tíma og þetta kemur ekki fram í umsóknarferlinu eða þeim greiningarferlum sem voru unnir samhliða matinu. Það er óþægilegt til þess að hugsa að einhverjir íbúar sem búa nálægt verksmiðjunni hafi orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna útstreymis eiturefna frá henni. Beðið er eftir niðurstöðu greiningar á sýnum sem tekin voru 10. apríl. Það er mikilvægt að leiða til lykta með skýrum hætti nákvæmlega hvaða efni þetta voru og í kjölfarið upplýsa íbúa nálægt kísilmálmverksmiðjunni um mögulega skaðsemi. Ef það streymdu efni frá verksmiðjunni sem hafa varanleg, skaðleg áhrif á heilsu fólks þarf að fræða íbúana um til hvaða úrræða þeir geta gripið til að lágmarka eigið heilsutjón. Þeir þurfa síðan í fyllingu tímans að athuga hvort þeir eigi bótarétt á hendur United Silicon ef heilsubresturinn er staðreynd. Verksmiðjan í Helguvík er fyrsta kísilmálmverksmiðjan á Íslandi. Þegar áform um uppbyggingu kísilvera voru kynnt var því reglulega haldið fram að hér væri um að ræða starfsemi sem væri mun umhverfisvænni en önnur stóriðja. Það er þyngra en tárum taki fyrir íbúa Reykjanesbæjar að þeim hafi mögulega verið sagt ósatt um hættuna sem stafaði frá verksmiðjunni sem blásið hefur efnum út í andrúmsloftið í bakgarði þeirra undanfarna mánuði. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Ekki verður efnt til nýrra ívilnandi fjárfestingarsamninga vegna uppbyggingar mengandi stóriðju.“ Þetta þýðir ekki að mengandi stóriðja sé ekki velkomin hér á landi. Aðeins að skattfé verði ekki nýtt til að greiða götu hennar. Ríkisstjórnin þarf að standa við þessi orð, túlka orðið „mengandi“ rúmt og leyfa íslenskri náttúru og almenningi að njóta vafans. Við höfum ekki efni á fleiri umhverfisslysum eins og því sem virðist hafa orðið í Helguvík.