Ráðherra svarar ekki gagnrýni landlæknis Snærós Sindradóttir skrifar 21. apríl 2017 06:00 Afstaða heilbrigðisráðuneytisins er óbreytt til starfsemi Klíníkunnar, að sögn aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra neitaði fjölmiðlum um svör í gær vegna harðorðs bréfs Landlæknis þar sem hann gagnrýnir meðal annars afstöðu ráðuneytisins til starfemi Klíníkunnar, sem er á skjön við afstöðu Landlæknis. Í bréfi Landlæknis segir að túlkun ráðuneytisins á heilbrigðislögunum geri það að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu geti haldið áfram að vaxa hér á landi, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði aðgerðir dýru verði úr eigin vasa. Heilbrigðisráðherra hefur nokkuð afdráttarlaust lýst því yfir að ekki standi til að gera samning á milli Klíníkurinnar og Sjúkratrygginga Íslands, sem niðurgreiðir aðgerðir fólks sem þangað leitar.Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkunnar. Stöð2/StiklaAfstaða ráðuneytisins um að Klíníkin sé ekki sérhæfð heilbrigðisþjónusta, sem með lögum þyrfti starfsleyfi ráðherra, heldur einungis hefðbundinn stofurekstur lækna gerir það að verkum að Klíníkin starfar áfram og óbreytt með legudeild þar sem gerðar eru stórar aðgerðir á sjúklingum sem borga fyrir þær sjálfir. Sem dæmi má nefna að mjaðmaliðaaðgerð kostar á Klíníkinni tæpar 1,2 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, segir það pólitíska ákvörðun ráðherrans að sjúklingar búi við það kerfi. Hann skilur bréf Landlæknis ekki öðru vísi en svo að embættið vilji takmarka rekstrarleyfi Klíníkurinnar, þannig að henni væri óheimilt að gera þær aðgerðir sem þar eru gerðar í dag. „En við erum á Evrópska efnahagssvæðinu. Ef þú uppfyllir fagleg skilyrði þá er ekki hægt að hefta starfsemi heilbrigðisfyrirtækis á þann hátt sem landlæknir ýjar að.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Afstaða heilbrigðisráðuneytisins er óbreytt til starfsemi Klíníkunnar, að sögn aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra neitaði fjölmiðlum um svör í gær vegna harðorðs bréfs Landlæknis þar sem hann gagnrýnir meðal annars afstöðu ráðuneytisins til starfemi Klíníkunnar, sem er á skjön við afstöðu Landlæknis. Í bréfi Landlæknis segir að túlkun ráðuneytisins á heilbrigðislögunum geri það að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu geti haldið áfram að vaxa hér á landi, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði aðgerðir dýru verði úr eigin vasa. Heilbrigðisráðherra hefur nokkuð afdráttarlaust lýst því yfir að ekki standi til að gera samning á milli Klíníkurinnar og Sjúkratrygginga Íslands, sem niðurgreiðir aðgerðir fólks sem þangað leitar.Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkunnar. Stöð2/StiklaAfstaða ráðuneytisins um að Klíníkin sé ekki sérhæfð heilbrigðisþjónusta, sem með lögum þyrfti starfsleyfi ráðherra, heldur einungis hefðbundinn stofurekstur lækna gerir það að verkum að Klíníkin starfar áfram og óbreytt með legudeild þar sem gerðar eru stórar aðgerðir á sjúklingum sem borga fyrir þær sjálfir. Sem dæmi má nefna að mjaðmaliðaaðgerð kostar á Klíníkinni tæpar 1,2 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, segir það pólitíska ákvörðun ráðherrans að sjúklingar búi við það kerfi. Hann skilur bréf Landlæknis ekki öðru vísi en svo að embættið vilji takmarka rekstrarleyfi Klíníkurinnar, þannig að henni væri óheimilt að gera þær aðgerðir sem þar eru gerðar í dag. „En við erum á Evrópska efnahagssvæðinu. Ef þú uppfyllir fagleg skilyrði þá er ekki hægt að hefta starfsemi heilbrigðisfyrirtækis á þann hátt sem landlæknir ýjar að.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira