Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2017 09:25 Champs-Élysées allri var lokað í kjölfar árásarinnar og var viðbúnaður sömuleiðis mikill í hliðargötum. Vísir/AFP Lögreglumaður var skotinn til bana og tveir særðust í skotárás í frönsku höfuðborginni París í gærkvöldi. Árásin átti sér stað á sama tíma og rætt var við frönsku forsetaframbjóðendurna í sjónvarpi en fyrri umferð kosninganna fer fram á sunnudag. Þetta vitum við um árásina:Lögreglumaður var skotinn til bana á verslunargötunni Champs-Élysées í París gærkvöldi.Fyrst bárust fréttir um að tveir lögreglumenn hafi verið myrtir, en það er ekki rétt.Tveir lögreglumenn og erlendur ferðamaður særðust einnig í árásinni. Enginn þeirra ku vera í lífshættu.Pierre-Henry Brandet, talsmaður franska innanríkisráðuneytsins, segir að bíl hafi verið ekið að lögreglubíl nálægt Franklin Roosevelt neðanjarðarlestarstöðinni um klukkan 21 að staðartíma og hafi ökumaðurinn hafið skothríð og drepið lögreglumann. Árásarmaðurinn skaut svo að lögreglu á flótta sínum og særði tvo, auk ferðamanns.Árásarmaðurinn var skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja af vettvangi. Champs-Élysées allri var lokað í kjölfar árásarinnar og var viðbúnaður sömuleiðis mikill í hliðargötum. Þyrlur lögreglu sveimuðu yfir svæðið.Árásarmaðurinn er sagður 39 ára franskur ríkisborgari. Hann hafði árið 2005 verið dæmdur í fangelsi fyrir morðtilræði gegn þremur lögreglumönnum.Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á síðunni Amaq.Lögreglan gerði húsleit á heimili í Seine-et-Marne, sem er rétt fyrir utan París, og var eins manns leitað í tengslum við árásina. Sá hefur nú gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Óvíst er hvort sá tengist árásinni.Lögregla hefur handtekið þrjá fjölskyldumeðlimi árásarmannsins.Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir ljóst að lögregla hafi verið skotmark árásarmannsins, en að of snemmt sé að segja til um ástæður árásarinnar.Að svo stöddu er talið að einungis sé um einn árásarmann að ræða, þó að ekkert sé útilokað í þeim efnum á þessari stundu.Saksóknarar rannsaka málið sem hryðjuverkaárás. Francois Hollande Frakklandsforseti segir einnig að árásin beri einkenni hryðjuverkaárásar.Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Francois Fillon hafa greint frá því að þau hafi nú gert hlé á kosningabaráttu sinni vegna árásarinnar, en Benoît Hamon, Jean-Luc Mélenchon og Emmanuel Macron segjast munu halda sinni áfram og segja það mikilvægt fyrir lýðræðið í landinu. Kosningabaráttunni lýkur formlega í kvöld. Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Lögreglumaður var skotinn til bana og tveir særðust í skotárás í frönsku höfuðborginni París í gærkvöldi. Árásin átti sér stað á sama tíma og rætt var við frönsku forsetaframbjóðendurna í sjónvarpi en fyrri umferð kosninganna fer fram á sunnudag. Þetta vitum við um árásina:Lögreglumaður var skotinn til bana á verslunargötunni Champs-Élysées í París gærkvöldi.Fyrst bárust fréttir um að tveir lögreglumenn hafi verið myrtir, en það er ekki rétt.Tveir lögreglumenn og erlendur ferðamaður særðust einnig í árásinni. Enginn þeirra ku vera í lífshættu.Pierre-Henry Brandet, talsmaður franska innanríkisráðuneytsins, segir að bíl hafi verið ekið að lögreglubíl nálægt Franklin Roosevelt neðanjarðarlestarstöðinni um klukkan 21 að staðartíma og hafi ökumaðurinn hafið skothríð og drepið lögreglumann. Árásarmaðurinn skaut svo að lögreglu á flótta sínum og særði tvo, auk ferðamanns.Árásarmaðurinn var skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja af vettvangi. Champs-Élysées allri var lokað í kjölfar árásarinnar og var viðbúnaður sömuleiðis mikill í hliðargötum. Þyrlur lögreglu sveimuðu yfir svæðið.Árásarmaðurinn er sagður 39 ára franskur ríkisborgari. Hann hafði árið 2005 verið dæmdur í fangelsi fyrir morðtilræði gegn þremur lögreglumönnum.Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á síðunni Amaq.Lögreglan gerði húsleit á heimili í Seine-et-Marne, sem er rétt fyrir utan París, og var eins manns leitað í tengslum við árásina. Sá hefur nú gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Óvíst er hvort sá tengist árásinni.Lögregla hefur handtekið þrjá fjölskyldumeðlimi árásarmannsins.Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir ljóst að lögregla hafi verið skotmark árásarmannsins, en að of snemmt sé að segja til um ástæður árásarinnar.Að svo stöddu er talið að einungis sé um einn árásarmann að ræða, þó að ekkert sé útilokað í þeim efnum á þessari stundu.Saksóknarar rannsaka málið sem hryðjuverkaárás. Francois Hollande Frakklandsforseti segir einnig að árásin beri einkenni hryðjuverkaárásar.Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Francois Fillon hafa greint frá því að þau hafi nú gert hlé á kosningabaráttu sinni vegna árásarinnar, en Benoît Hamon, Jean-Luc Mélenchon og Emmanuel Macron segjast munu halda sinni áfram og segja það mikilvægt fyrir lýðræðið í landinu. Kosningabaráttunni lýkur formlega í kvöld.
Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00
Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58