Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 1-0 | Valsmenn meistarar meistaranna í 10. sinn | Sjáðu markið Stefán Árni Pálsson skrifar 24. apríl 2017 21:45 Valur vann FH með einu marki gegn engu í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Þetta er árlegur leikur Íslands- og bikarmeistaranna. Haukur Páll Sigurðsson skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Bæði lið fengu sín tækifæri í fyrri hálfleiknum og voru þau nokkuð spræk í sínum sóknarleik. Það gekk erfilega að koma boltanum yfir marklínuna en það gekk aftur á móti á 42. mínútu leiksins þegar Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, skallaði boltann í netið eftir frábæra hornspyrnu frá Nicolas Bogild. Staðan var því 1-0 í hálfleik. Valsmenn voru fastir fyrir og verulega þéttir í þeim síðari. FH-ingar fengu ekki mörg færi en Kristján Flóki fékk algjört dauðafæri fyrir FH á 57. mínútu leiksins þegar hann slapp einn í gegnum um vörn Vals og skaut boltanum beint í Anton Ara Einarsson í marki Vals. FH-ingar náðu ekki að jafna metin og vann Valur þennan leik annað árið í röð, og báðir leikirnir voru gegn FH. Þetta er í tíunda skipti sem Valur vinnur meistarakeppni KSÍ. Valsmenn mæta Víkingi Ó. á Valsvellinum á sunnudaginn og FH-ingar fara í heimsókn upp á Skipaskaga. Haukur: Við ætlum okkur stóra hluti í sumar„Við erum bara mjög ánægðir með undirbúningstímabilið og komum fullir sjálfstrausts inn í mótið,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, leikmaður Hauka, eftir leikinn. Valur eru Reykjavíkurmeistari og meistarar meistaranna. „Það er gott að taka sigur gegn svona frábæru FH-liði svona rétt fyrir mót. Það getur gefið okkur helling. Mér fannst gaman að sjá hvað við vorum þéttir til baka og héldum forystunni allan tímann. Það þarf líka að kunna það.“ Haukur skoraði eina mark leiksins. „Ég fæ frábæra hornspynu, næ að losa mig frá manninum mínum og þá er lítið hægt að gera annað en að setja hausinn í boltann.“ Haukur segir að liðið ætli sér stóra hluti í sumar. „Við ætlum að vera í toppbarátunni og berjast á öllum vígstöðum. Svo er fínt að taka þennan bikar eins og vanalega.“ Heimir: Vandamálin okkar voru á síðasta þriðjungi„Mér fannst mínir menn vera góðir út á vellinum, láta boltann ganga vel og skipta boltanum vel á milli vængja,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tapið í kvöld. „Vandamálin okkar voru á síðasta þriðjungi vallarins og fyrirgjafir leikmanna voru ekki nægilega góðar.“ Heimir segir samt sem áður að FH liðið hafi heilt yfir spilað vel í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur og það má bara ekki gleyma því að Valsliðið er hörkuöflugt, vel mannað og á sínum heimavelli.“ Kristján Flóki fékk algjört dauðafæri í síðari hálfleiknum. „Hann á að klára þetta, það er ekki spurning. Hann hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu og nánast skorað í hverjum einasta leik. Ég reiknaði með að hann myndi klára þetta en það koma fleiri leikir,“ segir Heimir og bætir við að það sé gríðarlega mikilvægt að byrja sumarið vel gegn Skagamönnum. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum. Til að fréttin uppfærist þarf að refresh-a hana.Leik lokið: Ívar Orri flautar til leiksloka! Valsmenn eru meistarar meistaranna annað árið í röð.90+2. mín: Bergsveinn skallar yfir. Þetta var líklega síðasta tækifæri FH-inga.90. mín: Tekst FH að jafna metin?82. mín: Það er ekkert sérstaklega mikið að gerast hjá FH núna. Valsmenn ætla greinilega að halda þessu. 75. mín: Nú hefur FH korter til stefnu til að jafna þennan leik og stela þessu jafnvel. FH-inga eru farnir að auka pressuna töluvert.65. mín: Crawford með skot vel yfir en í fínni stöðu. FH-liðið er samt að koma til og sækja í sig veðrið.57. mín: Kristján Flóki Finnbogason, leikmaður FH, sleppur hér einn í gegn og átti bara eftir að renna boltanum framhja Antoni Ara í marki Vals. Flóki setti boltann bara beint á Anton og ekkert varð úr þessu dauðafæri. 50. mín: Dion Acoff, leikmaður Vals, fær boltann hér inni í vítateig FH og lætur skotið ríða af. Gunnar Nielsen ver þetta mjög vel og Valsmenn fá hornspyrnu sem lítið verður úr. 46. mín: Þá er síðari hálfleikurinn hafinn. Hálfleikur 1-0: Valsmenn leiða hér í hálfleik. 42. mín: MARK!!!! Haukur Páll Sigurðsson skallar hér boltann í netið eftir laglega hornspyrnu frá Nicolas Bogild. Þetta var akkúrat það sem leikurinn þurfti. Staðan 1-0. 37. mín: Einar Karl Ingvarsson með ágætt skot rétt fyrir utan vítateig og fer boltinn yfir. 33. mín: Lítið að gerast um þessar mundir. Liðin ekki alveg að finna sig. 23. mín: Robert David Crawford fær boltann vel hægra megin inni í vítateigs Valsmanna og leggur hann fyrir sig á vinstri og á skot í hliðarnetið. Vel gert en skotið ekki alveg nægilega gott. 16. mín: Steven Lennon með geggjað skot fyrir FH og Anton Ari ver meistaralega. Þetta var stórkostlega vel gert hjá Antoni. Skotið gott hjá Lennon. 14. mín: Kristinn Ingi Halldórsson fær hér boltann innan vítateigs og setur hann í netið. Hann er aftur á móti rangstæður og því telur það ekki. Engu að síður vel gert. 7. mín: Steven Lennon, leikmaður FH, skallar boltann rétt yfir eftir frábæra fyrirgjöf frá Crawford. 5. mín: Haukur Páll Sigurðarson skóflar boltanum yfir markið eftir laglega hornspyrnu frá Valsmönnum. 1. mín: Þá er leikurinn hafinn. Fyrir leik: Valur er núverandi bikarmeistari og FH er Íslandsmeistari. Liðin hafa bæði styrkt sig fyrir tímabilið og gæti þetta orðið fínasti leikur. Fyrir leik: Þessi lið mættust í nákvæmlega þessum leik fyrir ári síðan. Valsmenn unnu þá eftir vítaspyrnukeppni. Fyrir leik: Verið velkomin til leiks á Valsvöllinn en framundan er leikur Vals og FH í leiknum um meistara meistaranna. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
Valur vann FH með einu marki gegn engu í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Þetta er árlegur leikur Íslands- og bikarmeistaranna. Haukur Páll Sigurðsson skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Bæði lið fengu sín tækifæri í fyrri hálfleiknum og voru þau nokkuð spræk í sínum sóknarleik. Það gekk erfilega að koma boltanum yfir marklínuna en það gekk aftur á móti á 42. mínútu leiksins þegar Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, skallaði boltann í netið eftir frábæra hornspyrnu frá Nicolas Bogild. Staðan var því 1-0 í hálfleik. Valsmenn voru fastir fyrir og verulega þéttir í þeim síðari. FH-ingar fengu ekki mörg færi en Kristján Flóki fékk algjört dauðafæri fyrir FH á 57. mínútu leiksins þegar hann slapp einn í gegnum um vörn Vals og skaut boltanum beint í Anton Ara Einarsson í marki Vals. FH-ingar náðu ekki að jafna metin og vann Valur þennan leik annað árið í röð, og báðir leikirnir voru gegn FH. Þetta er í tíunda skipti sem Valur vinnur meistarakeppni KSÍ. Valsmenn mæta Víkingi Ó. á Valsvellinum á sunnudaginn og FH-ingar fara í heimsókn upp á Skipaskaga. Haukur: Við ætlum okkur stóra hluti í sumar„Við erum bara mjög ánægðir með undirbúningstímabilið og komum fullir sjálfstrausts inn í mótið,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, leikmaður Hauka, eftir leikinn. Valur eru Reykjavíkurmeistari og meistarar meistaranna. „Það er gott að taka sigur gegn svona frábæru FH-liði svona rétt fyrir mót. Það getur gefið okkur helling. Mér fannst gaman að sjá hvað við vorum þéttir til baka og héldum forystunni allan tímann. Það þarf líka að kunna það.“ Haukur skoraði eina mark leiksins. „Ég fæ frábæra hornspynu, næ að losa mig frá manninum mínum og þá er lítið hægt að gera annað en að setja hausinn í boltann.“ Haukur segir að liðið ætli sér stóra hluti í sumar. „Við ætlum að vera í toppbarátunni og berjast á öllum vígstöðum. Svo er fínt að taka þennan bikar eins og vanalega.“ Heimir: Vandamálin okkar voru á síðasta þriðjungi„Mér fannst mínir menn vera góðir út á vellinum, láta boltann ganga vel og skipta boltanum vel á milli vængja,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tapið í kvöld. „Vandamálin okkar voru á síðasta þriðjungi vallarins og fyrirgjafir leikmanna voru ekki nægilega góðar.“ Heimir segir samt sem áður að FH liðið hafi heilt yfir spilað vel í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur og það má bara ekki gleyma því að Valsliðið er hörkuöflugt, vel mannað og á sínum heimavelli.“ Kristján Flóki fékk algjört dauðafæri í síðari hálfleiknum. „Hann á að klára þetta, það er ekki spurning. Hann hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu og nánast skorað í hverjum einasta leik. Ég reiknaði með að hann myndi klára þetta en það koma fleiri leikir,“ segir Heimir og bætir við að það sé gríðarlega mikilvægt að byrja sumarið vel gegn Skagamönnum. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum. Til að fréttin uppfærist þarf að refresh-a hana.Leik lokið: Ívar Orri flautar til leiksloka! Valsmenn eru meistarar meistaranna annað árið í röð.90+2. mín: Bergsveinn skallar yfir. Þetta var líklega síðasta tækifæri FH-inga.90. mín: Tekst FH að jafna metin?82. mín: Það er ekkert sérstaklega mikið að gerast hjá FH núna. Valsmenn ætla greinilega að halda þessu. 75. mín: Nú hefur FH korter til stefnu til að jafna þennan leik og stela þessu jafnvel. FH-inga eru farnir að auka pressuna töluvert.65. mín: Crawford með skot vel yfir en í fínni stöðu. FH-liðið er samt að koma til og sækja í sig veðrið.57. mín: Kristján Flóki Finnbogason, leikmaður FH, sleppur hér einn í gegn og átti bara eftir að renna boltanum framhja Antoni Ara í marki Vals. Flóki setti boltann bara beint á Anton og ekkert varð úr þessu dauðafæri. 50. mín: Dion Acoff, leikmaður Vals, fær boltann hér inni í vítateig FH og lætur skotið ríða af. Gunnar Nielsen ver þetta mjög vel og Valsmenn fá hornspyrnu sem lítið verður úr. 46. mín: Þá er síðari hálfleikurinn hafinn. Hálfleikur 1-0: Valsmenn leiða hér í hálfleik. 42. mín: MARK!!!! Haukur Páll Sigurðsson skallar hér boltann í netið eftir laglega hornspyrnu frá Nicolas Bogild. Þetta var akkúrat það sem leikurinn þurfti. Staðan 1-0. 37. mín: Einar Karl Ingvarsson með ágætt skot rétt fyrir utan vítateig og fer boltinn yfir. 33. mín: Lítið að gerast um þessar mundir. Liðin ekki alveg að finna sig. 23. mín: Robert David Crawford fær boltann vel hægra megin inni í vítateigs Valsmanna og leggur hann fyrir sig á vinstri og á skot í hliðarnetið. Vel gert en skotið ekki alveg nægilega gott. 16. mín: Steven Lennon með geggjað skot fyrir FH og Anton Ari ver meistaralega. Þetta var stórkostlega vel gert hjá Antoni. Skotið gott hjá Lennon. 14. mín: Kristinn Ingi Halldórsson fær hér boltann innan vítateigs og setur hann í netið. Hann er aftur á móti rangstæður og því telur það ekki. Engu að síður vel gert. 7. mín: Steven Lennon, leikmaður FH, skallar boltann rétt yfir eftir frábæra fyrirgjöf frá Crawford. 5. mín: Haukur Páll Sigurðarson skóflar boltanum yfir markið eftir laglega hornspyrnu frá Valsmönnum. 1. mín: Þá er leikurinn hafinn. Fyrir leik: Valur er núverandi bikarmeistari og FH er Íslandsmeistari. Liðin hafa bæði styrkt sig fyrir tímabilið og gæti þetta orðið fínasti leikur. Fyrir leik: Þessi lið mættust í nákvæmlega þessum leik fyrir ári síðan. Valsmenn unnu þá eftir vítaspyrnukeppni. Fyrir leik: Verið velkomin til leiks á Valsvöllinn en framundan er leikur Vals og FH í leiknum um meistara meistaranna.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira