Stefán: Ekkert sem kemur lengur á óvart í þessu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 13:30 Stefán Árnason í leik með Selfossi. vísir/anton Handknattleiksdeild Selfoss tilkynnti nú í morgun að félagið myndi ekki semja aftur við Stefán Árnason en hann hefur stýrt karlaliði félagsins síðustu tvö ár. Undir stjórn Stefáns hefur liðið náð mjög eftirtektarverðum árangri. Fór upp um deild og náði svo fimmta sæti í Olís-deildinni í vetur. Mál Stefáns er afar sérstakt en fyrir um viku síðan var honum tjáð að félagið væri að leita að „stærra nafni“ til þess að þjálfa liðið. Ef það tækist ekki kæmi hann til greina sem þjálfari. Í dag segir Selfoss svo að Stefán sé alveg úr myndinni og bætir við að þjálfarinn njóti ekki lengur fulls trausts innan leikmannahóps Selfoss. Kaldar kveðjur finnst mörgum. „Ég vil svo sem lítið segja um þetta. Það hefur greinilega mikið breyst á þessari viku síðan þeir töluðu við mig síðast. Þá þótti ég nægilega álitlegur kostur til þess að vera í myndinni ef það finndist enginn toppþjálfari til þess að taka liðið. Ég tek út úr þessu að ég fékk tækifæri og tel mig hafa gert nokkuð vel á þessum tveim árum,“ segir Stefán en hann virkaði hálfsleginn yfir þessu öllu.Sjá einnig: Stefán rekinn og stjórnin fullyrðir að hann sé búinn að missa traust leikmanna Stefán ræddi við stjórnina í gær og þá lá fyrir að hann myndi endanlega hætta. Hvað finnst Stefáni um að það sé sagt að hann njóti ekki lengur fulls trausts leikmanna liðsins? „Ég veit það ekki alveg. Horfðu bara á síðustu leiki og sjáðu hvernig leikmennirnir voru að spila. Skoðaðu hvað leikmenn gáfu í þetta er við lentum í fallbaráttunni. Þessir strákar eiga allt hrós skilið og hafa verið einstakir. Þeir gáfu allt í veturinn. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Það er ekkert sem kemur lengur á óvart í þessu. Ég vil ekki vera í einhverjum stórum orðum og tjá mig of mikið.“ Stefán viðurkennir þó að hann sé sár yfir þessum málalyktum. „Auðvitað er ég það og að sjálfsögðu vildi ég halda áfram. Ég taldi mig hafa gert það sem ég var beðinn um að gera og mögulega rúmlega það. Svona eru íþróttirnar og það er stjórnin sem stýrir þessu og markar stefnuna. Ég verð að lifa með því. Ég fékk tækifæri og er stoltur af því hvernig það gekk.“ Stefán er búsettur á Selfossi en er hann farinn að huga að flutningum þaðan? „Ég er ekki kominn svo langt. Ég klára þennan vetur fyrst og er ekkert að flýta mér. Ætli maður þurfi ekki að skoða það,“ segir Stefán og hlær við en hann er í leit að nýju starfi í handboltaheiminum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14 Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Handknattleiksdeild Selfoss tilkynnti nú í morgun að félagið myndi ekki semja aftur við Stefán Árnason en hann hefur stýrt karlaliði félagsins síðustu tvö ár. Undir stjórn Stefáns hefur liðið náð mjög eftirtektarverðum árangri. Fór upp um deild og náði svo fimmta sæti í Olís-deildinni í vetur. Mál Stefáns er afar sérstakt en fyrir um viku síðan var honum tjáð að félagið væri að leita að „stærra nafni“ til þess að þjálfa liðið. Ef það tækist ekki kæmi hann til greina sem þjálfari. Í dag segir Selfoss svo að Stefán sé alveg úr myndinni og bætir við að þjálfarinn njóti ekki lengur fulls trausts innan leikmannahóps Selfoss. Kaldar kveðjur finnst mörgum. „Ég vil svo sem lítið segja um þetta. Það hefur greinilega mikið breyst á þessari viku síðan þeir töluðu við mig síðast. Þá þótti ég nægilega álitlegur kostur til þess að vera í myndinni ef það finndist enginn toppþjálfari til þess að taka liðið. Ég tek út úr þessu að ég fékk tækifæri og tel mig hafa gert nokkuð vel á þessum tveim árum,“ segir Stefán en hann virkaði hálfsleginn yfir þessu öllu.Sjá einnig: Stefán rekinn og stjórnin fullyrðir að hann sé búinn að missa traust leikmanna Stefán ræddi við stjórnina í gær og þá lá fyrir að hann myndi endanlega hætta. Hvað finnst Stefáni um að það sé sagt að hann njóti ekki lengur fulls trausts leikmanna liðsins? „Ég veit það ekki alveg. Horfðu bara á síðustu leiki og sjáðu hvernig leikmennirnir voru að spila. Skoðaðu hvað leikmenn gáfu í þetta er við lentum í fallbaráttunni. Þessir strákar eiga allt hrós skilið og hafa verið einstakir. Þeir gáfu allt í veturinn. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Það er ekkert sem kemur lengur á óvart í þessu. Ég vil ekki vera í einhverjum stórum orðum og tjá mig of mikið.“ Stefán viðurkennir þó að hann sé sár yfir þessum málalyktum. „Auðvitað er ég það og að sjálfsögðu vildi ég halda áfram. Ég taldi mig hafa gert það sem ég var beðinn um að gera og mögulega rúmlega það. Svona eru íþróttirnar og það er stjórnin sem stýrir þessu og markar stefnuna. Ég verð að lifa með því. Ég fékk tækifæri og er stoltur af því hvernig það gekk.“ Stefán er búsettur á Selfossi en er hann farinn að huga að flutningum þaðan? „Ég er ekki kominn svo langt. Ég klára þennan vetur fyrst og er ekkert að flýta mér. Ætli maður þurfi ekki að skoða það,“ segir Stefán og hlær við en hann er í leit að nýju starfi í handboltaheiminum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14 Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Stefáni sparkað frá Selfossi | Vilja stærra nafn Stefán Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá karlaliði Selfoss í handbolta en félagið hefur í hyggju að ráða "stærra nafn“ til að þjálfa liðið. 20. apríl 2017 00:14
Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04