Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Blóð úr Birnu fannst á úlpu Thomasar Møller

Gunnar Atli Gunnarsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Thomas Møller Olsen við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness.
Thomas Møller Olsen við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness. vísir/vilhelm
Blóð úr Birnu Brjánsdóttur fannst á úlpu Thomasar Møller Olsen en hann er ákærður fyrir að hafa banað Birnu þann 14. janúar síðastliðinn. Lík Birnu fannst átta dögum síðar, þann 22. janúar, við Selvogsvita í Ölfusi. Thomas neitar sök í málinu.

Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að við rannsókn lögreglu á úlpu Thomasar hafi fundist blóð úr Birnu auk þess sem rannsókn á öðrum fatnaði hans, sem hafði verið þveginn, sýndi að hann hafði komist í snertingu við töluvert magn af blóði.

Ítarlega verður fjallað um þau gögn sem þetta sýna og aðrar nýjar upplýsingar í málinu í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í kvöld. Þær eru eins og ávallt í opinni dagskrá sem og í beinni útsendingu hér á Vísi.


Tengdar fréttir

Olsen í áframhaldandi gæsluvarðhald

Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Fangar komi vel fram við meintan morðingja

Afstaða, félag fanga, biðlar til fanga á Hólmsheiði að sýna Thomasi Möller Olsen virðingu. Hann er grunaður um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, Samfangar hafi talað digurbarkalega um hvernig þeir vildu taka á móti honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×