Lífið

Falleg íslensk heimili: Snéru öllu á hvolf og bjuggu til drauma barnaherbergið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessi eign í Reykjanesbæ er æðisleg og barnaherbergið engu líkt.
Þessi eign í Reykjanesbæ er æðisleg og barnaherbergið engu líkt.
Í síðasta þætti af Fallegum íslenskum heimilum var farið í einstaklega fallegt hús í Reykjanesbæ.

Þar búa hjón sem þurftu heldur betur að taka til hendinni til að byrja með þegar þau fluttu inn fyrir tveimur árum. Á efri hæðinni voru átta svefnherbergi og stofan og eldhús á neðri hæðinni. Sú ákvörðun var tekin að snúa öllu á hvolf og nú eru svefnherbergin niðri og stofa og eldhús á eftir hæðinni. Inni í þessu húsi er eitt allra fallegasta barnaherbergi landsins.

Í Fallegum íslenskum heimilum fá sérfræðingarnir Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir hönnunarráðgjafi það skemmtilega verkefni að skoða falleg íslensk heimili.

Markmiðið er að ná fram því sem fallegt er og gleður augað. Sitt sýnist hverjum en svo mikið er víst að það er alltaf fróðlegt að fá umfjöllun um mismunandi arkitektúr, hverfi og hugmyndir manna um híbýli. Síðast en ekki síst er einfaldlega gaman að sjá hvernig aðrir hafa hreiðrað um sig.

Þrjú heimili eru heimsótt í hverjum þætti og fá sérfræðingarnir aldrei að hitta þá sem búa í eigninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×