Erlent

Sarkozy hyggst kjósa Macron

Nicolas Sarkozy var forseti Frakklands á árunum 2007 til 2012.
Nicolas Sarkozy var forseti Frakklands á árunum 2007 til 2012. Vísir/AFP
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi Frakklandsforseti, hefur sagst ætla að kjósa Emmanuel Macron í síðari umferð frönsku forsetakosninganna sem fram fara þann 7. maí. Sarkozy greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag.

Í frétt Reuters er sagt að frá að með stuðningi sínum við Macron sé Sarkozy að opna á samstarf Repúblikana og En Marche, hreyfingar Macron, við stjórn landsins á næstu árum.

Skoðanakannanir benda til að Macron muni hafa betur gegn Marine Le Pen, forsetaefni Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferð kosninganna. Fari svo að Macron sigri gæti hann þó staðið frammi fyrir litlum þingstyrk En Marche sem stofnuð var fyrir um ári. Séu Repúblikanar nú að opna á þann möguleika að taka sæti í mögulegri ríkisstjórn Macron.

Sarkozy beið lægri hlut fyrir Francois Fillon í vali Repúblikanaflokksins um hver yrði forsetaefni flokksins í haust. Fillon hefur jafnframst sagst munu kjósa Macron.

Repúblikaninn Francois Baroin, fyrrverandi fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sarkozy, lýsti því yfir í dag að hann væri reiðubúinn að starfa sem forsætisráðherra í ríkisstjórn Macron.

Síðari umferð forsetakosninganna fara fram 7. maí og þingkosningar fara svo fram í júní.


Tengdar fréttir

Einstök staða í frönskum stjórnmálum

Verðbréfamarkaðir í Frakkalandi tóku við sér á mánudagsmorgun og evran náði sínu hæsta verðgildi gagnvart Bandaríkjadal frá því í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×