Íslenski boltinn

Miðaverð hækkar á Pepsi-deildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
FH á titil að verja í sumar.
FH á titil að verja í sumar. vísir/ernir
Pepsi-deild karla hefst á sunnudag og það verður dýrara að fara á völlinn í ár en í fyrra.

Íslenskur toppfótbolti, sem eru samtök efstu deildar félaga, hefur ákveðið að lágmarksverð á leiki í Pepsi-deild karla verði 2.000 kr.

Það er nokkuð rífleg hækkun enda var lágmarksverðið 1.500 krónur síðasta sumar. Þó svo það sé lágmarksverðið þá geta félög rukkað meira sýnist þeim svo. Það kostaði meira en 1.500 krónur inn á leiki einhverra félaga síðasta sumar.

Lína Íslensks toppfótbolta er að það sé frítt inn fyrir 16 ára og yngri en einhver félög eru að skoða að rukka 500 krónur fyrir þann aldurshóp.

Stöð 2 Sport mun fjalla ítarlega um deildina í sumar og upphitunarþáttur Pepsi-markanna verður í beinni á Stöð 2 Sport á föstudag og tveir leikir verða í beinni á Stöð 2 Sport á sunnudag.

Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla:

Sunnudagur 30. apríl kl. 17.00: ÍBV - Fjölnir

Sunnudagur 30. apríl kl. 17.00: ÍA - FH (Stöð 2 Sport)

Sunnudagur 30. apríl kl. 19.15: Valur - Víkingur Ó. (Stöð 2 Sport)

Mánudagur 1. maí kl. 17.00: Breiðablik - KA (Stöð 2 Sport)

Mánudagur 1. maí kl. 19.15: KR - Víkingur R.

Mánudagur 1. maí kl. 19.15: Grindavík - Stjarnan (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×