Skotmarkið sagt vopn ætluð Hezbollah Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Sprengingin heyrðist um alla Damaskus. Frá því er greint að hún hafi hæft vopn sem átti að smygla til Hezbollah-samtakanna. Nordicphotos/AFP Ísraelsher skaut eldflaugum sem hæfðu herstöð skammt frá alþjóðaflugvellinum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Frá þessu greindu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar í gær. Í frétt Sana segir að eldsneytistankur og vörugeymslur hafi eyðilagst í árásinni. Fjölmiðlar á bandi sýrlenskra uppreisnarmanna segja hins vegar að skotmarkið hafi verið vopnabúr ætlað hinum líbönsku Hezbollah-samtökum. Syrian Observatory for Human Rights, bresk samtök sem fylgjast með stríðinu í Sýrlandi, greindu frá því í gær að sprengingin hefði heyrst um alla Damaskus. Þá greindi Sana frá því að eldflaugarnar hefðu verið fleiri en ein. Ríkismiðillinn Al-Mayadeen greindi frá því að eldflaugunum hafi verið skotið úr ísraelskum þotum sem flugu yfir Gólanhæðum. Hernaðararmur Hezbollah-samtakanna var settur á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök árið 2013. Hezbollah-samtökin hafa barist við hlið sýrlenska hersins í borgarastríðinu frá árinu 2013 en styrjöldin sjálf hófst tveimur árum fyrr. Ísraelar líta á Hezbollah, og helstu bandamenn þeirra í Íran, sem mestu ógnina við tilvist ríkis síns. Háðu Ísraelar til að mynda stríð við Hezbollah í Líbanon árið 2006 sem endaði með því að báðir aðilar lýstu yfir sigri. „Ég get staðfest að atvikið í Sýrlandi samræmist fullkomlega stefnu Íraels um að koma í veg fyrir að Íranar smygli þróuðum vopnum í gegnum Sýrland og til Hezbollah. Skiljanlega vil ég ekki tjá mig frekar um þetta,“ sagði upplýsingamálaráðherra Ísraels, Israel Katz, í samtali við Israeli Army Radio í gær. „Forsætisráðherrann hefur sagt að hvenær sem við fáum upplýsingar um að það standi til að smygla vopnum til Hezbollah-samtakanna muni Ísraelsher grípa til aðgerða,“ sagði Katz enn fremur en lýsti þó ekki formlega yfir ábyrgð Ísraela á árásinni. Ísraelski herinn hefur jafnframt neitað að tjá sig um árásina að öðru leyti en því að um hundrað eldflaugar, ætlaðar Hezbollah-samtökunum, hafi eyðilagst. Talið er að Ísraelar hafi áður varpað sprengjum á vopn sem til stóð að afhenda Hezbollah-samtökunum. Þeir hafi stundað það frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ísraelsher skaut eldflaugum sem hæfðu herstöð skammt frá alþjóðaflugvellinum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Frá þessu greindu sýrlenskir ríkisfjölmiðlar í gær. Í frétt Sana segir að eldsneytistankur og vörugeymslur hafi eyðilagst í árásinni. Fjölmiðlar á bandi sýrlenskra uppreisnarmanna segja hins vegar að skotmarkið hafi verið vopnabúr ætlað hinum líbönsku Hezbollah-samtökum. Syrian Observatory for Human Rights, bresk samtök sem fylgjast með stríðinu í Sýrlandi, greindu frá því í gær að sprengingin hefði heyrst um alla Damaskus. Þá greindi Sana frá því að eldflaugarnar hefðu verið fleiri en ein. Ríkismiðillinn Al-Mayadeen greindi frá því að eldflaugunum hafi verið skotið úr ísraelskum þotum sem flugu yfir Gólanhæðum. Hernaðararmur Hezbollah-samtakanna var settur á lista Evrópusambandsins yfir hryðjuverkasamtök árið 2013. Hezbollah-samtökin hafa barist við hlið sýrlenska hersins í borgarastríðinu frá árinu 2013 en styrjöldin sjálf hófst tveimur árum fyrr. Ísraelar líta á Hezbollah, og helstu bandamenn þeirra í Íran, sem mestu ógnina við tilvist ríkis síns. Háðu Ísraelar til að mynda stríð við Hezbollah í Líbanon árið 2006 sem endaði með því að báðir aðilar lýstu yfir sigri. „Ég get staðfest að atvikið í Sýrlandi samræmist fullkomlega stefnu Íraels um að koma í veg fyrir að Íranar smygli þróuðum vopnum í gegnum Sýrland og til Hezbollah. Skiljanlega vil ég ekki tjá mig frekar um þetta,“ sagði upplýsingamálaráðherra Ísraels, Israel Katz, í samtali við Israeli Army Radio í gær. „Forsætisráðherrann hefur sagt að hvenær sem við fáum upplýsingar um að það standi til að smygla vopnum til Hezbollah-samtakanna muni Ísraelsher grípa til aðgerða,“ sagði Katz enn fremur en lýsti þó ekki formlega yfir ábyrgð Ísraela á árásinni. Ísraelski herinn hefur jafnframt neitað að tjá sig um árásina að öðru leyti en því að um hundrað eldflaugar, ætlaðar Hezbollah-samtökunum, hafi eyðilagst. Talið er að Ísraelar hafi áður varpað sprengjum á vopn sem til stóð að afhenda Hezbollah-samtökunum. Þeir hafi stundað það frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira