Körfubolti

Ómar Örn: Þeir bara góla á mig og ég hlýði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ómar Örn Sævarsson átti frábæran leik þegar Grindavík vann góðan sigur á KR í Röstinni í gærkvöldi og tryggði sér þar með oddaleik í lokarimmunni í Domino's-deild karla um Íslandsmeistaratitilinn. Sá leikur fer fram á sunnudagskvöld.

Ómar Örn var gestur í Körfuboltakvöldi eftir leik og fór á kostum í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Hann fer yfir sinn þátt í leiknum, sem var afar mikilvægur, og ræðir stöðu Grindavíkur liðsins í rimmunni. Hann sló einnig á létta strengi þegar kom að því að ræða hans hlutverk í liði Grindavíkur.

„Ég held að það sé alveg rosalega langt síðan að ég hef haft jafn gaman að því að spila körfubolta,“ sagði Ómar Örn.

„Ég skal alveg viðurkenna það að ég er ekkert gáfaðasti körfuboltamaður sem uppi hefur verið. Það er gólað á mig á hliðarlínunni, hvort ég eigi að fara upp eða undir eða eitthvað svoleiðis.“

„Ég veit ekkert af hverju Jóhann [Þór Ólafsson, þjálfari] eða Lalli [Þorleifur Ólafsson, fyrirliði] eru að ákveða þessi kerfi. Þeir bara góla á mig og ég hlýði bara. Þetta er eins og að spila tölvuleik.“

Ómar Örn fékk skurð rétt fyrir ofan auga í leiknum og þurfti að fá myndarlegan vafning um höfuðið til að stöðva blæðinguna.

„Ég er að sjá þetta í fyrsta sinn. Þetta er flott og felur kollvikin,“ sagði Ómar enn frekar.

Viðtalið allt má sjá í efst í fréttinni.


Tengdar fréttir

KR-ingar vilja fá fleiri í húsið en árið 2009

KR-ingar eru komnir á fullt í undirbúningi fyrir oddaleikinn í Dominos-deild karla sem fer fram í Vesturbænum á sunnudagskvöldið. Þá spila KR og Grindavík hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Grindavík henti KR út í horn

Grindavík er búið að koma íslenska körfuboltaheiminum heldur betur á óvart með því að vinna tvo leiki í röð gegn KR og tryggja sér oddaleik um titilinn á sunnudag. Þeir voru miklu betri en KR-ingar í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×