Rúmlega tveggja áratuga bið Selfoss á enda | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2017 12:15 vísir/eyþór Eftir 21 árs bið leikur karlalið Selfoss í handbolta sinn fyrsta leik í úrslitakeppni þegar það sækir Aftureldingu heim í kvöld. Nýliðar Selfoss enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar í vetur sem verður að teljast afar góður árangur hjá ungu og óreyndu liði. Verðlaunin fyrir það eru leikir gegn Aftureldingu, silfurliði síðustu tveggja ára. Fyrsti leikur liðanna er í N1-höllinni í Mosfellsbæ klukkan 20:00 í kvöld. Þetta er mikill áfangi fyrir Selfoss en liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 1996. Það tímabil endaði Selfoss í 8. sæti Nissandeildarinnar og mætti deildarmeisturum KA í 8-liða úrslitum.Svona var lið Selfoss skipað fyrir 21 ári síðan.mynd/skjáskotKA vann fyrsta leikinn fyrir norðan 34-32 þar sem þeir Patrekur Jóhannesson og Róbert Julian Duranona skoruðu samtals 23 mörk. Valdimar Grímsson, spilandi þjálfari Selfoss, skoraði 12 mörk og Einar Gunnar Sigurðsson bætti sjö mörkum við fyrir gestina. Auk þeirra voru kappar eins og Sigurjón Bjarnason, Gísli Felix Bjarnason og Erlingur Richardsson í liði Selfoss fyrir 21 ári. Selfoss jafnaði metin með eins marks sigri, 25-24, í öðrum leiknum á heimavelli. Valdimar var aftur markahæstur í liði Selfoss með sjö mörk. Í oddaleiknum hafði KA svo betur, 27-21, og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Valdimar og Björgvin Þór Rúnarsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Selfoss í leiknum. Tveir leikmenn í Selfoss-liðinu í dag eiga pabba sem voru í liðinu 1996. Sonur Gríms Hergeirssonar, Hergeir Grímsson, er einn af lykilmönnum Selfoss í dag og sömu sögu er að segja af Teiti Erni Einarssyni Guðmundssonar. Þess má geta að Grímur Hergeirsson er aðstoðarmaður Stefáns Árnasonar, þjálfara Selfoss, í dag. Í tilefni af þessum fyrsta leik Selfoss í úrslitakeppni í rúma tvo áratugi bjuggu Selfyssingar til skemmtilegt myndband þar sem sagan er rifjuð upp. Myndbandið má sjá hér að neðan. Olís-deild karla Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Eftir 21 árs bið leikur karlalið Selfoss í handbolta sinn fyrsta leik í úrslitakeppni þegar það sækir Aftureldingu heim í kvöld. Nýliðar Selfoss enduðu í 5. sæti Olís-deildarinnar í vetur sem verður að teljast afar góður árangur hjá ungu og óreyndu liði. Verðlaunin fyrir það eru leikir gegn Aftureldingu, silfurliði síðustu tveggja ára. Fyrsti leikur liðanna er í N1-höllinni í Mosfellsbæ klukkan 20:00 í kvöld. Þetta er mikill áfangi fyrir Selfoss en liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 1996. Það tímabil endaði Selfoss í 8. sæti Nissandeildarinnar og mætti deildarmeisturum KA í 8-liða úrslitum.Svona var lið Selfoss skipað fyrir 21 ári síðan.mynd/skjáskotKA vann fyrsta leikinn fyrir norðan 34-32 þar sem þeir Patrekur Jóhannesson og Róbert Julian Duranona skoruðu samtals 23 mörk. Valdimar Grímsson, spilandi þjálfari Selfoss, skoraði 12 mörk og Einar Gunnar Sigurðsson bætti sjö mörkum við fyrir gestina. Auk þeirra voru kappar eins og Sigurjón Bjarnason, Gísli Felix Bjarnason og Erlingur Richardsson í liði Selfoss fyrir 21 ári. Selfoss jafnaði metin með eins marks sigri, 25-24, í öðrum leiknum á heimavelli. Valdimar var aftur markahæstur í liði Selfoss með sjö mörk. Í oddaleiknum hafði KA svo betur, 27-21, og tryggði sér sæti í undanúrslitum. Valdimar og Björgvin Þór Rúnarsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Selfoss í leiknum. Tveir leikmenn í Selfoss-liðinu í dag eiga pabba sem voru í liðinu 1996. Sonur Gríms Hergeirssonar, Hergeir Grímsson, er einn af lykilmönnum Selfoss í dag og sömu sögu er að segja af Teiti Erni Einarssyni Guðmundssonar. Þess má geta að Grímur Hergeirsson er aðstoðarmaður Stefáns Árnasonar, þjálfara Selfoss, í dag. Í tilefni af þessum fyrsta leik Selfoss í úrslitakeppni í rúma tvo áratugi bjuggu Selfyssingar til skemmtilegt myndband þar sem sagan er rifjuð upp. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Olís-deild karla Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira