Hvernig er gætt að sparifé landsmanna? Katrín Júlíusdóttir skrifar 11. apríl 2017 07:00 Í opinberri umræðu undanfarið hafa margir lýst áhyggjum af öryggi sparifjár okkar Íslendinga og hættu á því að bankar og sparisjóðir (innlánsstofnanir) taki of mikla áhættu. Séu jafnvel að „gambla“ með sparnað landsmanna. Sem betur fer er það ekki raunin enda taka fjármálafyrirtæki alvarlega það traust sem innistæðueigendur sýna þeim og búa einnig við regluverk sem tryggir innstæður. Umræðan um þetta er mikilvæg því ekkert okkar vill sjá fólk tapa fé vegna ógætilegra ákvarðana. Þannig eru það sameiginlegir hagsmunir fólks, fyrirtækja og innlánsstofnana að innlánin séu örugg í vörslu fjármálafyrirtækja.Ráðstöfun innlána Innlán í eigu innlendra aðila í bönkum og sparisjóðum hér á landi voru um síðustu áramót röskir 1.600 milljarðar króna. Aðrar innlendar skuldir námu um 470 milljörðum og erlendar skuldir um 500 milljörðum króna. Heildarskuldir banka á sama tíma voru 3.200 milljarðar króna en þar er meðtalið eigið fé banka og sparisjóða sem nam um 630 milljörðum króna í árslok 2016. Innlán og eigið fé eru þannig samtals um 2.200 milljarðar króna eða 70% af skuldum banka og sparisjóða. Hlutur heimila (einstaklinga) í innlánum var um 733 milljarðar króna, hlutur fyrirtækja 348 milljarðar króna, hlutur opinberra aðila 47 milljarðar króna og hlutur annarra fjármálafyrirtækja um 430 milljarðar. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er fjármögnun íslenskra banka og sparisjóða að langstærstum hluta notuð til að fjármagna útlán til íslenskra heimila og fyrirtækja. Innlend útlán og eignarleigusamningar innlánsstofnana námu þannig í árslok 2016 um 2.263 milljörðum króna. Innlend hlutabréf í eigu innlánsstofnana námu um 61 milljarði. Á sama tíma námu erlendar eignir innlánsstofnana um 251 milljarði króna. Sú eign er að langstærstum hluta bundin í skráðum skuldabréfum og útlánum en eign bankanna í hlutabréfum nemur aðeins tveimur milljörðum. Áhættan í þessu eignasafni telst ekki mikil. Þannig er eign innlánsstofnana í innlendum og erlendum hlutabréfum og heildareign innlánsstofnana í hlutabréfum innan við 2% af heildareignum. Langstærstu hlutar eignasafnsins, eða um 70% eru í útlánum. Um 12% eru bundin í sjóðum og innstæðum í Seðlabankanum. Samtals er hlutfall þessara eigna um 82% af heildareignum. Íslensk ríkisskuldabréf og önnur skuldabréf eru 6% en sú eign er í raun hluti af lausafjárforða innlánsstofnana. Sá forði er um 18% sem verður að teljast afar traust. Hlutabréfaeign innlánsstofnana og erlendar eignir nema samtals um 10% efnahagsins en bókfært eigið fé nemur um 20% af efnahagnum. Hvort tveggja lausafjárstaða og hlutur bókfærðs eiginfjár hljóta að teljast vel viðunandi í ljósi samsetningar eigna og alþjóðlegs samanburðar.Barið í brestinaÍ kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008 var gripið til margvíslegra aðgerða til þess að tryggja að leikurinn endurtaki sig ekki og skattgreiðendur þurfi ekki bera kostnað af fjármálaáföllum. Margar af þessum breytingum hafa þegar tekið gildi hér á landi svo sem nýjar reglur um eigið fé fjármálafyrirtækja þar sem kröfur um eigið fé hafa verið hertar og auknar. Ný innstæðutryggingatilskipun ESB bíður innleiðingar hér á landi. Sömuleiðis ný tilskipun um skilameðferð fjármálafyrirtækja. Saman auka þessar tilskipanir vernd innstæðueigenda. Settar hafa verið reglur um lausafé lánastofnana og hámark á gírun þeirra og heimildir FME til þess að grípa inn í rekstur fjármálafyrirtækja hafa verið styrktar.Varúð og öflugt eftirlitEins og sjá má hér að framan eru innlán landsmanna vel varin í tryggum útlánum og fjárfestingum. Ekkert bendir til þess að innlánsstofnanir séu nú að stofna til rekstrar sem skapar sérstaka áhættu fyrir innstæðueigendur. Ef svo væri hefur Fjármálaeftirlitið öflug verkfæri til að grípa inn í enda hefur eftirlit á íslenskum fjármálamarkaði verið eflt verulega og mun eflast enn með nýju evrópsku regluverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í opinberri umræðu undanfarið hafa margir lýst áhyggjum af öryggi sparifjár okkar Íslendinga og hættu á því að bankar og sparisjóðir (innlánsstofnanir) taki of mikla áhættu. Séu jafnvel að „gambla“ með sparnað landsmanna. Sem betur fer er það ekki raunin enda taka fjármálafyrirtæki alvarlega það traust sem innistæðueigendur sýna þeim og búa einnig við regluverk sem tryggir innstæður. Umræðan um þetta er mikilvæg því ekkert okkar vill sjá fólk tapa fé vegna ógætilegra ákvarðana. Þannig eru það sameiginlegir hagsmunir fólks, fyrirtækja og innlánsstofnana að innlánin séu örugg í vörslu fjármálafyrirtækja.Ráðstöfun innlána Innlán í eigu innlendra aðila í bönkum og sparisjóðum hér á landi voru um síðustu áramót röskir 1.600 milljarðar króna. Aðrar innlendar skuldir námu um 470 milljörðum og erlendar skuldir um 500 milljörðum króna. Heildarskuldir banka á sama tíma voru 3.200 milljarðar króna en þar er meðtalið eigið fé banka og sparisjóða sem nam um 630 milljörðum króna í árslok 2016. Innlán og eigið fé eru þannig samtals um 2.200 milljarðar króna eða 70% af skuldum banka og sparisjóða. Hlutur heimila (einstaklinga) í innlánum var um 733 milljarðar króna, hlutur fyrirtækja 348 milljarðar króna, hlutur opinberra aðila 47 milljarðar króna og hlutur annarra fjármálafyrirtækja um 430 milljarðar. Eins og sjá má á meðfylgjandi töflu er fjármögnun íslenskra banka og sparisjóða að langstærstum hluta notuð til að fjármagna útlán til íslenskra heimila og fyrirtækja. Innlend útlán og eignarleigusamningar innlánsstofnana námu þannig í árslok 2016 um 2.263 milljörðum króna. Innlend hlutabréf í eigu innlánsstofnana námu um 61 milljarði. Á sama tíma námu erlendar eignir innlánsstofnana um 251 milljarði króna. Sú eign er að langstærstum hluta bundin í skráðum skuldabréfum og útlánum en eign bankanna í hlutabréfum nemur aðeins tveimur milljörðum. Áhættan í þessu eignasafni telst ekki mikil. Þannig er eign innlánsstofnana í innlendum og erlendum hlutabréfum og heildareign innlánsstofnana í hlutabréfum innan við 2% af heildareignum. Langstærstu hlutar eignasafnsins, eða um 70% eru í útlánum. Um 12% eru bundin í sjóðum og innstæðum í Seðlabankanum. Samtals er hlutfall þessara eigna um 82% af heildareignum. Íslensk ríkisskuldabréf og önnur skuldabréf eru 6% en sú eign er í raun hluti af lausafjárforða innlánsstofnana. Sá forði er um 18% sem verður að teljast afar traust. Hlutabréfaeign innlánsstofnana og erlendar eignir nema samtals um 10% efnahagsins en bókfært eigið fé nemur um 20% af efnahagnum. Hvort tveggja lausafjárstaða og hlutur bókfærðs eiginfjár hljóta að teljast vel viðunandi í ljósi samsetningar eigna og alþjóðlegs samanburðar.Barið í brestinaÍ kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008 var gripið til margvíslegra aðgerða til þess að tryggja að leikurinn endurtaki sig ekki og skattgreiðendur þurfi ekki bera kostnað af fjármálaáföllum. Margar af þessum breytingum hafa þegar tekið gildi hér á landi svo sem nýjar reglur um eigið fé fjármálafyrirtækja þar sem kröfur um eigið fé hafa verið hertar og auknar. Ný innstæðutryggingatilskipun ESB bíður innleiðingar hér á landi. Sömuleiðis ný tilskipun um skilameðferð fjármálafyrirtækja. Saman auka þessar tilskipanir vernd innstæðueigenda. Settar hafa verið reglur um lausafé lánastofnana og hámark á gírun þeirra og heimildir FME til þess að grípa inn í rekstur fjármálafyrirtækja hafa verið styrktar.Varúð og öflugt eftirlitEins og sjá má hér að framan eru innlán landsmanna vel varin í tryggum útlánum og fjárfestingum. Ekkert bendir til þess að innlánsstofnanir séu nú að stofna til rekstrar sem skapar sérstaka áhættu fyrir innstæðueigendur. Ef svo væri hefur Fjármálaeftirlitið öflug verkfæri til að grípa inn í enda hefur eftirlit á íslenskum fjármálamarkaði verið eflt verulega og mun eflast enn með nýju evrópsku regluverki.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun