NBA: Cleveland, Golden State, San Antonio töpuðu öll og Boston græddi mest | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Leikmenn Portland Trail Blazers fagna sigurkörfu Noah Vonleh á móti San Antonio Spurs í nótt. Vísir/AP Cleveland Cavaliers missti toppsæti Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar liðið tapaði enn einum leiknum því á sama tíma vann Boston Celtics liðið sinn leik. Boston tryggir sér heimavallarrétt fram í lokaúrslitin með sigri í lokaleik tímabilsins. Í Vesturdeildinni þá töpuðu þrjú bestu liðin, Golden State Warriors, San Antonio Spurs og Houston Rockets, öll sínum leikjum en Los Angeles Clippers vann aftur á móti sinni sjötta leik í röð. Utah Jazz endaði fjórtán leikja sigurgöngu Golden State Warriors og lið LA Clippers og Utah Jazz berjast um fjórða sætið í Vesturdeildinni.Tyler Johnson skoraði 24 stig þar á meðal fjögur síðustu stigin á vítalínunni þegar Miami Heat vann 124-121 sigur á Cleveland Cavaliers í framlengingu. Cleveland Cavaliers tapaði þar með annað kvöldið í röð í framlengingu en þetta var jafnframt tólfta tap Cleveland liðsins í síðasta 21 leik sínum. Hassan Whiteside var með 23 stig og 18 fráköst fyrir Miami og Josh Richardson skoraði 19 stig. Deron Williams var með 35 stig og 9 stoðsendingar fyrir Cleveland sem var með hálfgert varalið. Kevin Love var með 25 stig og Channing Frye skoraði 21 stig. Cleveland Cavaliers lék án LeBron James, Kyrie Irving og Tristan Thompson en Cavaliers liðið hefur tapað öllum sjö leikjunum sem LeBron James hefur misst af á leiktíðinni.Isaiah Thomas var stigahæstur hjá Boston Celtics með 27 stig en liðið nýtti sér tap Cleveland og náði efsta sætinu með 114-105 sigri á Brooklyn Nets. Ef Boston menna vinna lokaleikinn sinn á móti Milwaukee Bucks þá verður efsta sæti austursins þeirra. Verði liðin með jafnmarga sigra þá verður Cleveland ofar á betri árangri í innbyrðisviðureignum. Al Horford var með 19 stig og 8 fráköst fyrir Boston en Íslandsvinurinn Jeremy Lin var atkvæðamestur hjá Brooklyn með 26 stig og 12 fráköst.Stephen Curry og Kevin Durant léku aftur saman á ný og Golden State Warriors tapaði sínum fyrsta leik í langan tíma. Kevin Durant. Golden State Warriors tapaði 99-105 á heimavelli á móti Utah Jazz en hafði fyrir leikinn unnið fjórtán í röð. Þetta var annar leikur Durant eftir hnémeiðslin en Curry var hvíldur í þeim fyrsta. Leikurinn var jafn eftir þrjá leikhluta en Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, ákvað samt að hvíla sína bestu menn í lokaleikhlutanum en Golden State liðið var fyrir leikinn búið að tryggja sér besta árangurinn í deildarkeppninni í vetur. Stephen Curry skoraði 29 stig í þremur leikhlutum og Kevin Durant var með 16 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Utah tókst að vinna þrátt fyrir að vera án lykilmanna eins og þeirra Gordon Hayward og Derrick Favors. George Hill skoraði 20 stig fyrir Utah, Joe Johnson var með 19 stig og Rudy Gobert bætti við 17 stigum og 18 fráköstum.Noah Vonleh skoraði sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út þegar Portland Trail Blazers vann 99-98 sigur á San Antonio Spurs 99-98. Portland hvíldi sína bestu menn, þá Damian Lillard og CJ McCollum en tókst samt að vinna eitt besta lið deildarinnar. Shabazz Napier skoraði 32 stig fyrir Portland í þriðja sigri liðsins í röð en Kawhi Leonard var atkvæðamestur hjá San Antonio Spurs með 18 stig. Lamarcus Aldridge og Tony Parker skoruðu báðir 12 stig. Hetja Portland, Noah Vonleh, endaði með 12 stig og 11 fráköst.Los Angeles Clippers liðið fór illa með Houston Rockets í 125-96 í sigri og er nú með jafnmarga sigra og Utah Jazz í baráttunni um fjórða sætið í Vesturdeildinni. Þetta var sjötti sigur Clippers-liðsins í röð sem er að koma á siglingu inn í úrslitakeppnina. Chris Paul skoraði 19 stig, gaf 9 stoðsendingar og stal 4 boltum en Blake Griffin var með 18 stig og Jamal Crawford kom með 19 stig af bekknum. Eric Gordon skoraði 17 stig fyrir Houston en James Harden lét sér nægja 14 stig, 7 frákös og 6 stoðsendingar.Úrslit í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Golden State Warriors - Utah Jazz 99-105 Los Angeles Clippers - Houston Rockets 125-96 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 99-98 Chicago Bulls - Orlando Magic 122-75 Detroit Pistons - Washington Wizards 101-105 Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 89-79 Boston Celtics - Brooklyn Nets 114-105 Miami Heat - Cleveland Cavaliers 124-211 (108-108) Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 111-120 NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira
Cleveland Cavaliers missti toppsæti Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar liðið tapaði enn einum leiknum því á sama tíma vann Boston Celtics liðið sinn leik. Boston tryggir sér heimavallarrétt fram í lokaúrslitin með sigri í lokaleik tímabilsins. Í Vesturdeildinni þá töpuðu þrjú bestu liðin, Golden State Warriors, San Antonio Spurs og Houston Rockets, öll sínum leikjum en Los Angeles Clippers vann aftur á móti sinni sjötta leik í röð. Utah Jazz endaði fjórtán leikja sigurgöngu Golden State Warriors og lið LA Clippers og Utah Jazz berjast um fjórða sætið í Vesturdeildinni.Tyler Johnson skoraði 24 stig þar á meðal fjögur síðustu stigin á vítalínunni þegar Miami Heat vann 124-121 sigur á Cleveland Cavaliers í framlengingu. Cleveland Cavaliers tapaði þar með annað kvöldið í röð í framlengingu en þetta var jafnframt tólfta tap Cleveland liðsins í síðasta 21 leik sínum. Hassan Whiteside var með 23 stig og 18 fráköst fyrir Miami og Josh Richardson skoraði 19 stig. Deron Williams var með 35 stig og 9 stoðsendingar fyrir Cleveland sem var með hálfgert varalið. Kevin Love var með 25 stig og Channing Frye skoraði 21 stig. Cleveland Cavaliers lék án LeBron James, Kyrie Irving og Tristan Thompson en Cavaliers liðið hefur tapað öllum sjö leikjunum sem LeBron James hefur misst af á leiktíðinni.Isaiah Thomas var stigahæstur hjá Boston Celtics með 27 stig en liðið nýtti sér tap Cleveland og náði efsta sætinu með 114-105 sigri á Brooklyn Nets. Ef Boston menna vinna lokaleikinn sinn á móti Milwaukee Bucks þá verður efsta sæti austursins þeirra. Verði liðin með jafnmarga sigra þá verður Cleveland ofar á betri árangri í innbyrðisviðureignum. Al Horford var með 19 stig og 8 fráköst fyrir Boston en Íslandsvinurinn Jeremy Lin var atkvæðamestur hjá Brooklyn með 26 stig og 12 fráköst.Stephen Curry og Kevin Durant léku aftur saman á ný og Golden State Warriors tapaði sínum fyrsta leik í langan tíma. Kevin Durant. Golden State Warriors tapaði 99-105 á heimavelli á móti Utah Jazz en hafði fyrir leikinn unnið fjórtán í röð. Þetta var annar leikur Durant eftir hnémeiðslin en Curry var hvíldur í þeim fyrsta. Leikurinn var jafn eftir þrjá leikhluta en Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, ákvað samt að hvíla sína bestu menn í lokaleikhlutanum en Golden State liðið var fyrir leikinn búið að tryggja sér besta árangurinn í deildarkeppninni í vetur. Stephen Curry skoraði 29 stig í þremur leikhlutum og Kevin Durant var með 16 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Utah tókst að vinna þrátt fyrir að vera án lykilmanna eins og þeirra Gordon Hayward og Derrick Favors. George Hill skoraði 20 stig fyrir Utah, Joe Johnson var með 19 stig og Rudy Gobert bætti við 17 stigum og 18 fráköstum.Noah Vonleh skoraði sigurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út þegar Portland Trail Blazers vann 99-98 sigur á San Antonio Spurs 99-98. Portland hvíldi sína bestu menn, þá Damian Lillard og CJ McCollum en tókst samt að vinna eitt besta lið deildarinnar. Shabazz Napier skoraði 32 stig fyrir Portland í þriðja sigri liðsins í röð en Kawhi Leonard var atkvæðamestur hjá San Antonio Spurs með 18 stig. Lamarcus Aldridge og Tony Parker skoruðu báðir 12 stig. Hetja Portland, Noah Vonleh, endaði með 12 stig og 11 fráköst.Los Angeles Clippers liðið fór illa með Houston Rockets í 125-96 í sigri og er nú með jafnmarga sigra og Utah Jazz í baráttunni um fjórða sætið í Vesturdeildinni. Þetta var sjötti sigur Clippers-liðsins í röð sem er að koma á siglingu inn í úrslitakeppnina. Chris Paul skoraði 19 stig, gaf 9 stoðsendingar og stal 4 boltum en Blake Griffin var með 18 stig og Jamal Crawford kom með 19 stig af bekknum. Eric Gordon skoraði 17 stig fyrir Houston en James Harden lét sér nægja 14 stig, 7 frákös og 6 stoðsendingar.Úrslit í leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Golden State Warriors - Utah Jazz 99-105 Los Angeles Clippers - Houston Rockets 125-96 Portland Trail Blazers - San Antonio Spurs 99-98 Chicago Bulls - Orlando Magic 122-75 Detroit Pistons - Washington Wizards 101-105 Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 89-79 Boston Celtics - Brooklyn Nets 114-105 Miami Heat - Cleveland Cavaliers 124-211 (108-108) Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 111-120
NBA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Sjá meira